Víkurfréttir - 12.03.2015, Qupperneq 20
20 fimmtudagurinn 12. mars 2015 • VÍKURFRÉTTIR
Systrafélagi Innri-Njarðvíkurkirkju, ásamt eiginmönnum sínum og fjölskyldum, byggðu húsið og gerðu það fokhelt. Þá gáfu þau Njarðvíkurbæ það til þess að klára og setja á stofn leikskóla.
Hann var svo stofnaður árið 1985. „Þetta er dálítið skemmtileg saga vegna þess að við störfum í
anda Reggio Emilia, en þar skipta þrír aðilar máli; umhverfið, kennarinn og barnið. Umhverfið
er þriðji kennarinn. Og vegna þess að það þarf heilt þorp til að ala upp barn þá var heilt þorp sem
byggði þennan leikskóla því fólkinu fannst vanta leikskóla fyrir börnin á svæðinu sínu,“ segir
Kristín Helgadóttir, leikskólastjóri.
Umsóknarfrestur um störf flokkstjóra og yfirflokk-
stjóra, bæði vinnuhópa og á skrifstofu, RENNUR ÚT
Í DAG. Vakin er athygli á því að eldri umsóknir þarf að
endurnýja.
Aðeins er tekið við rafrænum umsóknum á
www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf
þar sem einnig má nálgast nánari upplýsingar.
Vinnuskólinn er reyklaus vinnustaður og skulu
flokkstjórar vera tóbakslausir.
Frekari upplýsingar veitir
Berglind Ásgeirsdóttir í síma 420-3200
eða berglind.asgeirsdottir@reykjanesbaer.is.
Önnur störf vinnusóla verða auglýst síðar.
Auglýsum eftir matreiðslumanni/matráði í 100%
stöðu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Í leikskólanum dvelja 83 börn við leik og störf og þar
starfa að jafnaði 24 starfsmenn.
Hæfniskröfur:
Menntun á sviði matreiðslu og/eða reynsla af mat–
reiðslu í stóreldhúsi, góð þekking á næringarfræði og
rekstri mötuneyta og lipurð og sveigjanleiki í sam-
skiptum. Snyrtimennska áskilin.
Umsóknarfrestur er til og með 26. mars nk. og skal sótt
um starfið á vef Reykjanesbæjar,
www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf
Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri Tjarnarsels,
Inga María Ingvarsdóttir
(inga.maria.ingvarsdottir@tjarnarsel.is)
Reykjanesbær óskar eftir að ráða verkefnastjóra
ferða- og upplýsingamála hjá sveitarfélaginu. Um fullt
starf er að ræða og mun starfsmaður hafa aðstöðu í
Duus safnahúsi.
Helstu verkefni: Rekstur á upplýsingamiðstöð
ferðamála í Duus safnahúsi, móttaka gesta og umsjón
með ferða- og kynningarmálum hjá Reykjanesbæ o.fl.
Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun sem
nýtist í starfi, ferðamálafræði æskileg. Reynsla af
ferða- og/eða kynningarmálum æskileg. Færni til
að setja fram upplýsingar í ræðu og riti á íslensku og
ensku.
Umsóknarfrestur er til og með 23. mars n.k.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um
starfið á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is/
stjornkerfi/laus-storf.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Valgerður
Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri menningarsviðs,
(valgerður.gudmundsdottir@reykjanesbaer.is)
VINNUSKÓLI REYKJANESBÆJAR
SUMARSTÖRF
ATVINNA
LEIKSKÓLINN
TJARNARSEL
ATVINNA
VERKEFNASTJÓRI
FERÐA- OG
UPPLÝSINGAMÁLA
■■ Skapandi og lifandi starf í 30 ára leikskólanum Holti í Innri-Njarðvík:
Mála eldfjöll og veiða hákarla
Í umhverfi Holts og í göngufæri eru
mói, tjarnir, fjara og útinámssvæði
sem börnin nota mikið í leikskóla-
starfinu. „Þetta er alveg yndislegt
og við njótum góðs af því. Úti-
námssvæðið í Narfakotsseylunni
byggðum við ásamt Akurskóla og
leikskólanum Akri. Það var gert á
svo uppbyggilegan hátt því börnin
lögðu grunninn sjálf. Þau komu
með hugmyndir um hvað þau
myndu vilja hafa þar, í samstarfi
við arkitekt og öllu samfélaginu,
þ.m.t. foreldrum sem einnig komu
að þessari vinnu. Við förum mikið
þangað til að uppgötva og læra nýja
hluti. Það gleyma börnin sér tím-
unum saman,“ segir Kristín.
Mikill sköpunarkraftur
Starfsfólkið á Holti verður mikið
vart við sköpunarkraft barnanna
í innra og ytra umhverfi og þegar
Víkurfréttir komu í heimsókn
voru börn m.a. að mála eldfjall
saman og fræðast um það. „Já, við
munum eftir því þegar við vorum
börn og fórum í móann í búleik,
þá gleymdum við öllu öðru og
ímyndunaraflið fór á fleygiferð.
Það er nákvæmlega það sem gerist
hjá börnunum. Þau skoða lífbreyti-
leikann í vatninu. Í dag voru þau að
veiða hvali og margir eru hræddir
um að hvalir séu í útrýmingar-
hættu á þessu svæði,“ segir Kristín
og brosir. Eins og annars staðar
í Reykjanesbæ hefur Holt verið í
góðu samstarfi við heimaskóla
sinn, Akurskóla og börnin eru dug-
leg að heimsækja hann. „Einu sinni
í viku förum við með hóp þangað í
tíma og það er frábær aðlögun að
næsta skólstigi; að fá að vera eðli-
legur nemandi í umhverfinu einu
sinni í viku. Svo vinnum við ýmis
verkefni og þemu með Akurskóla
og hinum leikskólanum, Akri.
Hlutir fá nýtt líf
Stefnan sem skólinn hefur tekið er
að vinna mikið með endurvinnan-
legan og endurnýtanlegan efnivið.
Fá það sem allir leggja frá sér og
þurfa ekki að nýta meira eða gefa
hlutum nýtt líf. „Þá erum við til
dæmis að tala um kubba, pappa-
kassa og umbúðir úr eldhúsinu.
Þetta er líka eitthvað sem við
verðum að hugleiða í þessum heimi
að nýta sem best alla hluti og kaupa
ekki allaf nýja. Það er m.a. gert í
listasmiðjunni okkar.“ Einnig sé
lögð áhersla á að foreldrar komi
með það sem nýtist ekki á heimil-
unum. „Það hefur t.d. verið nýtt í
búðinni okkar. Við viljum einnig
gjarnan að fá allt samfélagið með
okkur í lið og höfum sett af stað
efnisveitu sem er staðsett í Ramma-
húsinu á Fitjum. Þar geta fyrirtæki
á svæðinu komið með eitthvað sem
þau nota ekki. Þá geta allir skólar
leitað þangað og fengið efnivið sem
nýtist þeim vel,“ segir Kristín.
Börnin „féflettu“ pabbann
Dæmi eru um að foreldrar sem
koma með börnin sín séu oft mjög
áhugasamir um það fram fer í leik-
skólanum. „Eitt sinn var faðir sem
sá búðina þegar það var nýfarið
að nota hana. Honum fannst það
svo spennandi að hann vippaði sér
úr skónum og lék sér með börn-
unum. Lét þau hafa greiðslukortið
sitt. Hann sagði að það hefði verið
búið að féfletta hann þegar hann
fór út. Hann var búinn að versla
svo mikið,“ segir Kristín hlæjandi
og bætir við að foreldrum sé frjálst
að staldra við og kynnast starfinu.
„Við viljum fá foreldra sem allra
mest inn í starfið okkar og okkur
finnst alltaf gaman að fá foreldra í
heimsókn, til skrafs og ráðagerða
og segja okkur hvað þeim finnst
um allt hér. Það er mikið um það að
foreldrar komi í heimsókn og vilji
velja sér leikskóla. Þau vilja skoða
og heyra hvað það er sem skólinn
stendur fyrir og hvernig skóla-
starfið fer fram.“
Opið hús verður í Holti föstudag-
inn 13. mars á milli kl.14 og 15 og
eru allir velkomnir og kjörið tæki-
færi fyrir foreldra ungra barna sem
hafa áhuga á að skoða starfið að líta
við. Afmæliskaka verður í boði.
Einnig stendur yfir myndlistarsýn-
ing barna á Holti í versluninni Hjá
Fjólu þar sem sýndir eru munir úr
endurnýtanlegum efnivið.
Það er mikið um það að foreldrar komi í heimsókn og vilji velja
sér leikskóla. Þau vilja skoða og heyra hvað það er sem skólinn
stendur fyrir og hvernig skólastarfið fer fram.
Elín Björk Einarsdóttir
og Kristín Helgadóttir
skólastýrur í Holti.
SJÁIÐ MEIRA FRÁ HOLTI Í SJÓNVARPI
VÍKURFRÉTTA Á ÍNN OG VF.IS