Víkurfréttir - 12.03.2015, Page 23
23VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. mars 2015
Júdó
Júdódeild Njarðvíkur tók þátt í vormóti Júdósambands Íslands sem fram
fór um síðustu helgin. Njarðvíkingar stóðu sig með miklum sóma og unnu
til fernra verðlauna á mótinu. Þar bar hæst til tíðinda að Angela Humada
Torres sigraði í -70 kg flokki kvenna.
Fimleikar
Keflvíkingar tryggðu sér um sl. helgi bikarmeistaratitilinn 1. þrepi kvenna í
áhaldafimleikum með miklum yfirburðum. Þetta var annar bikarmeistara-
titill félagsins á jafnmörgum helgum og annar í sögunni, en drengjalið
Keflavíkur vann bikarinn í 5. þrepi helgina áður. Allar fimm Keflvíkur-
meyjarnar röðuðu sér á meðal 8 efstu keppenda í mótinu sem er einkar
glæsilegur árangur.
Körfubolti
Öll þrjú Suðurnesjaliðin í karlakörfunni hafa tryggt sér sæti í 8 liða úr-
slitum Domino´s deildarinnar. Endanleg niðurröðun ræðst í kvöld þegar
lokaumferðin er leikin en sjaldan eða aldrei hefur deildin verið eins jöfn ef
undanskilin eru tvö efstu liðin.
Crossfit
Rafnheiður Sara Sigmundsdóttir stóð sig vel í 2. grein af 5 í undankeppni
Crossfit leikana sem fram fara í Kaliforníu í sumar. Sara náði 334 endur-
tekningum sem setur hana í 2. sætið á Evrópulistanum og í 8. sæti á heims-
listanum í samanlögðu. Næsta grein verður tilkynnt aðfaranótt föstudags
og hafa keppendur til mánudagskvölds að skila af sér skori.
Fótbolti
Það verður Suðurnesjastemmning í Lengjubikar karla á laugardaginn í
Reykjaneshöllinni en þá leika Keflvíkingar við Hauka kl. 12 og Grindavík
etur kappi við Fjarðarbyggð kl. 14. Keflvíkingar berjast í efri helming
riðilsins en Grindvíkingar reyna að spyrna í botninn.
ATVINNA
Ungmennafélag Njarðvíkur auglýsir
stöðu framkvæmdastjóra UMFN
Framkvæmdastjóri skal hafa yfirumsjón með bókhaldi
og fjármálum félagsins ásamt daglegum rekstri skrifstofu
UMFN auk annarra tilfallandi starfa í samráði við stjórn
félagsins.
Framkvæmdastjóri skal uppfylla
eftirfarandi hæfnisskilyrði:
- Áhugi á starfi og málefnum Ungmennafélagsins
- Þekking og reynsla á fjármálum og bókhaldi
- Færni í samskiptum
- Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt
Framkvæmdastjóri er ráðinn í 60% starf.
Laun skv. samkomulagi.
Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið störf strax.
Nánari upplýsingar um starfið fást hjá framkvæmdastjóra
félagins í síma 421-2895.
Umsóknarfrestur er til 20. mars nk.
Umsókn skal skila skriflega ásamt ítarlegri
ferilskrá merkt „Framkvæmdastjóri“
á netfangið umfn@umfn.is.
1100 börn og 444
leikir á Nettómóti
Tuttugasta og fimmta Nettómótið
í körfuknattleik barna fór fram í
Reykjanesbæ um síðustu helgi. Um
1100 börn upp að 10 ára aldri tóku
þátt á mótinu. Alls sendu 23 félög
börn til þátttöku. Keppnisliðin voru
194 og spiluðu þau 444 leiki. Í Sjón-
varpi Víkurfrétta, sem er á dagskrá
ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld kl.
21:30, er innslag um Nettómótið.
Þáttinn má einnig sjá á vf.is í hás-
kerpu.
VF-myndir: Páll Orri Pálsson