Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2015, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 16.04.2015, Blaðsíða 12
12 fimmtudaginn 16. apríl 2015 • VÍKURFRÉTTIR Hljómahöllin hefur hýst árshátíðir, fundi, óvissuferðir, tónleika og sýningar fyrsta árið: 25 þúsund gestir Á árinu 2014 komu um 25 þúsund gestir í Hljómahöll og rúmlega fimm þúsund gestir á Rokksafnið. Þá er ekki meðtalinn allur sá fjöldi sem kom á opnunarhátíðina 5.-6. apríl sem var áætlaður í kringum tvö þúsund manns. Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljóma- hallar segir meirihluta gesta vera Íslendinga, í kringum 90% en fjöldi erlendu gestanna hafi aukist eftir því sem leið á árið. Fyrir utan Rokk- safnið og aðrar sýningar er vinsælt að hafa viðburði, árshátíðir, fundir og fleira í Hljómahöll. Þörfin hafi klárlega verið brýn. „Það tekur auðvitað tíma að byggja þetta upp sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn; eitthvað sem ég þarf að minna mig á annað slagið. Flestir gestir koma í hópum og það eru ýmist fyrirtæki, félagasamtök, klúbbar, vinahópar og fleira sem koma að ógleymdum leikskóla- og grunnskólahópunum sem koma reglulega til okkar hvaðanæva af landinu,“ segir Tómas og bætir við að mest hafi komið honum og í raun öllum á óvart var hversu mikið er sótt í húsið. „Ótrúlega margir vilja koma og sjá safnið og leigja salina og nýta þá þjónustu sem við höfum upp á bjóða. Húsið fékk auðvitað mikla athygli í fjölmiðlum við opnun þess og í ljós kom að þörfin á svona húsi er töluvert meiri en okkur óraði nokkurn tímann fyrir. Ég hef fengið spurningar frá starfsmönnum oftar en einu sinni hvort að ég sé að reyna ganga frá því vegna þess hve mikið hefur verið að gera á tímabilum. Sem er auðvitað mjög jákvætt og það hefur aldrei verið lognmolla í kringum Hljómahöllina. Það er alltaf eitthvað í gangi, hvort sem það eru viðburðir, hópar að koma í heimsókn, útleiga á sölum eða undirbúningur sýningar um Pál Óskar. Það er búið að vera mikið fjör og mikil vinna sem hefur þurft að inna af hendi á þessu fyrsta ári.“ Hissa á fjölda þekkts listafólks frá Íslandi Samtals sex starfsmenn starfa í Hljómahöll en auk þess segir Tómas ansi langan lista vera af fólki sem sé lausráðið og komi þegar þörf sé á stórum viðburðum. „Að mínu mati vantar í Reykjanesbæ fleiri aðdráttaröfl svo að erlendir ferðamenn sjái hjá sér ástæðu til að heim- sækja bæjarfélagið og ég held að Rokksafn Íslands sé stórt skref í áttina til að laða að erlenda gesti.“ Hann telur að ef gerði yrði könnun á því hvers vegna erlendir ferðamenn væru staddir í Reykjanesbæ væri stór hluti þeirra annað hvort nýlentir eða á leiðinni í flug og nýta sér bæjarfélagið sem fyrsta eða síðasta áfangastað ferðar sinnar vegna nálægðarinnar við flug- völlinn. „Með Rokksafni Íslands er komið aðdráttarafl sem snýst um íslenska rokk- og poppsögu og þeir eru ansi margir erlendir gestirnir sem eru komnir til landsins til að fara á tónlistarhátíðir og margir þeirra hafa heyrt minnst á Björk, Sigur Rós, Of Monsters and Men, Emilíönu Torrini og fleiri tónlistarmenn sem koma héðan. Eins og við höfum fengið að kynnast að þá eru mjög margir erlendir gestir forvitnir um forsöguna og finnst ótrúlegt, eins og svo mörgum reyndar, hversu margar frægar hljómsveitir koma frá þessu litla landi okkar. Liður í því að fá enn fleiri ferðamenn í bæjarfélagið er að fjölga og búa til aðdráttaröfl, þó að þau séu manngerð, hvort sem það eru söfn, tónlistarhátíðir eða annað,“ segir Tómas. Skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar segir meiri skólabrag yfir öllu: Stærsti gróðinn að fá allt undir sama þak „Þetta er allt annað líf í sinni dýpstu merkingu og okkur líður afskap- lega vel hér. Þetta er frábært húsnæði og rúmar okkar starfsemi vel og það fer óskaplega vel um okkur. Hér er ekki einungis pláss fyrir kennslu heldur alla aðra vinnu kennaranna. Hún var ekki til staðar í hinum húsunum. Stofufjöldi, stofustærðir, æfingaðstaða, tónleikasalir sem við höfum aðgang að og biðaðstaða fyrir nemendur,“ segir Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Meiri skólabragur yfir öllu Meðal stærstu breytinga við það að fara í nýtt húsnæði segir Haraldur vera að miklu meiri skólabragur sé á starfseminni en vonir stóðu til. Aðstaða sé fyrir hljóðfærakennslu í öllum grunnskólum og áður hafi töluvert margir kennarar verið áfram í skólunum því aðstaðan var betri en í tónlistarskólunum. „Kennarar hittust í raun aldrei nema þegar kennarafundir voru. Í dag hittist fólk og tekur saman kaffi- og matartíma. Þar með verða miklu meiri fagleg og persónuleg samskipti sem skila sér í meira samtstarfi og starfsánægju. Það er svo nauðsynlegt í kennslu að geta borið saman bækur sínar. Vinnustaðurinn verður einnig eftirsóknarverðari fyrir vikið og stærsti gróðinn er að fá allt undir sama þak.“ Íhuguðu að fjárfesta í sendibíl Húsnæðið í Hljómahöll er til mikillar fyrirmyndar og skipar sér í fremstu röð í Evrópu. Haraldur og félagar hafa frá flutningi skólans tekið á móti miklum fjölda gesta, m.a. kenn- arahópum sem skoða aðstöðuna á starfsdögum og um leið forvitnast um starfsemi skólans. „Hún hefur vakið landsathygli. Og um leið hafa hóparnir nýtt sér ýmsa þjónustu sem í boði er í bænum og það er jákvætt fyrir samfélagið,“ segir Haraldur. Spurður um hvort nemenafjöldi hafi aukist mikið segir hann það ekki vera. „Það getur vel verið að skólagjöldin hafi ein- hver áhrif en þau eru samt ekki svimandi há. Mitt markmið er að ná skólanum upp í 400 nem- endur fyrir utan forskólann, við erum um 360 núna. Þetta snýst líka um heimildir til stöðugilda og þar erum við þokkalega sett, en þyrftum samt aukingu.“ Skólastarf á að snúast um gæði Haraldur tekur þó fram að skólastarf þurfi þó fyrst og fremst að snúast um gæði. „Það er ekki nóg að hafa marga nemendur, við þurfum að bæta okkur þar sem við vitum að við getum bætt okkur og halda áfram að gera vel það sem við gerum vel. Það skilar sér klárlega. Við getum a.m.k. ekki kennt aðstöðunni um ef við viljum gera betur,“ segir hann hlæjandi og bætir við að nýja húsnæðið eigi eftir að sækja í sig veðrið í framtíðinni og skólinn líka. „Við vorum alltaf með sendibíl sem fór með þung hljóðfæri og búnað á milli húsa. Á tímabili var rætt í gríni og alvöru hvort skólinn ætti að fjárfesta í sendibíl. Það var engin aðstaða til tón- leikahalds í hinum húsunum og allir flutningar slíta hljóðfærum og því verður öll meðferð á búnaði eftir því. Núna færum við okkur bara yfir í Berg og Stapa,“ segir Haraldur, afar bjart- sýnn fyrir hönd allra sem nýta húsið. -viðtal pósturu olgabjort@vf.is Hljómahöll og Tónlistarskóli Reykja- nesbæjar eins árs í nýju húsnæði

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.