Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2015, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 16.04.2015, Blaðsíða 15
15VÍKURFRÉTTIR • fimmtudaginn 16. apríl 2015 Hátíðartónleikar til heiðurs Rúnari heitnum Júlíussyni sem hefði orðið 70 ára 13. apríl sl. voru haldnir í Stapa sl. laug- arag. Á tónleikunum var ferill Rúnars Hr. Rokks í rakinn í máli, myndum og músik undir léttri leiðsögn fjölskyldu Rúnars ásamt einvala liði söngvara og hljóðfæraleikara. Baldur annar tveggja sona Rúnars var sögumaður og fórst það afar vel ú hendi þegar hann lýsti föður sínum í gegnum ferilinn. Valdimar Guðmundsson, Stefán Jakobsson, Magni Ásgeirsson og Salka Sól sungu bestu lög Rúnars ásamt sérvalinni rokksveit undir styrkri stjórn Jóns Ólafssonar. Húsfyllir var í Stapa þar sem Rúnar heitinn átti margar af sínum bestu tónlistarstundum. Tónleikagestir voru í skýjunum með tónleikana og stemmningin í Stapa mögnuð og einstök. Páll Ketilsson var á meðal tónleikagesta og smellti af þessum myndum. Einnig verður sýnd syrpa frá tónleikunum í Sjónvarpi Víkurfrétta á næstunni. AFMÆLISTÓNLEIKAR TIL HEIÐURS HERRA ROKK! Það voru mörg þekkt Keflavíkurandlit sem sáust í Stapa. Þorsteinn Eggerts, Eiríkur Hermanns, Friðrik Ragnars- son, Kjartan Már Kjartansson og Helgi Jóhannsson sjást á þessum myndum. Salka Sól „tengda- dóttir“ Keflavíkur heillaði marga. Barnabörn Rúnars, skvís- urnar María Rún, Kristín Rán og Brynja Ýr. Baldur var sögumaður en bróðir hans Júlíus var á á trommunum. Ólafur Júlíusson einn af gullknatt- spyrnumönnum Keflavík og bróðir Rúnars á spjalli við tónleikagest. Keflvíkingurinn Valdimar fór á kostum í Stapanum. Guðlaugur H. Guðlaugsson Löggiltur fasteignasali Halldór Magnússon Löggiltur fasteignasali Haraldur Freyr Guðmundsson Sölumaður Óðinsvellir 3 – 230 Reykjanesbær Mikið endurnýjað 208m2 einbýli. Endurinnréttað og hannað af Berglindi Berndsen arkitekt. Lýsing er hönnuð af Lumex. Innréttingar eru sérsmíðaðar. Þrjú herb. eru í húsi, bílskúrinn er 57m2 og er innréttaður sem íbúð. 49.900.000,- Brekkustígur 29 – 260 Reykjanesbær 3ja herbergja íbúð á annari hæð í rólegu fjölbýlishúsi. Íbúðin er samtals 78.7m2 og er geymsla í sameign allra. Stutt er í skóla, leikskóla, verslunarkjarna, banka og Nesvelli.  14.500.000,- Aðalgata 1 – 230 Reykjanesbær Glæsileg 3ja herbergja íbúð á 4. hæð í nýlegu fjölbýli. Íbúðin er samtals 94.2m2 og hefur sólarsvalir. Útsýni er yfir keflavík í suður, sameiginleg geymsla er í kjallara  21.500.000,- Njarðarbraut 3 – 260 Reykjanesbær 181m2 atvinnuhúsnæði við enda í botnlanga á Njarðarbraut. Stór innkeyrsluhurð og stórt malbikað plan fyrir framan og hlið. Hentar vel fyrir bílaleigu, verkstæði, bónstóð eða sambærilega starfsemi  19.700.000,- Víkurbraut 15 – 230 Reykjanesbær Vönduð 3ja herbergja enda íbúð á 3.hæð. Íbúðin er samtals 115m2 þar af 7,5m2 geymsla í kjallara. Sér stæði er í bílageymslu, mikið lagt í íbúðina (sjá á heimasíðu).  34.000.000,- Greniteigur 24 – 230 Reykjanesbær Skemmtilegt 4ja herbergja steinsteypt raðhús/tengihús. Eigning er samtals 170.3 fm þar af 35.7 fm bílskúr. Sólpallur með heitumpotti og innkeyrslan hellulögð.  26.900.000,- Stuðlaberg - Hafnargata 20 - 230 Reykjanesbæ - Sími 420 4000 - www.studlaberg.is 420 4000 s t u d l a b e r g . i s OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN 19. APRÍL KL. 14:00-15:00.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.