Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2015, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 16.04.2015, Blaðsíða 14
14 fimmtudaginn 16. apríl 2015 • VÍKURFRÉTTIR Chai & Engifer morgunboost Það hefur farið um mann smá kuldahrollur upp á síðkastið og því ég hef ég sótt óvenju mikið í hitagefandi jurtir og krydd eins og cayenne pipar, chili, svartan pipar og engifer hér og þar í matinn minn. Ég nota þessi krydd reyndar almennt mikið í súpur og pottrétti en hef líka tekið upp á því að skutla þessu í boostið mitt á morgnana. Ég er búin að finna æðislega bragð- góða samsetningu þar sem þessum ofurkryddum er laumað í boostið og líkaminn nýtur góðs af heilsueflandi áhrifunum, enda fjölþætt áhrif þessara krydda vel þekkt á heilsuna þ.á.m. aukið blóðflæði, bólgueyðandi áhrif og örvandi áhrif á efnaskiptin. Ég kýs að nota lífrænt jurta-hráfæðisprótein í þennan drykk en þetta er hreint og náttúrulegt prótein án allra aukaefna og gefur góða fyllingu og orku inn í daginn. Skutlið öllum hráefnunum í blandarann og best er að drekka þennan samstundis meðan drykkurinn er mátulega heitur. 1 heitur bolli af rauðrunnate (frá Clipper) 1 tsk kanill ½ tsk allrahanda krydd 2 tsk engifer duft ½ bolli möndlumjólk eða kókósmjólk 1-2 msk möndlusmjör Smá lífrænt hunang eða vanillustevía til að sæta 1 skúpa lífrænt plöntu-próteinduft (ef vill) (t.d. Warrior blend vanilla frá Sunwarrior) Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is, www.instagram.com/asdisgrasa, www.grasalaeknir.is HEILSUHORNIÐ ÁSDÍS GRASALÆKNIR SKRIFAR 11VÍKURFRÉTTIR • miðvikudaginn 1. apríl 2015 pósturu vf@vf.is-aðsent Á á r i n u 2 0 0 6 stýrði undir- rituð Ráðgjafar- stofu fyrir starfs- fólk varnarliðsins vegna brotthvarfs þess. Ánægjulegur hluti starfseminnar var að hafa milli- göngu um ný störf fyrir starfsfólk, störf sem urðu m.a. til við flutning á starfsemi fyrir- tækja eins og Já og vöruhúss Penn- ans til Reykjanesbæjar. Um þessar mundir, tæpum níu árum seinna, hefur markaðsumhverfi Já breyst og Já hefur því ákveðið að loka þjónustuveri sínu í Reykjanesbæ. Eftir standa átta starfsmenn, kon- ur, sem flestar hafa starfað hjá fyrir- tækinu lungann af þeim tíma sem þjónustuverið í Reykjanesbæ hefur verið starfrækt. Já stendur ekki á sama um afdrif starfsfólksins og fékk fyrirtæki mitt, Carpe Diem markþjálfun og ráð- gjöf, til að veita starfsfólki stuðning og ráðgjöf við atvinnuleit. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem Já leitar til okkar með verkefni sem þetta og er virðingarvert að skynja þann velvilja sem að baki býr er breytingar knýja að dyrum. Tilefni þessara skrifa er að vekja at- hygli á því frábæra starfsfólki sem verður á lausu frá og með 1. júní nk. Þær eiga það sameiginlegt að vera einstaklega þjónustulundaðar og fullar tilhlökkunar fyrir nýjum áskorunum og tala af virðingu um vinnuveitandann þó skilji nú leiðir. Flestar eru þær konur á besta aldri sem standa sína plikt og leggja alúð í störf sín. Vanti þig starfsmann í gesta- móttöku, á skrifstofu eða annað, ekki hika við að leita þær uppi eða hafa samband við undirritaða. Þeir vinnu- staðir sem njóta krafta þeirra í fram- tíðinni njóta góðs af áralangri reynslu og metnaði. Helga Jóhanna Oddsdóttir Carpe Diem markþjálfun og ráðgjöf ■■ Helga Jóhanna Oddsdóttir skrifar: Frábært starfs- fólk á lausu Ég h e f áv a l l t talið mig vera frekar fordóma- lausa, vel félags- lega þenkjandi og almennt vel upp- lýstan einstakling. Ég er félagsráð- gjafi að mennt og var að klára námið þegar sonur minn Leó Austmann fór í greiningu. Þegar Leó var 5 ára fékk hann formlega greiningu hjá Greiningarstöð ríkisins, dæmigerð einhverfa og þroskahömlun. Áfallið var mikið í byrjun, við vissum ávallt að eitthvað var að en þarna varð það eitthvað svo endanlegt. Við hjónin settumst fljótlega eftir greiningu niður og fórum yfir allt umhverfið í kringum strákinn, hverju þyrfti að breyta, hvað væri gott eins og það væri og fleira. Fórum yfir búsetu okkar, vinnutíma okkar, dvöl og aðstoð á leikskólanum, vini og allt sem tengdist hans félagslegu stöðu. Aldrei ræddum við um íþróttir fyrir hann eða veltum því fyrir okkur hvar væri best fyrir hann að æfa íþróttir, við töldum bara ein- hverra hluta vegna að íþróttir yrðu ekki hluti af hans umhverfi. Oft verða tilviljanir í lífinu sem breyta miklu Oft verða tilviljanir í lífinu sem breyta miklu og svo varð hjá okkur sem betur fer. Sumarið áður en Leó átti að hefja nám í grunnskóla var auglýst sundnámskeið fyrir börnin í Vogunum. Sá sem var með sund- námskeiðið hét Ingi Þór Einarsson sem margir þekkja er tengjast sundi fatlaðra. Ég mæti með Leó á nám- skeiðið full efasemda um hvort hann geti verið með hinum börnunum og hvort þjálfarinn ráði við eða skildi fötlun hans. Ingi er fljótur að taka hann í laugina og vísa mér frá á meðan æfingin var með orðunum „hvað af hverju ætti hann ekki að geta verið með“. Þar með var sundá- hugi Leós komin og sáum við for- eldrar hvað hann naut þess að vera á æfingum. Þá fyrst fórum við að ræða um hvort íþróttir ættu að vera hluti af hans félagslega umhverfi og hversu gott það væri fyrir hann. En efinn var mikill þar sem við sáum fyrir okkur að það eina sem væri í boði væri að æfa með almennu félagi þar sem önnur börn væru almennt getumeiri en hann. Hræðslan var að sá áhugi sem var komin myndi hverfa hratt ef hann væri ávallt síðastur að öllu á æfingum. Sonur okkar er með mikið keppniskap og hjá honum skiptir alltaf miklu máli í hvað sæti hann er, hvort sem það er á æfingu eða móti þá er árangurinn skráður. Þegar sundnámskeiðinu lauk talaði Ingi við okkur foreldrana og hvort við vildum ekki koma með strákinn í NES- Íþróttafélag fatlaðra á Suður- nesjum. Viðbrögð okkar beggja var „Ha – Barnið okkar, af hverju?“ Aldr- ei hafði hvarflað að okkur að hann ætti rétt á eða erindi í að æfa íþróttir með fötluðum. Eftir að hafa rætt þetta aðeins og Ingi sannfært okkur um að sonur okkar ætti fullt erindi inn í það íþróttafélag ákváðum við að mæta á kynningarkvöld hjá NES og í kjölfarið ákváðum við að prófa að leyfa honum að æfa einn vetur hjá NES. Besta ákvörðun sem við gátum tekið. Sundtökin á vatnsheldum miðum Hann var rosa ánægður þegar hann byrjaði að æfa sund með NES, en átti erfitt með að taka við munnlegum leiðbeiningum frá þjálfara og muna þær alla leiðina yfir sundlaugina. Við vorum svo heppin að Katrín Ruth Þorgeirsdóttir, þroskaþjálfi, sem er aðstandandi og ritari stjórnar NES bauðst til þess að aðstoða við að finna lausn. Hún hannaði vatnshelda miða sem voru með sundtök framan á og broskarl aftan á, hver sundgrein var með sérstakan lit og prófaði Ingi að nota þetta kerfi og þetta var algjör bylting. Hann varð miklu öruggari á æfingum og fékk hvatningu eftir hverja ferð, nokkuð sem hann þurfti á að halda. Hann notar ekki mið- ana lengur enda búinn að æfa sund í bráðum 4 ár hjá NES en hann notar ennþá litaflokkunina á sundgreinum. Ég er enn stundum spurð að því af hverju strákurinn minn æfir ekki sund í sínu bæjarfélagi, yrði svo miklu einfaldara fyrir okkur. Jú það má vera að það sé rétt en þetta snýst ekki um okkur foreldrana heldur um hvað er best fyrir hann og það er klár- lega að æfa með íþróttafélagi fatlaðra að okkar mati. Hann þarf að vera á æfingum þar sem honum er mætt á þeim stað sem hann er á hverju sinni, þar sem æfingar eru einstaklingsmið- aðar og iðkendur fá þann stuðning og umhverfi sem þau þurfa hverju sinni. Almennu félögin eru flest mjög góð en það eru almennt fleiri börn að æfa á móti hverjum þjálfara en hjá íþróttafélögum fatlaðra og er það vegna þess að þau þurfa meiri stuðning og aðstoð á æfingum, sér- staklega þegar þau eru minni. Sumir eiga við líkamlega fötlun að stríða og aðrir við andlega fötlun en öll þurfa þau yfirleitt einhvern stuðning til að læra að æfa íþróttir. Þegar um er að ræða andlega fötlun eins og hjá okkar barni þá sést það kannski ekki alltaf á þeim og þess vegna held ég að ég fái svona oft þessa spurningu um af hverju hann æfi með NES og er ef- laust líka ástæðan fyrir okkar eigin efa um að hann ætti erindi að æfa með íþróttafélag fatlaðra. Sonur minn hefði alveg getað æft með almennu félagi en ég tel að hann hefði aldrei náð þeim árangri sem hann hefur náð í sundi í dag og íþróttaáhugi hans hefði ekki orðið svona mikill. Hann talar um að það er gaman að æfa íþróttir en ekki í skólanum og ekki í frímínútum sem staðfestir þá skoðun okkar að hann þurfi og eigi að æfa með íþróttafélagi fatlaðra þar sem hann fær að njóta sín á jafnréttisgrundvelli og á möguleika á að vera góður, jafnvel fyrstur. Hann er svo upptekinn af því að æfa íþróttir í dag að hann er líka í frjálsum og í íþróttaskóla þar sem þemabundnar æfingar eru. Mikil þekking til innan íþróttafélaga fatlaðra Það er mikil þekking til innan íþróttafélaga fatlaðra og tel ég að það er einn auka bónus af því að fara með barnið mitt á æfingar hjá NES. Ég hitti aðra foreldra sem skilja mig svo vel, hafa gengið í gegnum svipaða hluti oft og það er ómetanlegt. For- eldrar skiptast á reynslu, vitneskju um réttindi, deila sigra barna sinna og fleira. Þetta tengslanet er og á ávallt að vera hluti af svona starfsemi að mínu mati. Þó svo að fjölskyldur flestra sýni mikin skilning og stuðn- ing þá er ýmislegtsem þeir skilja ekki sem eiga ekki fatlað barn. Við höfum líka verið mjög heppin með NES, það er mikið félagslíf innan félagsins. Mánaðarlegir hitt- ingar sem auka tengsl og samskipti á milli iðkenda og aðstandenda sem er bara af hinu góða. Mikið er í boði fyrir iðkendur og hefur Leó verið duglegur að nýta sér það flest og þykir fátt skemmtilegra en að fara til NES hvort sem það er á æfingu eða hitting, skiptir ekki öllu máli, bara að vera með. Hann hefur eignast marga góða vini í gegnum NES sem er mikil styrking fyrir hann félagslega. Hann hefur líka farið tvisvar til Malmö að keppa í sundi með NES og ferðirnar verið alveg frábærar og mikil upp- lífun. Það er erfitt að koma því til skila með orðum hvað sundið og æfingarnar hjá NES hafa gefið honum. Hann hefur fengið mikla sjálfsstyrkingu, sjálfsaga og mikilvæga hreyfingu og er þá fátt eitt talið. Hann veit að hann getur verið góður í íþróttum, hann veit að hann er ekki sá eini sem er ekki að passa inn í „normal“ kassann, hann er sem sagt ekki einn í sinni stöðu. Hann hefur hitt aðra krakka sem eru eins og hann eða hafa aðrar fatlanir en geta samt gert allt eins og hann, það er mjög þroskandi að upp- lifa það. Hann lýsir því best sjálfur af hverju hann á að æfa með NES. Þegar tveir vinir hans voru að spyrja hann af hverju hann vildi æfa með NES en ekki Þrótti (sem er í okkar bæjarfélagi) svaraði hann fljótt og örugglega: „Af því það er betra fyrir mig, ég er sko líka góður í íþróttum.“ Drífa B. Gunnlaugsdóttir Móðir iðkanda í NES ■■ Drífa B. Gunnlaugsdóttir, móðir iðkanda í NES skrifar: Ha? Barnið mitt? Möndlu- og hindberjamuffins Framundan er páskafrí með börnunum í góðu yfirlæti og þá getur verið notalegt að nostra svolítið í eldhúsinu og baka fyrir heimilisfólkið. Þessar muffins eru mjög gómsætar fyrir s áa sem stóra g tilvalið að skella í eina svona uppskrif og taka t.d. með í sumarbús að- inn eða ferðalagið. Gleðilega páska! 2 b heilar möndlur ½ b kókósflögur 1 tsk vínsteinslyftiduft ½ b kókóspálmasykur 1 tsk vanilluduft eða dropar ½ b fljótandi kókósolía ½ b fersk eða frosin hindber 4 egg • Hitið ofninn í 170°C. • Raðið 12 stk muffins formum á bökunarpappír. • Malið möndlur fínt í matvinnsluvél. • Blandið saman í skál þurrefnum. • Pískið saman í sér skál eggjum, olíu, vanillu og sætuefni. • Hægt að nota önnur sætuefni eins og sukrin gold, sugarless sugar, erythriol eða xylitol ef vill. • Blandið eggjablöndu út í skál með þurrefnum. • Hellið deiginu í muffins form og bætið hindberjum ofan á (þrýsta þeim létt ofan í deigið). • Bakið í 20 mín eða þar til muffins kökurnar eru orðnar gylltar. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is, www.pinterest.com/grasalaeknir HEILSUHORNIÐ ÁSDÍS GRASALÆKNIR SKRIFAR 11VÍKURFRÉTTIR • miðvikudaginn 1. apríl 2015 pósturu vf@vf.is-aðsent Á á r i n u 2 0 0 6 stýrði undir- rituð Ráðgjafar- stofu fyrir starfs- fólk varnarliðsins vegna brotthvarfs þess. Ánægjulegur hluti starfseminnar var að hafa milli- göngu um ný störf fyrir starfsfólk, störf sem urðu m.a. til við flutning á starfsemi fyrir- tækja eins og Já og vöruhúss Penn- ans til Reykjanesbæjar. Um þessar mundir, tæpum níu árum seinna, hefur markaðsumhverfi Já breyst og Já hefur því ákveðið að loka þjónustuveri sínu í Reykjanesbæ. Eftir standa átta starfsmenn, kon- ur, sem flestar hafa starfað hjá fyrir- tækinu lungann af þeim tíma sem þjónustuverið í Reykjanesbæ hefur verið starfrækt. Já stendur ekki á sama um afdrif starfsfólksi s og fékk fyrirtæki itt, Carpe Diem markþjálfun og ráð- gjöf, til að veita starfsfólki stuðning og ráðgjöf við atvinnuleit. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem Já leitar til okkar með verkefni sem þetta og er virðingarvert að skynja þann velvilja sem að baki býr er breytingar knýj að dyrum. Tilefni þessara skrifa er að vekja at- hygli á því frábæra starfsfólki sem verður á lausu frá og með 1. júní n . Þær eiga það sameiginlegt að vera einstaklega þjónustulundaðar og fullar tilhlökkunar fyrir nýjum áskorunum og tala af virðingu um vinnuveitandann þó skilji nú leiðir. Flestar eru þær konur á besta aldri sem standa sína plikt og leggja alúð í störf sín. Vanti þig starfsmann í gesta- móttöku, á skrifstofu eða annað, ekki hika við að leita þær uppi eða hafa samband við undirritaða. Þeir vinnu- staðir sem njóta krafta þeirra í fram- tíðinni njóta góðs af áralangri reynslu og metnaði. Helga Jóhanna Oddsdóttir Carpe Diem markþjálfun og ráðgjöf ■■ Helga Jóhanna Oddsdóttir skrifar: Frábært starfs- fólk á lausu Ég h e f áv a l l t talið mig vera frekar fordóma- lausa, vel félags- lega þ nkjandi og almennt vel upp- lýstan einstakling. Ég er félagsráð- gjafi að mennt og var að lára námi þegar sonur minn Leó Austmann fór í greiningu. Þegar Leó var 5 ára fékk hann formlega greiningu hjá Greiningarstöð ríkisins, dæmigerð einhverfa og þroskahömlun. Áfallið var mikið í byrjun, við vissum ávallt að eitthvað var að en þarna varð það eitthvað svo endanlegt. Við hjónin settumst fljótlega eftir greini gu niður og fórum yfir allt umhverfið í kringum strákinn, hverju þyrfti að breyta, hvað væri gott eins og það væri og fleira. Fórum yfir búsetu okkar, vinnutíma o kar, dvöl og aðstoð á leikskólanum, vini og allt sem tengdist hans félagslegu stöðu. Aldrei ræddum við um íþróttir fyrir hann eða veltum því fyrir okkur hvar væri best fyrir hann að æfa íþróttir, við töldum bara ein- hverra hluta vegna að íþróttir yrðu ekki hluti af hans umhverfi. Oft verða tilviljanir í lífinu sem breyta miklu Oft verða tilviljanir í lífinu sem breyta miklu og svo varð hjá okkur sem betur fer. Sumarið áður en Leó átti að hefja nám í grunnskóla v r auglýst sundnámskeið fyrir börnin í Vogunum. Sá sem var með sund- námskeiðið hét Ingi Þór Einarsson sem margir þekkja er tengjast sundi fatl ðra. Ég mæti með Leó á ám- skeiðið full efasemda um hvort hann geti verið með hinum börnunum og hvort þjálfarinn ráði við eða skildi fötlun hans. Ingi er fljótur að taka ha n í laugina og vísa mér frá á meðan æfingin var með orðunum „hvað af hverju ætti hann ekki að geta verið með“. Þar með var sundá- hugi Leós komin og sáum við for- eldrar hvað hann naut þess að vera á æfingum. Þá fyrst fórum við að ræða um hvort íþróttir ættu að vera hluti af hans félagslega umhverfi og hversu gott það væri fyrir hann. En e inn var mikill þar sem við sáum fyrir okkur að það eina sem væri í boði væri að æfa með almennu félagi þar sem önnur börn væru almennt getumeiri en hann. Hræðslan var að s áhugi sem var komin myndi hverfa hratt ef hann væri ávallt síðastur að öllu á æfingum. Sonur okkar er með mikið keppniskap og hjá honum skiptir alltaf miklu máli í hvað sæti hann er, hvort sem það er á æfingu eða móti þá er árangurinn skráður. Þegar sundnámskeiðinu lauk talaði Ingi við okkur foreldrana og hvort við vildum ekki koma með strákinn í NES- Íþróttafélag fatlaðra á Suður- nesjum. Viðbrögð okkar beggja var „Ha – Barnið okkar, af hverju?“ Aldr- ei hafði hvarflað að okkur að hann ætti rétt á eða eri di í að æfa íþróttir með fötluðum. Eftir að hafa rætt þetta aðeins og Ingi sannfært okkur um að sonur okkar ætti fullt erindi inn í það íþróttafélag ákváðum við að mæta á kynningarkvöld hjá NES og í kjölfarið ákváðum við að prófa að leyfa honum að æfa einn vetur hjá NES. Besta ákvörðun sem við gátum tekið. Sundtökin á vatnsheldum miðum Hann var rosa ánægður þegar hann byrjaði að æfa sund með NES, en átti erfitt með að taka við munnlegum leiðbeiningum frá þjálfara og muna þær alla leiðina yfir sundlaugina. Við vorum svo heppin að Katrín Ruth Þorgeirsdóttir, þroskaþjálfi, sem er aðstandandi og ritari stjórnar NES bauðst til þess að a stoða við að finna lausn. Hún hannaði vatnshelda miða sem voru með sundtök framan á og broskarl aftan á, hver sundgrein var með sé stakan lit g prófaði Ingi að nota þetta kerfi og þetta var algjör bylting. Hann varð miklu öruggari á æfingum og fékk hvatningu eftir hverja ferð, nokkuð sem hann þurfti á að halda. Hann notar ekki mið- ana lengur enda búinn að æfa sund í bráðum 4 ár hjá NES en hann notar ennþá litaflokkunina á sundgreinum. Ég er enn stundum spurð að því af hverju strákurinn minn æfir ekki sund í sínu bæjarfélagi, yrði svo miklu einfaldara fyrir okkur. Jú það má vera að það sé rétt en þetta snýst ekki um okkur foreldrana heldur um hvað er best fyri hann og það er klár- lega að æfa með íþróttafélagi fatlaðra að okkar mati. Hann þarf að vera á æfingum þar sem honum er mætt á þeim stað sem hann er á hverju sinni, þar sem æfingar eru einstaklingsmið- aðar og iðkendur fá þann stuðning og umhverfi sem þau þurfa hverju sinni. Almennu félögin eru flest mjög góð en það eru almennt fleiri börn að æfa á móti hverjum þjálf ra en hjá íþróttafélögum fatlaðra og er það vegna þess að þau þurfa meiri stuðning og aðstoð á æfingum, sér- sta lega þegar þau eru minni. Sumir eiga við líkamlega fötlun að stríð og aðrir við andlega fötlun en öll þurfa þau yfirleitt einhvern stuðning til að læra að æfa íþróttir. Þegar um er að ræða andlega fötlun eins og hjá okkar barni þá sést það kannski ekki alltaf á þeim og þess vegna held ég að ég fái svona oft þessa spurningu um af hverju hann æfi með NES og er ef- laust líka ástæðan fyrir okk r eigin efa u að hann ætti erindi að æfa með íþróttafélag fatlaðra. Sonur minn hefði alveg getað æft með almennu félagi en ég tel að h nn hefði aldrei náð þeim árangri sem hann hefur náð í sundi í dag og íþróttaáhugi hans hefði ekki orðið svona mikill. Hann talar um að það er gaman að æfa íþróttir en ekki í skólanum og ekki í frímínútum sem staðfestir þá skoðun okkar að hann þurfi og eigi að æfa með íþróttafélagi fatlaðra þar sem hann fær að njóta sín á jafnréttisgrundvelli og á möguleika á að ver góður, jafnvel fyrstur. Hann er svo upptekinn af því að æfa íþróttir í dag að hann er líka í frjálsum og í íþróttaskóla þar sem þemabundnar æfingar eru. Mikil þekking til innan íþróttafélaga f tl ðra Það er mikil þekking til innan íþróttafélaga fatlaðra og tel ég að það er einn auka bónus af því að fara með barnið mitt á æfingar hjá NES. Ég hitti aðra foreldra sem skilja mig svo vel, hafa gengið í gegnum svipaða hluti oft og það er ómetanlegt. For- eldrar skiptast á reynslu, vitneskju um réttindi, deila sigra barna sinna og fleira. Þetta tengslanet er og á ávallt að vera hluti af svona starfsemi að mínu mati. Þó svo að fjölskyldur flestra sýni mikin skilning og stuðn- ing þá er ýmislegtsem þeir skilja ekki sem eiga ekki fatlað barn. Við höfum líka verið mjög heppin með NES, það er mikið félagslíf innan félagsins. Mánaðarlegir hitt- in ar sem auka tengsl og samskipti á milli iðkenda og aðstandenda sem er bara af hinu góða. Mikið er í boði fyrir iðkendur og hefur Leó verið duglegur að nýta sér það flest og þykir fátt skemmtile ra n ð fara til NES hvort sem það er á æfingu eða hitting, skiptir ekki öllu máli, bara að vera með. Hann hefur eignast marga góða vini í gegnum NES sem er mikil styrking fyrir hann félagslega. Hann hefur líka farið tvisvar til Malmö að keppa í sundi með NES og ferðir ar verið alveg frábærar og mikil upp- lífun. Það er erfitt að koma því til skila með orðum hva sundið og æfingarnar hjá NES hafa gefið honum. Hann hefur fengið mikla sjálfsstyrkingu, sjálfsaga og mikilvæga hreyfingu og er þá fátt eitt talið. Hann veit að hann getur verið góður í íþróttum, h nn veit að hann er ekki sá eini sem er ekki að passa inn í „normal“ kassann, hann er sem sagt ekki einn í sinni stöðu. Hann hefur hitt aðra krakka sem eru eins og hann eða hafa aðrar fatlanir e geta samt gert allt eins og hann, það er mjög þroskandi að upp- lifa það. Hann lýsir því best sjálfur af hverju hann á að æfa með NES. Þegar tveir vinir hans voru að spyrja hann af hverju hann vildi æfa með NES en ekki Þrótti (sem er í okkar bæjarfélagi) svaraði hann fljótt og örugglega: „Af því það er betra fyrir mig, ég er sko líka góður í íþróttum.“ Drífa B. Gunnlaugsdóttir Móðir iðkan í NES ■■ Drífa B. Gunnlaugsdóttir, móðir iðkanda í NES skrifar: Ha? Bar ið mitt? Möndlu- og hindberjamuffins Framundan er páskafrí með börnunum í góðu yfirlæti og þá getur verið notalegt að nostra svolítið í eldhúsinu og baka fyrir heimilisfólkið. Þessar muffins eru mjög gómsætar fyrir smáa sem stóra og tilvalið að skella í eina svo a uppskrift og taka t.d. með í sumarbústað- inn eða ferðalagið. Gleðilega páska! 2 b heilar möndlur ½ b kókósflögur 1 tsk ínsteinslyftiduft ½ b kókóspálmasykur 1 tsk vanilluduft eða dropar ½ b fljótandi kókósolía ½ b fersk eða frosin hindber 4 egg • Hitið ofninn í 170°C. • Raðið 12 stk muffins formum á bökunarpappír. • Malið möndlur fínt í matvinnsluvél. • Blandið saman í skál þurrefnum. • Pískið saman í sér skál eggjum, olíu, va illu og sæt efni. • Hægt að nota önnur sætuefni eins og sukrin gold, sugarless sugar, erythriol eða xylitol ef vill. • Blandið eggjablö du út í skál með þurrefnum. • Hellið deiginu í muffins form og bætið hindberjum ofan á (þrýsta þeim létt ofan í deigið). • Bakið í 20 mín eða þar til muffins kökurnar eru orðnar gylltar. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is, www.pinterest.com/grasalaeknir HEILSUHORNIÐ ÁSDÍS GRASALÆKNIR SKRIFAR Valur Margeirsson er fallinn frá en hann lést 8. apríl sl. Hann er upphafsmaður baða í Bláa lóninu og uppgötvaði lækn- ingamátt lónsins við orkuver Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi fyrstur manna. Valur hafði séð viðtal við verkfræðing hjá hita- veitunni sem sagði að ekki væri ólíklegt að psoriasis-sjúklingar gætu haft gott af því að liggja í lóninu. Valur „baðaði sig þarna lang- fyrstur allra, til að kanna lækninga- mátt þessa affallssjávar. „Á þeim tíma sögðu menn að ég hlyti að vera kolbrjálaður að ætla mér að taka þennan mikla sjéns og fara að baða mig í þessum „drullu- polli“ eins og yfirlæknirinn orðaði það, en það var í byrjun septem- ber 1981. Í fyrsta lagi væri botninn stórhættul gur vegn hvassra og beittra hraunnibba sem auðveld- lega hefðu getað skaðað mann og í öðru lagi gætu ýmis eit re ni v rið í þessum legi sem gætu verið stór- skaðleg heilsunni, auk þes sem hitastigið væ i mjög sveiflukennt og gætu menn því brennt sig alvar- lega. Enginn ildi leypa ér þarna ofan í og varð ég að fá sérstakt leyfi frá þáverandi hitaveitustjóra, Ing- ólfi Aðalsteinssy , se í upphafi neitaði mér alfarið u þessa „fífl- djörfu ævintýramennsku“ eins og hann orðaði það, enda hefðu men forðast að ko ast í snertingu við þennan lög. En ég gafst ekki upp og að lokum samþykkti itaveitu- stjórinn að lí a í ina áttina, en þetta yrði alfarið á mína eigin ábyrgð. Upphafsma ur baða í lá lón nu f llinn frá Það v r því talsverð spe na eðal starfsmanna Hitaveitu nar, þegar ég mætti í fyrsta skipti til að baða ig, enda höfðu þeir á orði a ég væri sá fyrsti sem rey di þessa böðun. En svo ég geri langa sögu stutta að þá fann ég strax að þ rna h fði eitthvað merkilegt átt sér s að. Mig hætti t.d. að klæja á 3ja degi og áður en mánuðurinn var liðinn var ég nánast blettalaus. Eitthvað sem ég hafði ekki verið, frá því að ég fékk sjúkdóminn á unga aldri,“ segir Valur Margeirsson í grein í Víkurfréttum. Í greininni sagðist Valur upphafsmaðu þess að baða s g í lónunu og jafnframt hafi h nn kallað lónið í Svartsengi Bláa lónið í viðtali við blaða ann Vísis á árinu 1981. „Ég minnist þess að áður en ég fór í þessa böðun, þá hafði ég s m- band vi húðlækn mi n, þar sem ég tjáði honum fyrirætlanir mínar. Hann hafði enga fordóma gagnvart þessum hugmyndum og hvatti mig til að prófa. Yfirlæknir húðdeildar- i nar á Landspítal num v r hins vegar á öðru máli og taldi að þetta væri drullupollur sem engin áhrif myndi hafa. Þess má svo geta að sífellt fleiri og fleiri fóru að mæta þarna og baða sig með sömu áhrifum og ég hafði upplifað. Frá upphafi lá ég aldrei á þessum upplýsingum og vildi að sem flestir gætu notið þess lækn- ing átta em ég hafði uppgötvað á eigin spýtur,“ sagði Valur í grein- inni í Víkurfréttum. Útför Vals Margeirssonar verður gerð frá Keflavíkurkirkju á morgun. Styrktarreikningur hefur verið stofnað r veg a útf rarinna , í nafni dóttur hans, Ástu Valsdóttur. R ikni gur 0142-05-005517 Kt: 050169-3249. Fólk er hvatt til að setja í skýringu „Í minningu Vals“. Úrklippa úr Vísi frá árinu 1981 þar sem er fjallað um böð Vals Margeirssonar í lóninu í Svartsengi. Magni söngvari var góður en það voru tónleika- gestir líka eins og sjá má að ofan. STUÐ Í STAPA! F.v.: Erla, Svana, Guðni, Herborg og Guðjón. Tómas, Magga, Ragn- hildur og Jónas. F.v.: Magnús Torfa, Björk, Oddný, Lovísa og Jón N. Stefán Dimmusöngvari fór mikinn í söngnum og eignaðist marga nýja aðdáendur þetta kvöld. Fimmtudaginn 16. apríl 2015 kl. 19:00 á Flughóteli Hafnargötu 57 í Reykjanesbæ. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar fyrir síðasta starfsár. 2. Endurskoðaðir reikningar fyrir sí astliðið. reikningsár lagðir fram til samþykktar. 3. Kosningar (stjórn og skoðu armenn reikninga). 4. Kosnir fulltrúar á aðalfund Krabbameinsfél gs Íslands. 5. Önnur mál. 6. Fræðsluerindi. Halldór Jónsson jr. bæklunarskurðlæknir ytur erindi um krabbamein í toðker. Félagar og velunnar r Krabbameinsfélags Suðurnesja eru hvattir til að mæta. Stjórnin. AÐALFUNDUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.