Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2015, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 16.04.2015, Blaðsíða 13
13VÍKURFRÉTTIR • fimmtudaginn 16. apríl 2015 Auglýsing um prestskosningu í Keflavíkurprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi, framlagningu kjörskrár og utankjörstaðaatkvæðagreiðslu. Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur samkvæmt lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997, með síðari breytingum og starfsreglum um val og veitingu prestsembætta nr. 1109/2011, með síðari breytingum, ákveðið að kosning sóknarprests í Keflavíkurprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi fari fram frá kl. 13:00 til kl. 20:00, föstudaginn 8. maí 2015 í Oddfellowhúsinu, Grófinni 6 í Reykjanesbæ. Einn er í kjöri, séra Erla Guðmundsdóttir. Kjörskrá verður lögð fram á aðgangsstýrðum vef þann 15. apríl 2015. Slóð á vefinn er hægt að nálgast á vefsíðunni kirkjan.is. Þar getur kjósandi flett upp hvort hann sé á kjörskrá. Við aðgangsstýringuna er notuð almenn innskráningarþjónusta s.s. Íslykill Þjóðskrár Íslands, sbr. 18. gr. fyrrgreindra starfsreglna. Kjörskrá verður aðgengileg til og með 7. maí 2015. Á kjörskrá skal taka: Þá sem eru í íslensku þjóðkirkjunni og eiga lögheimili í prestakallinu þegar kjörskrá er lögð fram (þ.e. 15. apríl 2015) og hafa náð 18 ára aldri þegar kosning fer fram (þ.e. 8. maí 2015). Kærur til breytinga á kjörskrá þurfa að hafa borist kjörstjórn að biskupsstofu, Laugavegi 31, 101 Reykjavík, fyrir miðnætti fimmtudaginn 23. apríl 2015. Kærur má senda á netfangið hanna.sampsted@kirkjan.is Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram frá 27. apríl til og með 7. maí 2015 á biskupsstofu, Laugavegi 31 í Reykjavík, frá kl. 09:00 til 16:00 alla virka daga og í Oddfellowhúsinu, Grófinni 6 í Reykjanesbæ sem hér segir: Mánudaginn 27. apríl frá kl. 15:00 til kl. 18:00. Miðvikudaginn 29. apríl frá kl. 15:00 til kl. 18:00. Laugardaginn 2. maí frá kl. 13:00 til kl. 16:00. Þriðjudaginn 5. maí frá kl. 15:00 til kl. 18:00. Vistmenn í hjúkrunarheimilinu Hlévangi geta kosið mánudaginn 27. apríl frá kl. 13:00 til kl. 15:00 á Hlévangi. Reykjavík, 13. apríl 2015 f.h. kjörstjórnar þjóðkirkjunnar Hjördís Stefánsdóttir, formaður. Samkaup leitar að öFlugum starFskraFti samkaup leitar að áhugsömum, jákvæðum og skipulögðum aðila í starf við móttöku- og almenn skrifstofustörf á aðalskrifstofu félagsins í reykjanesbæ. umsækjandi þarf að hafa stúdentspróf, góða tölvukunnáttu og gott vald á íslensku og ensku. Um fullt starf er að ræða og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. samkaup á og rekur 47 verslanir um allt land en hjá fyrirtækinu starfa um 900 manns og þar af 30 á aðalskrifstofu. Nánari upplýsingar um starfið veitir Falur J. Harðarson starfsmanna- stjóri. umsóknir berist fyrir 25. apríl á netfangið umsokn@samkaup.is & nettó atvinna Kvöldstund með Kór Keflavíkurkirkju Kvöldstund með Kór Keflavíkurkirkju hefur fengið góðar viðtökur bæjar- búa í vetur en hún er haldin þriðja þriðjudag í hverjum mánuði þar sem kórfélagar koma fram og skemmta sér og öðrum. Næsta kvöldstund verður haldin í Kirkjulundi þriðju- daginn 21. apríl kl. 20:00. Að þessu sinni mun tenórinn Elmar Þór Hauksson stíga á stokk ásamt Arnóri B. Vilbergssyni organista og öðrum góðum gestum. Að venju verður kaffihúsastemmning í Kirkjulundi, heitt á könnunni og með því. Allir velkomnir en kórinn safnar frjálsum framlögum í ferðasjóð. Styrktaraðili tónleikanna er Íslandsbanki. Fagna frekari uppbyggingu í Grindavík Fjárfestingasamningur íslenska ríkisins við Matorku ehf. var til umfjöll- unar á síðasta fundi bæjarstjórnar Grindavíkur en samningurinn var lagður fyrir bæjarstjórn til upplýsingar. Fulltrúar D-lista í bæjarstjórn Grindavíkur bókuðu um samninginn og fagna frekari atvinnuuppbyggingu í Grindavík. Þeir lýsa jafnframt yfir ánægju með að aðilar velji Grindavík sem heppilegan kost fyrir fyrirtæki sín. Ytri-Njarðvíkurkirkja Aðalsafnaðarfundur haldinn í safnaðarsal kirkjunnar 19. apríl kl.12:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefnd Frá og með næsta hausti munu nemendur sem lokið hafa 7. bekk og búa á Ásbrú stunda nám í Heiðarskóla, en ekki Njarðvíkur- skóla líkt og verið hefur undan- farin ár. Ástæða þessarar breyt- ingar er að Njarðvíkurskóli er nú þéttsetinn á unglingastigi en rýmra er um nemendur í Heiðar- skóla. Með breytingunni verða bekkjardeildir jafnari að stærð í báðum skólum, nemendum til hagsbóta. Þetta kemur fram í til- kynningu frá Gylfa Jóni Gylfa- syni, fræðslustjóra Reykjanes- bæjar, í bréfi til foreldra barna í 8. - 10. bekk í Háaleitisskóla. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að nægur tími verði gefinn til aðlögunar. Þannig geti nemendur á unglingastigi sem þegar hafa hafið nám í Njarðvíkurskóla lokið námi þar óski foreldrar þess. Enn fremur geti nemendur á unglingastigi sem búa á Ásbrú og eiga systkini í Njarðvíkurskóla stundað nám sitt þar óski foreldrar þess. Því megi vera ljóst að breytingin verði hæg og gangi yfir á nokkrum árum að fullu. Unglingastig Háaleitisskóla flyst úr Njarðvíkurskóla í Heiðarskóla ■■ Góð viðbrögð við aðsendu greininni „Klukk, þú ert’ann!“: Ég hef aðallega verið að fá við-brögð í formi samskipta á Fa- cebook. Hugmyndir hafa kviknað víða um virkja íbúa hverfa til sam- veru og útiveru. Fólk hefur spurt okkur hjónin hvernig hægt sé að koma hugmyndum í framkvæmd. Fólk þurfti bara smá spark í rass- inn,“ segir Guðmundur Stefán Gunnarsson, íbúi í Reykjanesbæ. Víkurfréttir birtu í síðustu viku grein eftir hann, „Klukk, þú ert’ann!“ sem vakið hefur mikla athygli. Greininni hefur m.a. verið deilt á hverfissíðum á Facebook og umræða hefur orðið um að sniðugt væri að sameinast um að skipu- leggja útiveru foreldra og barna. „Í mínu hverfi ætlum við t.d. að hitt- ast við Akurskóla í næstu viku og fara í leiki með börnunum okkar og grilla saman og fara í leiki á Jóns- messunni. Þetta er sjálfbært verk- efni og það er sjálfsagt að hjálpa fólki að finna réttu leiðirnar til að koma hugmyndum sínum í fram- kvæmd. Hættum að röfla um hvað allt er dýrt og gerum það sem við getum gert til að búa til betra sam- félag fyrir krakkana okkar,“ segir Guðmundur. Margir vilja fara út að leika

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.