Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2015, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 30.04.2015, Blaðsíða 4
4 fimmtudagur 30. apríl 2015 • VÍKURFRÉTTIR -fréttir pósturu vf@vf.is Tæknifræðingurinn og frum-kvöðullinn Sigurður Örn Hreindal Hannesson hefur haft í nógu að snúast undanfarin miss- eri. Sigurður Örn er 29 ára en hann útskrifaðist úr tæknifræði- náminu frá Keili seinasta sumar sem Mekatróník hátæknifræð- ingur og fékk þar að auki viður- kenningu frá Tæknifræðinga- félagi Íslands fyrir lokaverkefni sitt sem bar heitið Nálavindivél. Sigurður Örn var nýverið kosinn í stjórn Tæknifræðingafélags Ís- lands þar sem hann gegnir stöðu gjaldkera og ætlar hann að beyta sér fyrir því að efla kynningar- starf í tæknifræði og frumkvöðla- starfsemi á Suðurnesjum. Ævintýrið hjá Sigurði Erni hófst svo fyrir alvöru í febrúar á þessu ári þegar hann sendi eina af hug- myndum sínum í frumkvöðla- keppnina Gulleggið sem haldið er af Klak Innovit ásamt fleirum og lenti þar í 2. sæti auk þess að sópa að sér fjölda aukaverðlauna, meðal annars frá KPMG, Lögfræðistof- unni Advel og Íslandsstofu. Eftir keppnina stofnaði hann fyrir- tækið Mekano ehf. sem er stað- sett í frumkvöðlasetrinu Eldey á Ásbrú. Þessa stundina er Mekano að fullgera hönnun á nýrri kyn- slóð fjöltengja. Mekano fjöltengið er samansett einingafjöltengi fyrir allar gerðir raftækja og er mun minna í sniðum en þau fjöltengi sem þekkjast í dag. Verkefnið miðar að því að fækka snúrum, nýta pláss betur, ásamt því að koma í nýstár- legu, stílhreinu og flottu útliti. Í liðinni viku var Mekano svo til- nefnt til Nordic Startup Awards sem Best Newcomer eða besti ný- liði sprotafyrirtækja frá Íslandi og er þessi keppni ein af stóru við- burðunum í nýsköpun á norður- löndunum. Útlitið á fjöltengum Mekano hefur enn ekki verið gert opinbert en hægt er að fylgjast með framgangi mála á www.mekano.is og hugsan- lega að vera einn af þremur sem hlítur byrjunarpakka frá Mekano um leið og varan kemur á markaði. Mekano ætlar sér stóra hluti í fram- tíðinni. Stefnan er að koma fyrstu vörunum á markað um næstu ára- mót og hefja svo útflutning í fram- haldinu. Þau skilaboð sem Sigurður Örn hefur til ungra Suðurnesja- manna, sem hafa áhuga á tækni og nýsköpun, vilja reka sitt eigið fyrir- tæki framtíðinni og stefna hátt, þá eiga þeir heima í tæknifræðinám- inu hjá Keili upp á Ásbrú. Sandgerði réttu megin við núllið – jákvæð rekstrarniðurstaða Sandgerðisbæjar á árinu 2014 Ársreikningur Sandgerðisbæjar fyrir árið 2014 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 21. apríl sl. Síðari umræðan fer fram 5. maí. Rekstrarniðurstaðan er já- kvæð um 43 milljónir króna og 114 milljónum króna betri en áætlun ársins gerði ráð fyrir. Niðurstaða ársreikningisins gefur skýrt til kynna að fjárhagslegar að- gerðir síðustu ára eru að skila sér. Undanfarin ár hafa farið fram miklar aðgerðir til að endurskipu- leggja fjárhag sveitarfélagsins og upp- fylla ákvæði fjármálareglna sveitar- stjórnarlaga. Árið 2014 var haldið áfram með hagræðingaraðgerðir auk þess sem farið var í endurfjár- mögnun skulda og lokið við upp- kaup á eignum sem áður voru í eigu Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagns- liði í A og B hluta er jákvæð um 139 millj. kr. Rekstur málaflokka og stofnana er innan áætlunar og oft vel það þrátt fyrir mikla hækkun lífeyris- skuldbindinga. Fjármagnsgjöld umfram fjármagns- tekjur lækka umtalsvert milli ára eða úr 253 milljónum kr. árið 2013 í 96 milljónir kr. árið 2014. Þessi lækkun skýrist m.a. af lágri verðbólgu á árinu, uppkaupum eigna og skuldbreytingu lána. Handbært fé frá rekstri er 262 millj- ónir kr. og hefur hækkað frá fyrra ári um tæpar 87 milljónir. Kennitölur í rekstri sýna að fjárhagslegur styrkur Sandgerðisbæjar er að aukast. Fram- legðarhlutfall A og B hluta er 18% og skuldaviðmiðið er komið í 201% en var tæp 227% árið 2013 og hefur lækkað umtalsvert á undanförnum árum. Skuldaviðmiðið fyrir A hluta er 149% en var árið 2013 tæp 170%. Ef áætlanir næstu ára standast mun rekstrarjöfnuður nást eigi síðar en á árinu 2017 og skuldaviðmiðið fyrir A og B hluta verður komið niður fyrir hin lögbundnu 150% á árinu 2019. „Þessi niðurstaða ársreikninganna er mjög jákvæð fyrir okkur Sand- gerðinga,“ segir Ólafur Þór Ólafs- son forseti bæjarstjórnar Sandgerðis- bæjar. „Í fyrsta skipti frá árinu 2007 er rekstur Sandgerðisbæjar réttu megin við núllið eftir að tekið hefur verið tillit til fjármagnsliða sem er einstaklega ánægjulegt og sýnir að aðgerðir síðustu ára eru að skila ár- angri. Þá gleður það ekki síður að við færumst nær fjárhagslegum mark- miðum okkar hraðar en áætlanir gera ráð fyrir og ættum að standast öll fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnalaga innan fjögurra ára,“ segir Ólafur jafn- framt. „Ég vil ekki draga úr mikilvægi ytri þátta en tel þó að þennan árangur megi að stærstum hluta þakka sam- stöðu allra aðila í þessu erfiða verk- efni hvort sem það er í bæjarstjórn, í starfsliði sveitarfélagsins eða meðal íbúa. Svona góður árangur næst ekki nema allir standi saman“. Haldlögðu fíkni- efni og neyslutól Xu L ögreglan á Suðurnesjum lagði um helgina hald á fíkniefni í húsnæði í Reykjanesbæ. Megna kannabislykt lagði á móti lög- reglumönnum þegar þeir komu á staðinn. Í stofunni voru nokkrir einstaklingar og fíkniefni og neyslutól lágu á stofuborði. Að auki reyndist einn vera með meint amfetamín í fórum sínum. Þá hafði lögregla afskipti af tveimur ökumönnum vegna gruns um fíkni- efnaakstur. Annar þeirra játaði neyslu og sýnatökur á lögreglustöð staðfestu neyslu hins ökumannsins. Bíræfinn bifhjóla- maður í ofsaakstri XuBíræfinn ökumaður bifhjóls reyndi nýverið að stinga lögregl- una á Suðurnesjum af með ofsa- akstri. Ók hann allt hvað aftók um götur Keflavíkur, göngustíg, tún og móa og reiðveg uns hann gafst upp á akstrinum og reyndi að fela hjólið og sig við húsnæði í Reykja- nesbæ. Upphaf máls var að lögreglumenn voru við hefðbundið umferðar- eftirlit þegar bifhjóli var ekið á móti þeim á öfugum vegarhelmingi á alltof miklum hraða miðað við gildandi hámarkshraða. Þegar öku- manni hjólsins var gefið merki um að stöðva það gaf hann allt í botn og lá leiðin um vegi og vegleysur. Var akstur hans með þeim hætti að hjólið fór í loftköstum á köflum. Lögreglumenn fylgdust með akstri hans sem linnti svo með ofan- greindum hætti. Ökumaðurinn var handtekinn og færður á lögreglu- stöð þar sem hann játaði að vera ekki með ökuréttindi á bifhjólið og iðraðist sáran gjörða sinna. X■ Mekano ehf. í frumkvöðlasetrinu Eldey á Ásbrú: Fyrirtækið tilnefnt til Nordic Startup Awards - og hannar nýja kynslóð fjöltengja Sigurður Örn Hreindal er 29 ára Mekatróník há- tæknifræðingur af Suður- nesjum sem hefur komið sér fyrir í Eldey á Ásbrú í Reykjanesbæ. Sumarið 2015 fær Reykjanesbær styrk frá Vinnumálastofnun fyrir 10 störfum fyrir námsmenn í háskólanámi. Um er að ræða fjölbreytt störf en þau eru: • Ráðgjafi í barnavernd hjá Velferðarsviði • Ráðgjafar í félagsþjónustu á Velferðarsviði • Skjalavinnsla á Velferðarsviði • Ráðgjöf og stuðningur í heimahúsum • Tveir safnafulltrúar í söfn bæjarins • Skalavinnsla hjá Umhverfissviði Nánari upplýsingar um störfin veita framkvæmdar- stjórar Umhverfissviðs, Guðlaugur H. Sigurjónsson, Velverðarsviðs, Hera Ósk Einarsdóttir og Menningar- sviðs, Valgerður Guðmundsdóttir. Sótt er um störfin á vef Reykjanesbæjar: www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf þar sem nálgast má nánari upplýsingar um störfin og hæfniskröfur. Með umsókn þarf að fylgja staðfesting á að umsækjandi hafi verið í námi á vorönn og sé skráður í háskólanám á haustönn. Í Barnaverndarlögum nr. 80/2002 kemur fram að frá 1. maí til 1. september lengist útvistartími barna þannig að börn 12 ára og yngri skulu ekki vera úti lengur en til kl. 22:00 nema í fylgd með fullorðnum og börn á aldrinum 13-16 ára skuli ekki vera ein á almannafæri eftir klukkan 24:00. SUMARSTÖRF Í BOÐI FYRIR NÁMSMENN Í HÁSKÓLANÁMI BREYTTUR ÚTIVISTARTÍMI HEIÐARSEL ATVINNA Heilsuleikskólinn Heiðarsel óskar eftir leikskóla- kennara í stöðu deildarstjóra frá og með 10. ágúst nk. Einnig er óskað eftir leikskólakennurum, þorskaþjálfa eða öðru uppeldismenntuðu starfsfólki frá og með 10. ágúst nk. Leikskólinn Heiðarsel er heilsuleikskóli sem starfar eftir heilsustefnunni. Áhersla er lögð á hreyfingu, næringu og sköpun í leik og starfi. Umsóknarfrestur er til 19. maí nk. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf þar sem einnig er að finna upplýsingar um menntunar- og hæfniskröfur. Frekari upplýsingar veitir Kolbrún Sigurðardóttir leikskólastjóri í síma 4203131/8665936 eða kolbrún.sigurdardottir@heidarsel.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.