Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2015, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 30.04.2015, Blaðsíða 26
26 fimmtudagur 30. apríl 2015 • VÍKURFRÉTTIR Þegar Erla Guðmunds-dóttir kom í fyrsta skiptið inn á skrifstofuna mína, í ágústmánuði 2006, sagði ég henni að Keflavíkursókn ætti eftir að verða besti söfnuður á Íslandi. Ekki vissi ég á þeirri stundu hvernig við ætluðum að ná því mark- miði, og raunar er minnist ég þess ekki að hugmyndin hafi áður kviknað í kolli mínum. Eftir á að hyggja, þá var það þessi nýjasti liðsmaður kirkjunnar, sem lét mig missa þessa yfirlýsingu út úr mér. Áhugi hennar var svo smitandi og ekki fór á milli mála hversu sterkar taugar hún bar til safnaðarins. Erla - eða séra Erla eins og hún varð síðar - er Suðurnesjakona eins og þær gerast bestar. Hún á ættir að rekja til fólks sem ól önn fyrir Keflavíkurkirkju, ræsti hana, snyrti og lagaði það sem laga þurfti. Formæður hennar saum- uðu altarisdúka og lögðu mikið á sig til að þetta hjarta samfélagsins, væri um leið prýði þess og stolt. Þetta fólk leit á hina öldnu og tignarlegu byggingu sem framlengingu af eigin heimili og eigin lífi og þannig hugsar séra Erla líka. Ekki er annað hægt en að hrífast af þeim metnaði sem hún ber til safnaðar- starfsins. Upp úr þeim jarðvegi vann söfnuðurinn sín afrek. Já, kraftaverkin áttu eftir að gerast. Á sama tíma og kirkjan var skuldug upp fyrir hnettina tvo sem tróna á turn- inum, reif hópur leiðtoga kirkjustarfið upp í sögulegar hæðir. Á þeim dögum þegar samfélagið suður með sjó var í áfalli eftir þá miklu ágjöf sem fylgdi brottflutningi hersins og heilu efna- hagshruni, blómstraði grasrótarstarfið í Keflavíkurkirkju. Þegar aðrir söfnuðir á Íslandi drógu svo úr æskulýðsstarfi að það varð vart svipur hjá sjón, streymdi fólk í barnastarfið í Keflavíkurkirkju. Í samstarfi við KFUM og KFUK á Suður- nesjum, útskrifaði söfnuðurinn leið- toga á sviði æskulýðsmála í stórum stíl. Fermingarfræðslan batnaði ár frá ári og sífellt fjölgaði sigrunum. Nýtt fólk slóst í hópinn með nýja krafta og endalausar hugmyndir, innblásið af þeirri elju sem fylgir séra Erlu. Það gerist ekki oft að ég reynist sann- spár, en þarna síðsumars fyrir níu árum hitti ég naglann á höfuðið. Núna hefur þessi söfnuður tækifæri á að sýna prestinum með Suðurnesjahjartað stuðning sinn. Það gerir fólk með því að greiða henni atkvæði í þeim kosningum sem framundan eru. Sannarlega var það mikið brautargengi að 1944 kosninga- bær sóknarbörn skyldu undirrita yfir- lýsingu um að kosning fari fram. Nú þarf að stíga skrefið til fulls og setja x við séra Erlu. Hún verðskuldar það og Keflavíkurkirkja mun áfram blómstra með hana sem sóknarprest. Skúli Ólafsson Í lögum um grunnskóla segir að nemendur eigi rétt á að komið sé til móts við námsþarfir þeirra í al- mennum grunnskóla án aðgreiningar, án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis. Að mínu mati er þetta mjög góð stefna. Engin tvö börn eru eins. Skólinn á að laga sig að því og að þörfum þeirra. Öll börn eiga rétt á að fá að vera með öðrum börnum í námi og leik. Ekkert barn á að útiloka eða beita mis- munun. Ég held líka að þessi stefna um skóla án aðgreiningar sé ekki bara mjög góð fyrir þau börn sem þurfa á sér- stökum stuðningi að halda. Ég er jafn- sannfærður um að hún er ekki síður góð fyrir þau börn sem ekki þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Það er nefnilega svo þroskandi að kynnast alls konar fólki og mismunandi aðstæðum þess, læra að setja sig í spor annarra og taka tillit til þeirra. Ef börnin okkar læra það vel njóta þau sín öll miklu betur í samfélagi sem byggist á virðingu fyrir öðru fólki, tækifærum fyrir alla, tillits- semi og málamiðlunum. Og ég held að við viljum öll að börnin okkar tileinki sér þá hæfni og það hugarfar. Betra samfélag Ef við gerum þetta almennilega verður samfélagið okkar ekki bara mann- eskjulegra og mannlífið fjölbreytt- ara og skemmtilegra. Við förum þá líka mun síður á mis við þann mikla mannauð sem býr í öllum þeim fjöl- mörgu börnum sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda í námi sínu, sum tímabundið en önnur lengur. Þannig fá þau tækifæri til að vera með og leggja sitt af mörkum eftir getu hvers og eins. Skóli án aðgreiningar sem er vel búið að stórbætir því ekki bara lífsgæði mjög margra barna og aðstandenda þeirra. Hann eykur einnig mikið líkur á að börnin nái árangri í náminu og finni sér störf við hæfi þegar þau verða fullorðin. Það er því til mjög mikils að vinna. Það er afar mikil sóun að láta marga verða óvirka í samfélaginu og lenda jafnvel út á jaðri þess og þurfa þess vegna á miklum og kostnaðarsömum stuðningi að halda, jafnvel ævina á enda. Hvernig stöndum við okkur En hvernig búum við að skólunum sem eiga að vera án aðgreiningar þannig að börnin okkar fái notið þeirra tækifæra sem í því felast og geti tekið virkan þátt í samfélagi án mismununar? Við stöndum okkur alls ekki nógu vel í því, finnst mér. - Og hvers vegna finnst mér það? Vegna þess að við leggjum allt of lítið í að greina þarfir þeirra mörgu barna sem þurfa á stuðningi að halda. Og það þó að þær greiningar séu augljóslega for- senda þess að skólarnir og kennararnir geti vitað hverjar þarfir þeirra eru. Er ekki augljóst að þannig geta þeir miklu betur sniðið kennsluna að þörfum hvers og eins barns og veitt þeim þann stuðning sem mestum árangri skilar. Biðlistar og biðtími eftir nauðsynlegum greiningum fyrir börn sem eru með einhvers konar raskanir vegna fötlunar, ofvirkni og/eða athyglisbrests (ADHD), einhverfu eða af geðrænum ástæðum eru of allt of langir. Börn með talmein og málþroskaraskanir eru mjög mörg og það spillir lífsgæðum þeirra og möguleikum til náms og þar með tæki- færa í lífinu ef þau fá ekki viðeigandi greiningar og þjálfun þegar þau eru ung. Þjónusta við þessi börn er allt of ómarkviss og mismunandi milli sveitar- félaga og þjónustusvæða og svo er oft kostnaðarsamt að sækja hana sem leiðir augljóslega til að börnunum er mis- munað vegna fjárhagsstöðu foreldra eða félagslegra aðstæðna. Aðstæður kennara Endurmenntun er skorin við nögl fyrir kennara um hvernig megi koma auga á ýmiss konar raskanir hjá börnum og hvernig árangursríkast er að mæta þörfum þeirra í námi og félagslega. Og þá segja talsmenn samtaka sem vinna með hagsmuni barna að leiðarljósi að ekki sé lögð mikil áhersla á þá þekk- ingu og þjálfun í skyldunámi fyrir alla kennaranema sem stunda nám í kenn- araskólum sem ríkið rekur. Þetta sama ríki hefur sett stefnuna góðu um skóla án aðgreiningar sem gerir ráð fyrir því að börnum með sérþarfir sé kennt með öðrum börnum og í sömu skólastofum og af öllum kennurum. Er þetta ásættanlegt? - Er nægilega vel að því staðið af hálfu menntamálayfir- valda að hrinda stefnu um skóla án að- greiningar í framkvæmd og búa þannig að skólum og kennurum að þeir geti náð þeim mikilvægu markmiðum sem að er stefnt? Nei, því miður svo er alls ekki. - Og þetta er að sjálfsögðu langt frá því að vera ásættanlegt. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna Ísland fullgilti Barnasáttmála Samein- uðu þjóðanna árið 1992 og hann hefur verið tekinn í íslensk lög. Barnaréttar- nefnd Sameinuðu þjóðanna sem hefur eftirlit með því hvernig aðildarríki að sáttmálanum uppfylla skyldur sínar hefur gert alvarlegar athugasemdir við hversu langir biðlistar og biðtími er á Íslandi eftir greiningum fyrir börn með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) og aðrar slíkar raskanir. Finnst okkur viðunandi að þetta sé svona í okkar ríka landi og að ekki hafi verið úr þessu bætt þó að þetta stangist á við skyldur okkar samkvæmt Barna- sáttmálanum ? Eigum við ekki að leyfa Barnaréttar- nefnd Sameinuðu þjóðanna að einbeita sér að því að bæta kjör og stöðu barna í mjög fátækum löndum þar sem fjár- skortur er raunverulegt vandamál og hindrun. Hjá okkur er þetta bara spurning um vilja stjórnvalda og forgangsröðun. Páll Valur Björnsson Þingmaður Bjartrar framtíðar -aðsent pósturu vf@vf.is Það var ánægju-legt að fylgjast með 14 unglingum taka þátt í fyrstu borgaralegu ferm- ingunni í mínum gamla heimabæ, Reykjanesbæ þann 18. apríl sl. At- höfnin fór fram að viðstöddu fjöl- menni í sal Fjölbrautaskólans. Í kjölfar athafnarinnar hafa margir spurt hvað borgaraleg ferming sé? Fyrsta borgaralega fermingin fór fram hér á landi árið 1989 þegar sextán börn fermdust. Í ár eru þau 305. Borgaralegar fermingar tíðkast víðar en á Íslandi og eru sérstaklega vinsælar í Noregi. Þar fór fyrsta borgaralega fermingin fram árið 1951 og var þá Gro Harlem Brunt- land, fyrrverandi forstætisráðherra Noregs, á meðal fermingarbarna. Tilgangur borgaralegrar fermingar er meðal annars að efla heilbrigð og farsæl viðhorf unglinga til lífs- ins með uppbyggilegri fræðslu. Á fermingarnámskeiðunum er megináhersla lögð á að efla um- hugsunarvirkni barnanna með því að þjálfa gagnrýna hugsun og þátt- töku í heimspekilegum samræðum þar sem meðal annars er tekist á við ýmis siðferðileg álitamál. Eins og annars staðar þar sem borg- aralegar fermingar tíðkast er orðið ferming notað enda hefur orðið ýmsar merkingar. Ein merking orðsins felst í að styðja og styrkja og er litið svo á að með borgara- legri fermingu sé verið að styðja og styrkja unga fólkið í að verða heilsteyptir og ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi. Félagið Siðmennt stendur fyrir borgaralegum fermingum og geta öll ungmenni tekið þátt burtséð frá trúar- eða lífsskoðunum. Jóhann Björnsson formaður Siðmenntar ■■ Jóhann Björnsson, formaður Siðmenntar, skrifar: Borgaraleg ferm- ing á Suðurnesjum Föstudaginn 8. maí frá kl. 13:00 til kl. 18:00 verður kosið til sóknar- prests við Keflavíkurkirkju. Alls bárust Biskupi Íslands 1944 undir- skriftir frá sóknarbörnum í Keflavík sem óskuðu þess að kosning færi fram um embætti sóknarprests, sem dugði til þess að knýja fram kosningu. Er það mikill sigur fyrir sóknarbörn að fá að velja sér sjálf sóknarprest í stað þess að stóla á valnefnd Biskupsstofu sem fara þyrfti eftir fyrirfram skil- greindum tilmælum sem taka m.a. ekki mið af því að sóknarprestur hafi búsetu í bæjarfélaginu. Nú er ljóst að Sr. Erla Guðmundsdóttir sem starfað hefur við Keflavíkurkirkju í tæplega 10 ár og 6 ár sem prestur, er eini umsækjandinn um stöðu sóknarprest í Keflavíkurkirkju. Því verður kosið um hana eina. Það að enginn annar sæki um stöðuna gefur til kynna að prestar lýsi yfir stuðningi við Sr. Erlu. Hún hefur sinnt starfi sínu af alúð og er vel liðin innan kirkjunnar. Erla er fædd og uppalin í Keflavík og hefur sterk tengsl við bæjarfélagið. Hún hefur unnið frábært uppbyggingarstarf undir handleiðslu og í samstarfi við Sr. Skúla og Sr. Sigfús prestana við Kefla- víkurkirkju. Safnaðarstarfið með þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum og sú sátt sem ríkt hefur í söfnuðinum undan- farin ár er rómuð langt út fyrir Kefla- víkurkirkju. Við stuðningsmenn Sr. Erlu erum sann- færð um að hún sé bæði vel að emb- ættinu komin og reynslumikill prestur. En til þess að hún hljóti góðan byr í nýtt hlutverk þarf hún áframhaldandi stuðning þinn lesandi góður. Þú þarft að koma og kjósa. Kosið er í Oddfellowhúsinu Grófinni 6, í Keflavík eftirtalda daga: Mánudaginn 27. apríl frá kl. 15:00 til kl. 18:00. Miðvikudaginn 29. apríl frá kl. 15:00 til kl. 18:00. Laugardaginn 2. maí frá kl. 13:00 til kl. 16:00. Þriðjudaginn 5. maí frá kl. 15:00 til kl. 18:00. Kjördagur er síðan föstudaginn 8. maí frá kl. 13:00 til kl. 18:00 Við hvetjum alla Keflavíkinga til þess að gefa sér tíma og kjósa, það skiptir okkur öll máli og mikilvægt að Biskup Íslands sjái að nýr sóknarprestur njóti trausts og hafi sterkan stuðning sóknarbarna Keflavíkurkirkju. Styðjum Sr. Erlu í embætti sóknarprests Keflavíkurkirkju. Stuðningsmenn sr. Erlu Guðmundsdóttur. Fædd og uppalin í Keflavík ■■ Séra Skúli Ólafsson skrifar: Séra Erla verðskuldar atkvæði þitt ■■ Páll Valur Björnsson skrifar: Samfélag án aðgreiningar SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA Vikulegur sjónvarpsþáttur frá Suðurnesjum Í vikulegum þætti Sjónvarps Víkurfrétta segjum við frá mannlífi, menningu, íþróttum og atvinnulífi á Suðurnesjum. Þátturinn fær áhorf um allt land á ÍNN og á vf.is. Þátturinn er einnig sýndur á rás Kapalvæðingar í Reykjanesbæ. Tilvalið fyrir fyrirtæki og aðila á Suðurnesjum að vekja athygli á sér út fyrir Suðurnesin. Hafið samband við auglýsingadeild VF í síma 421-0001 eða leitið tilboða hjá fusi@vf.is Eftirtaldir aðilar hafa stutt dagskrárgerð Sjónvarps Víkurfrétta: Sjónvar p Víkurf rétta á ÍNN fi mmtud agskvöl d kl. 21:3 0 – og í H D á vf.is þegar þ ér henta r! RÝMINGARSALA JÖKLALJÓS KERTAGERÐ Grófin 2 við Duus Hús, Keflavík JÖKLALJÓS KERTAGERÐ FLYTUR 25% - 30 % AFSLÁTTUR AF ÖLLUM KERTUM Opið fimmtudag 30. apríl til sunnudagsins 3. maí kl. 13:30 - 18:30. ATVINNA Óskum eftir að ráða vanan mann með réttindi á minni vinnuvélar, einnig óskast verkamaður til starfa. Upplýsingar í síma 660 2480 eða 660 2488.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.