Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2015, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 30.04.2015, Blaðsíða 22
22 fimmtudagur 30. apríl 2015 • VÍKURFRÉTTIR Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Suðurnesjum. Uppbyggingar- sjóður Suðurnesja er samkeppnissjóður. Auglýst er opinberlega eftir umsóknum og þær metnar út frá reglum sjóðsins. Hægt er að sækja um styrki í eftirfarandi flokkum: • Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar. • Styrkir á sviði menningar og lista. • Stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningarmála. Öllum umsóknum skal skilað með rafrænum hætti á netfangið uppbyggingarsjodur@sss.is Umsóknarfrestur er framlengdur til 11. maí n.k. kl. 16:00. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum www.sss.is. Þar er hægt að nálgast umsóknar- eyðublað og kynna sér úthlutunarreglur sjóðsins. Eða hafið samband við Björk Guðjónsdóttur verkefnastjóra á netfangið bjork@sss.is eða í síma 420 3288. Athygli er vakin á því að styrkir sem áður voru veittir úr Menn- ingarsamningi Suðurnesja og Vaxtarsamningi Suðurnesja sameinast nú undir heitinu Uppbyggingarsjóður Suðurnesja. UPPBYGGINGARSJÓÐUR SUÐURNESJA AUGLÝSIR EFTIR STYRKUMSÓKNUM SÓKNARÁÆTLUN SUÐURNESJA -fréttir pósturu vf@vf.is Keilir, ásamt íslenskum og evrópskum samstarfsað- ilum, stóðu fyrir alþjóðlegri ráð- stefnu um vendinám í skólastarfi 14. apríl síðastliðinn. Hátt í 400 kennarar og skólastjórnendur sóttu ráðstefnuna og fengu inn- sýn í hvernig hægt er að nýta vendinám og tækninýjungar við kennslu og þróun nýrra kennslu- hátta. Vendinám gengur út á að snúa hefðbundinni kennslu snúið við. Fyrirlestrar og kynningar kennara eru vistuð á netinu og geta nem- endur horft á þær eins oft og þeim sýnist og hvar sem þeim sýnist. Nemendur vinna aftur á móti heimavinnuna í skólanum, oft í verkefnum, undir leiðsögn kenn- ara. Kennslustundir í skólanum verða fyrir vikið frábrugðnar hefð- bundinni kennslu. Þar sem þetta form hefur verið reynt virðist lær- dómurinn verða lifandi ferli sem virkjar nemendur á skemmtilegan hátt. Nám er alltaf á ábyrgð nem- enda og undirbúningur fyrir verk- efnatímana í skólanum er nauðsyn- legur til þess að vinnan í skólanum nýtist á virkan hátt. Aðal fyrirlesarar ráðstefnunnar voru Jonathan Bergmann og Aaron Sams Jonathan Bergmann og Aaron Sams, forsprakkar vend- inámsins og höfundar bókarinnar „Flip Your Classroom: Reach Every Student in Every Class Every Day“. Fyrirlestri þeirra var síðan fylgt eftir með hátt í tuttugu mismun- andi vinnustofum þar sem kenn- arar víðsvegar af landinu kynntu tæki, tækni og kennsluhætti sem nýtast þeim í skipulagningu og framkvæmd vendináms. Í fram- haldin af ráðstefnunni stóðu Jonat- han og Aaron fyrir vinnubúðum fyrir um 60 skólastjórnendur og kennara um hvernig hægt er að innleiða vendinám í skólastarfi. Þróun handbóka fyrir skóla sem vilja innleiða vendinám Haustið 2014 hlaut Keilir, ásamt samstarfsaðilum á Íslandi og í Evrópu, rúmlega þrjátíu milljóna króna styrk úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins til þróunar á handbókum um innleiðingu vendináms í skólum þar sem upp- lýsingatækni er notuð til að auðga námsumhverfi nemenda. Verk- efnið er til tveggja ára og nefnist „FLIP - Flipped Learning in Praxis“. Einkum verður leitast við að af- marka og gera grein fyrir þeim þáttum í innleiðingarferli sem stuðla að árangursríkri notkun upplýsingatækni, einstaklingsmið- uðu námsumhverfi, og verkefna- miðuðu námi. Meðal afurða verk- efnisins eru handbækur fyrir kenn- ara sem vilja innleiða vendinám, verða ráðstefnur og vinnubúðir fyrir kennara í samstarfslönd- unum, samantekt á fyrirmyndar- verkefnum og bestu starfsvenjum í vendinámi, uppsetning á opnum gagnagrunni þar sem aðilar geta deilt efni sem tengist innleiðingu og utanumhaldi vendináms. Háskólabrú Keilis er leiðandi aðili í vendinámi á Íslandi Á Háskólabrú Keilis er lögð megin áhersla á vendinám og hefur skólinn undanfarin ár markað sér sérstöðu í að veita einstaklings- miðaða þjónustu og stuðning við nemendur. Kennsluhættir miða við þarfir fullorðinna nemenda, miklar kröfur eru gerðar um sjálf- stæði í vinnubrögðum og eru raunhæf verkefni lögð fyrir. Yfir 1200 nemendur hafa útskrifast úr Háskólabrú Keilis frá upphafi og hafa langflestir þeirra haldið áfram í háskólanám að því loknu. Keilir er eini skólinn sem býður upp á aðfararnám í samstarfi við Háskóla Íslands, sem þýðir að útskrifaðir nemendur Háskólabrúar hafa úr mestu námsframboði að velja af íslenskum skólum sem bjóða upp á aðfaranám. Fjölmenn ráðstefna um nýjungar í skólastarfi KFC ® kynnir endurkomu ársins: á næsta KFC ® veitingastað! 1.079kr. PIPA R \ TBW A • SÍA • 150705 svooogott™ FAXAFENI • GRAFARHOLTI • SUNDAGÖRÐUM HAFNARFIRÐI • KÓPAVOGI • MOSFELLSBÆ REYKJANESBÆ • SELFOSSI WWW.KFC.IS BBQ-Meltz, 3 Hot Wings, franskar, gos og Lindu kaffisúkkulaði BOX 1.849kr.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.