Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2015, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 30.04.2015, Blaðsíða 14
14 fimmtudagur 30. apríl 2015 • VÍKURFRÉTTIR -viðtal pósturu olgabjort@vf.is Sótti söngtíma hjá merku fólki Þegar Guðmundur er beðinn um að rifja upp hvar hann man eftir að hafa sungið fyrst, telur hann það hafa verið í barna- skólanum þegar hann var 12 ára. „Þá söng ég einsöng hjá Valtý Guðjónssyni. Svo söng ég dálítið í Reykholti þegar ég var þar. Þar byrjaði maður á dægurlögunum. Svo spilaði ég í Ungó með hljómsveitum en það varð ekkert meira úr því sem betur fer.“ Eftir það sótti Guðmundur söngtíma hjá merku fólki eins og Maríu Markan og Stefán Íslandi og sérstaklega Sigurði Demetz. „Hann var alveg frábær söngkennari. Allt fram á sjötugsaldurinn var hann með mig í tímum og ég þakka það mjög mikið í dag,“ segir Guðmundur. Honum finnst tónlistin hafa mikið breyst í tímans rás og poppið heldur yfirgnæfandi. Hringdi í frúna til að láta renna í bað Að vonum hefur Guðmundur kynnst mörgum í gegnum árin í aðalstarfi sínu sem sendibílstjóri og farið víða. „Maður stundaði nú erfiða vinnu. Fyllti bílinn að morgni í Reykjavík og stundum varð maður að hringja og biðja frúna að láta renna í baðið svo að maður næði að syngja jarðarfarir.“ Spurður um hvort einhvern tímann hefði komið til greina að gera sönginn að aðalstarfi segir Guðmundur það ekki hafa verið möguleika á þeim tíma. „Maður tók voða lítið fyrir þetta, sama og ekkert. Það var ekki í tísku þá að taka mikið fyrir söng. Núna er rándýrt að fá þetta fólk.“ Áhugasvið Guð- mundar í söng liggur aðallega í léttum aríum og óperettum. „Þegar ég var í karlakórnum tókum við dálítið af óperettu- lögum og kvartettum. Keflavíkurkvartettinn varði því miður bara í 10 ár, en það var farið víða meðan á því stóð.“ Karlakórinn annað heimili Guðmundur var formaður Karlakórs Keflavíkur í 17 ár og segir hann félagsskapinn hafa verið hans annað heimili. „Þegar hús karlakórsins við Vesturbraut var byggt urðum við að vinna sjálfir og borga sjálfir kostnað. Við höfðum þarna duglega menn sem því miður eru margir fallnir frá. Þetta var dásamlegur félagsskapur. Ég þekki félagsskapinn ekki í dag því ég hætti að syngja með þeim fyrir dálitlu síðan. Það tekur allt enda.“ Spurður segir Guðmundur ekki standa til að troða upp vegna útgáfu disksins. Hann þakkar það að heilsan sé nógu góð til að syngja og gaman sé að syngja fyrir samborgara sína á Nes- völlum. „Það er virkilega gaman. Alveg meiriháttar.“ Keflvíski heldri borgarinn Guðmundur Haukur Þórðarson gaf nýverið út geisladisk þar sem hann syngur nokkur af sínum uppáhaldslögum sínum. Víkurfréttir hittu Guðmund á Nesvöllum, þar sem hann tók lagið í tilefni af útgáfu disksins og spurðu hann m.a. hvað hafi komið til þess að maður á hans aldri, 85 ára, hafi látið verða af slíku. „Mig langaði alltaf að eiga fleiri upp- tökur af söng mínum. Það var ekki um mikið að ræða, en þetta safnast svona þegar saman kemur.“ Sonur hans, Þórður, vann að mestu leyti í að safna upptökunum saman en einnig annar sonur hans, Steinar. Raddir þeirra hljóma undir í sumum laganna. Á disknum er samansafn laga sem Guðmundur hefur sungið með karlakórum í Keflavík og Hafnarfirði. „Sum lögin voru töluvert spiluð í útvarpinu og sonur Inga, tökumaðurinn, fann ýmislegt fyrir okkur. Má segja hist og her.“ ■■ 85 ára lætur gamlan draum rætast og gefur út geisladisk: FRÚIN LÉT RENNA Í BAÐ FYRIR JARÐARFARASÖNGINN Guðmundur Haukur tók lagið á Nes- völlum og Steinar sonur hans lék undir. HYUNDAI Santa fe crdi. Árgerð 2008, ekinn 136.000 km, dísel, sjálfskiptur. Verð 2.690.000,- HYUNDAI I30 comfort wagon. Árgerð 2008, ekinn 125.000 km, bensín, sjálfskiptur. Verð 1.550.000,- HYUNDAI I10 gl. Árgerð 2013, ekinn 29 Þ.KM, bensín, 5 gírar. Verð 1.580.000,- HYUNDAI I40. Árgerð 2012, ekinn 79.000 km, dísel, sjálfskiptur. Verð 3.790.000,- HYUNDAI I20 classic. Árgerð 2013, ekinn 62.000 km, bensín, 5 gírar. Verð 1.690.000,- TIL BO Ð VEGNA MIKILLAR SÖLU VANTAR OKKUR BÍLA Á SKRÁ STRAX Þú finnur bíl sem hentar þínum þörfum. Lykill fjármagnar allt að 80% af kaupverði bílsins. Við aðlögum greiðslubyrðina að þínum fjárhag. 4 2 0 0 4 0 0 Bolafótur 1 - 260 Reykjanesbæ - Sími 420 0400 gebilar@gebilar.is - www.gebilar.isUmboðsaðili Umboðsaðili

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.