Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.06.2015, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 11.06.2015, Blaðsíða 12
12 fimmtudagur 11. júní 2015 • VÍKURFRÉTTIR VÍSIR ER RÓTGRÓIÐ, KRÖFTUGT OG FRAMSÆKIÐ ÍSLENSKT SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKI Ómæld tækifæri í sjávarútvegi Þetta eru stór tímamót hjá ykkur Vísisfólki. Já þessi sjómannadagshelgi er dálítið sérstök. Það er margs að minnast og margt að fagna, bæði afmæli tengt foreldrum okkar sem hefðu átt 60 ára brúðkaups- afmæli núna. Pabbi hefði átt afmæli á miðvikudaginn og svo er fyrirtækið sjálft fimmtugt. Þið hafið komið víða við en hvað myndirðu segja að skipti mestu máli í fyrirtækinu? Við höfum verið ákaflega heppin með starfsfólk. Við vorum að heiðra tvo starfsmenn í hófi á föstudaginn sem hafa verið hjá okkur í 40 ár. Við erum með 20 manns sem eru búnir að vera með okkur í yfir 20 ár, aðrir 20 í 15 ár, meira en helmingur sem hefur verið í 10 ár. Við erum ákaflega þakklát fyrir það og það er ekki bara orðagjálfur. Það er bara þannig að þegar góðu starfsfólki er stillt saman þá fara menn í gegn- um alla skafla sem mæta þeim. Þið fórum nú í gegnum smá skafla í fyrra þegar þið hætt- uð með vinnslu úti á landi og komuð með allt fólkið hingað til Grindavíkur. Hvern- ig hefur þetta gengið? Þetta hefur gengið vonum framar og kannski ánægjulegast er það að eins og við skildum við og vönd- uðum okkur mikið þá eru bara fimm sem eru ekki komnir með fasta vinnu. Móttakan á fólkinu hér hefur gengið mjög vel. Við vissum alveg að þetta væri erfitt og viðkvæmt og þekkjum það mann best. En við erum mjög sátt með hvernig til hefur tekist, ekki síst í uppbyggingunni hérna. Þið sögðuð í fyrra að þið væruð að gera þetta til að hagræða í rekstrinum. Hefur það gengið eftir? Það hafa allar okkar áætlanir gengið eftir í því og jafnvel meira í því en reiknað var með. Sjáv- arútvegurinn breytist svo ört og ef þú tekur ekki góðar og erfiðar ákvarðanir, þá nærðu ekkert 50 ára aldri. Það stendur upp úr hvað við erum þakklát fyrir að fyrirtækið skuli vera á góðu skriði. Ekki bara á lífi og það er ekkert sjálfsagt að fyrirtæki lifi af 50 ár í öllum þessum breytingum sem sjávarútvegurinn og allar aðrar atvinnugreinar glíma við. Hvaða breytingar í sjávarútvegi eru helstar á þessum 50 árum? Þetta eru stórtæk stökk og það einkennir sjávarútveginn hvað hann er rosalega fljótur og virk- ur að breytast. Okkar skilaboð eru bara að við verðum að leyfa honum gera það. Ísland er ein verstöð, búsetuvíglína er ekki á milli hreppa á Íslandi heldur á milli Íslands og annarra landa. Við ætlum að lifa hérna góðu lífi og ekki láta reka okkur inn í torfkofana aftur. Sjávarútvegur- inn er leiðandi í allri framleiðni og skapandi hugsun og það er að verða bylting í honum núna. Hún felst í því að það er að koma að greininni ótrúlega mikið af ungu og hæfileikaríku fólki í annað en bara veiðarnar, sem við erum búin að rífast um í 30 ár. Sem betur fer er vaxandi skilningur hvað sjáv- arútvegurinn er. Við erum að fá fullt af vel menntuðu fólki og það er að verða algjör bylting í hvernig sjávarútvegurinn er mannaður. Nú eruð þið, ef svo má segja, bæði í gamaldags vinnslu og miklum nýjungum. Er þetta góð blanda hjá ykkur? Já það má segja að við séum alveg á sínum hvorum endanum. Hérna í þessu húsi erum við í tiltölulega köldu rými í hefðbundnum salt- fiski. Tækjabúnaðurinn er ekki eins og hann var en hann lítur bara út eins og fyrir 50 árum. Í hinum endanum erum við svo með fyrstihús, ferskfiskhús og við erum að stefna á það að framleiða 500 bita á mínútu í haust þegar allur pakkinn er farinn að virka. Við erum búin að keyra hann núna í eitt ár og hann virkar vel. Þar er hraði og ferskleiki. Við erum svolitlir saltfiskkarlar í okkur og aldir upp í því. En það er rosalega gaman að sjá hvernig þessi nýju greinar og skurðavélar eru komnar inn, sem Íslendingar eru að framleiða. Þær eru í raun jafnmikil bylting og þegar flök- unarvélarnar komu. Þannig að við erum ekki nándar nærri komin að endamörkum í sjávarútvegi. Þetta er svona næstum því að byrja. Eru margir erlendir við- skiptavinir að fagna þessum tímamótum með ykkur? Já, við buðum þeim og það komu 40-50 manns, okkar helstu viðskiptavinir á Ítalíu, Spáni, Þýskalandi og Grikklandi í starfs- mannapartýið í Hörpu. Síðan fóru þeir í mjög skemmtilega ferð í gær upp á jökul þar sem var heiður himinn og logn. Þeir eiga ekki orð yfir Íslandi. Flestir þeirra eru Vísir er rótgróið, kröftugt og framsækið íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki þar sem öll áhersla er lögð á ábyrgar veiðar, hátæknivinnslu og vörugæði. Fyrirtækið býr yfir góðum skipaflota útbúnum til línuveiða og rekur saltfiskvinnslu og frystihús í Grindavík. Afurðir Vísis eru fjölbreyttar, unnar úr fyrsta flokks hráefni, og framleiddar fyrir breiðan hóp kröfuharðra viðskiptavina vítt og breitt um heiminn. Vísir hefur í 50 ár notið mikillar gæfu og haft á að skipa metnaðarfullu og tryggu starfsfólki – mannauður fyrirtækisins er því lykillinn að far- sælum rekstri þess. Saltfiskvinnsla fyrirtækisins hefur verið starfrækt í hálfa öld að Hafnargötu 16 í Grindavík. Fyrirtækið er nú einnig að taka í notkun nýtt hátæknifrystihús að Miðgarði 3 til að mæta breyttum áherslum í greininni. Í tilefni þess að Vísir hf. í Grindavík fagnar 50 ára afmæli sínu var fyrirtækið með glæsilega dagskrá á sjómannadaginn. Vísir bauð bæjarbúum og gestum Sjóarans síkáta að skoða fiskvinnslur fyrirtækisins undir leiðsögn eigenda. Boðið var uppá fiskismakk, afmælisköku og lifandi tónlist. Að kvöldi sjómannadagsins voru svo minningar- tónleikar um Palla og Möggu [stofnendur Vísis] í Grindavíkurkirkju. Tónleikarnir voru haldnir í tilefni 50 ára afmælis Vísis hf. Þar fluttu börn þeirra Palla og Möggu hárómantísk sjómannalög af nýút- gefnum diski þeirra „Lögin hans pabba“. Með þeim voru landskunnir hljóðfæraleikarar undir stjórn Vilhjálms Guðjónssonar og sérstakur gestasöngvari verður Ragnar Bjarnason. Sérstakur gestur á minn- ingartónleikunum í Grindavíkurkirkju var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Víkurfréttir tóku hús á Vísisfólkinu þegar það tók á móti gestum í fiskvinnslustöðvum sínum á sjó- mannadaginn og ræddu m.a. við Pétur H. Pálsson, framkvæmastjóra Vísis hf. Vísir óskar sjómönnum, landverkafólki og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn! Í tilefni af 50 ára afmæli Vísis er gestum sjómanna- hátíðarinnar í Grindavík boðið að skoða fiskvinnslur fyrirtækisins kl. 14-17 á Sjómannadaginn. Saltfiskvinnsla fyrirtækisins hefur verið starfrækt í hálfa öld að Hafnargötu 16. Fyrirtækið er nú einnig að taka í notkun nýtt hátækni- frystihús að Miðgarði 3 til að mæta breyttum áherslum í greininni. Um kvöldið stjórnar Jón Ólafsson tónlistarmaður minningartónleikum um Palla og Möggu. Þar flytja börn þeirra hárómantísk sjómannalög af nýútgefnum diski þeirra „Lögin hans pabba“. Með þeim eru landskunnir hljóðfæra- leikarar undir stjórn Vilhjálms Guðjónssonar og sérstakur gestasöngvari verður Ragnar Bjarnason. Diskurinn verður til sölu á staðnum og rennur söluandvirði hans óskipt til Grindavíkurkirkju. Frítt inn og allir velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur! SUNNUDAGURINN 7. JÚNÍ Kl. 14-17 Opið hús í fiskvinnslum Vísis að Hafnargötu 16 og Miðgarði 3, Grindavík Kl. 20.00 M nningartónleikar um Palla og Möggu í Grindavíkurkirkju 60 60 / Ö R N S M Á R I. IS V IÐ TA L: P Á LL K ET IL SS O N M YN D IR : © P O R TR A E H F. © PORTRA EHF. © PORTRA EHF. © PORTRA EHF. © PORTRA EHF. Vísir hf. styður björgunarsveitina Þorbjörn í Grindavík um þrjár milljónir króna á ári til næstu þriggja ára í tilefni af 50 ára af- mæli Vísir. Þá gaf Vísir sveitinni einnig 700.000 krónur vegna kerru undir nýjan bát björgunarsveitarinnar. Grindavíkurkirkja var þétt setin að kvöldi sjómannadagsins þegar þar voru haldnir minningartónleikar um þau Palla og Möggu í Vísi. Hér má sjá börn þeirra í söng á tónleikunum. Þorbjörn fær 9 milljónir Minningartónleikar um Palla og Möggu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.