Víkurfréttir - 11.06.2015, Page 13
13VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 11. júní 2015
saltfiskkaupmenn og við vorum að
sýna þeim nýja tíma og þeir þurfa
að fylgjast með þróuninni, sem er
ekki bara í verkun. Það verður að
fylgja þróuninni í markaðslöndun-
um. Saltfiskurinn er mjög stöð-
ugur og traustur grunnur, en þeir
verða að komast að neytandanum
eins og allir aðrir. Þess vegna er
mjög ánægjulegt að þeir skuli hafa
gefið sér tíma til að koma til okkar.
Nú er oft talað um kvótann.
Hvernig finnst þér skilningur
fólks og viðhorf gagnvart
ykkur sem eigið kvóta og
fyritæki í þessu umhverfi?
Ég held að það sem við höfum gert
rangt undanfarin ár er að vera ekki
nógu dugleg við að opna fyrirtæk-
in og sýna hvað við erum að gera.
Kvótinn er einn þáttur í því og eitt-
hvað orð yfir það skipulag veiða.
Sjávarútvegurinn er svo marg-
þættari og ef þú ætlar að aðgreina
kvótann frá þessu ferli þá ertu í
raun að segja það að þau verkefni
sem tækin og tólin eru keypt til að
sinna eigi að skiljast að. Ef menn
vilja dreifa eignarhaldi þá verða
menn bara að horfa á hlutabréfin
og að það sé dreifð eignaraðild
að þessum félögum. Við eigum
helling eftir í hagræðingu í sjáv-
arútvegi en sem betur fer eru
viðhorfin að breytast gagnvart því
hvað það er miklu meira í þessu
en veiðar. Þetta er nokkurn veginn
þannig að ef þú fækkar um einn
í þessum hefðbundnu vinnslu
og veiðum, þá fjölgar um tvo í
tæknigeiranum. Tæknigeirinn er
orðinn einn og sami pakkinn og
sjávarútvegurinn. Í nýja frystihús-
inu okkar er allt íslensk hönnun í
vinnslusalnum, íslensk framleiðsla
og íslensk þekking. Við erum að
vinna þetta í samstarfi við Mar-
el og viljum að menn horfi yfir
salinn og kaupi eitt stykki svona.
Inni í því eru innmötunarkerfi,
flökunarvélar, hausarar, bita-
skurðarvélar. Allt nema frystarnir,
við erum ekki komnir inn í það.
Samstarf tæknigeirans og sjáv-
arútvegarins er alltaf að aukast.
Tengist þetta tilraunaverkefni
ykkar, Codland dæminu?
Við erum búin að ganga í gegnum
margar byltingar. Það eru tvær
slíkar framundan, þessar hliðar-
afurðir þar sem Codland er í farar-
broddi. Hitt er það sem kemur í
kjölfarið á skurðarvélunum, það
er að taka pökkunina í smápakkn-
ingar. Þegar við förum af stað í
október þá erum við búin að tvö-
falda afköstin niður frá og ætlum
að framleiða 500 bita á mínútu. Sú
tala verður ekkert fyrr en sagt er að
á hverri mínútu þurfa 250 manns
úti í heimi að ákveða að borða
fisk frá þessu eina húsi. Á hverri
sekúndu eru fjórir sem ákváðu
að borða fisk frá okkar frystihúsi.
Þá fer maður að spá í það hvernig
farið er að því. Þá er litið á mark-
aðinn, dreifinguna, geymsluna
og allan pakkann. Í sinni víðustu
mynd er sjávarútvegurinn bara
mjög heillandi fyrir alla, sérstak-
lega ungt og vel menntað fólk.
Hvað er margt fólk sem tengist
fyrirtækinu ykkar í dag?
Við erum 257 og talan 57 eltir
okkur um allt. Við vorum með
minningartónleika um pabba
og mömmu og talan 57 hafa
verið á bátum, símanúmerum
og öllu. Fjórum dögum áður
en pabbi dó fékk hann í fangið
afkomanda nr. 57. Ég hugsa að
við höldum ekki upp á 60 ára
afmælið næst heldur 57 ára.
Og ertu bjartsýnn á framtíðina,
þið eruð bara að berjast?
Þetta lítur mjög vel út núna og
breytingarnar hafa tekist vel og
við erum tilbúnir í næstu 50 árin
og erum að manna fyrirtækið af
ungu fólki. Þegar maður missir
báða foreldra sína þá áttar mað-
ur sig á því að maður er næstur
í röðinni. Unga fólkið er með
annan bakgrunn en við og ég
trúi ekki öðru en það náist sátt í
öllu samfélaginu um hvernig eigi
að reka fyrirtækið. Hver má eiga
þau er önnur spurning. Það má
ekki aðskilja verkefnin frá þeim
tækjum sem verstöðin á Íslandi
er búin að kaupa til verkefnisins.
Þú ert alveg á því að sjáv-
arútvegur mun verða
burðarstykki í atvinnu á
Íslandi næstu áratugina?
Sjávarútvegurinn í sinni víðustu
mynd á ómæld tækifæri, alveg jafn
mörg og orkuiðnaðurinn og ferða-
þjónustan. Við erum svo ótrúlega
auðug að það er ótrúlegt hvað
okkur tekst að rífast og vera vond
hvert við annað svona út á við.
© PORTRA EHF.
© PORTRA EHF.
© PORTRA EHF.
© PORTRA EHF.© PORTRA EHF.
Börn Palla og Möggu með forseta Íslands á minningartónleik-
unum sem haldnir voru í Grindavíkurkirkju að kvöldi sjómanna-
dagsins. Á myndinni eru f.v.: Pétur, Kristín E., Svanhvít Daðey,
Ólafur Ragnar Grímsson, Margrét, Sólný og Páll Jóhann.
Forsetinn mætti á tónleika
Fjöldi gesta heimsótti fiskvinnslustöðvar Vísis í Grindavík á sjó-
mannadaginn og kynnti sér starfsemi fyrirtækisins, smakkaði á
framleiðslunni og hlustaði á tónlistaratriði.