Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.06.2015, Qupperneq 22

Víkurfréttir - 11.06.2015, Qupperneq 22
22 fimmtudagur 11. júní 2015 • VÍKURFRÉTTIR -sportið pósturu vf@vf.is Glímusamband Íslands hef-ur sett saman landsliðshóp sinn þetta árið. Hópurinn tekur þátt í æfingabúðum með skoska og enska landsliðshópnum í Backhold og Gouren og að lok- um er keppt á Hálandaleikum sem fara fram í Bridge of Allan. Í fyrra átti Njarðvík 2 þáttakendur. Það voru þeir Guðmundur Stef- án Gunnarsson sem varð þriðji í opnum flokki fullorðina og Bjarni Darri Sigfússon sem sigr- aði opinn flokk unglinga og var valinn glímumaður mótsins. Í ár voru fjórir Njarðvíkingar vald- ir í 11 manna landsliðshóp. Það voru þau Bjarni Darri Sigfússon, Ægir Már Baldvinsson, Halldór Ingvarsson og Catarina Chainho Costa. Halldór og Catarina eru að taka þátt í sínu fyrsta landsliðsverkefni eftir gríðalea gott gengi á árinu en Bjarni Darri og Ægir Már eru nokkuð reyndir ef svo má segja. Bjarni er einnig unglingalandsliðs- maður í Judo og Ægir í Taekwondo. Grindavíkur- konur áfram í Borgunar- bikarnum u Grindavíkurkonur eru komnar í 8 liða úrslit Borg- unarbikarsins eftir 2-0 sig- ur á Augnablik á sunnudag. Bentína Frímannsdóttir kom UMFG yfir á 36. mínútu og það var svo Sashana Campbell sem innsiglaði sigurinn með marki á 90. mínútu. Grindavíkurkonur hafa byrjað leiktímabilið vel og eru á toppi B-riðils 1. deildar kvenna með 6 stig og hafa ekki tapað leik. Liðið leikur í kvöld gegn Fram á Grindavíkurvelli kl. 20 en liðin eru jöfn á toppi riðilsins og er því um uppgjör topplið- ana að ræða. Elías Már í U21 landsliði Íslands u Elías Már Ómarsson hef- ur verið valinn í U21 lands- lið karla sem leikur gegn Makedóníu í undankeppni fyr- ir Evrópumótið í knattspyrnu en leikurinn fer fram á Voda- fone vellinum við Hlíðarenda á fimmtudaginn. Elías Már leikur með Valerenga í norska boltanum en þangað fór hann eftir síðasta leiktímabil eftir að hafa verið einn besti leik- maður Keflvíkinga í Pepsí deildinni. Þetta verður þriðji landsleikur Elíasar fyrir U-21. Korpak systur kræktu í gull og brons uZuzanna Korpak frá Golf- klúbbi Suðurnesja sigraði í flokki 15 - 16 ára og Kinga Korpak hlaut 3. sætið í flokki 14 ára og yngri á Íslands- mótinu í holukeppni í golfi, en Íslandsbankamótaröð barna og unglinga fór fram á Strandavelli á Hellu um síð- ustu helgi. Mikil spenna var á lokadeginum. Þær systur hafa verið sigursæl- ar í golfmótum og voru þær systur báðar á verðlaunapalli í fyrsta mótinu sem fram fór á Akranesi fyrir tveimur vikum. Þá sigraði Kinga og Zuzanna varð í 3. sæti. KONUR ERU KONUM BESTAR! 26. SJÓVÁ KVENNAHLAUP ÍSÍ Á LAUGARDAGINN KL.11 Í REYKJANESBÆ Kæru Suðurnesjakonur, Lykillinn að vellíðan er að hugsa á heilbrigðan hátt um sjálfan sig og aðra. Heilsa er allt í senn andleg, líkamleg og félagsleg. Konur eru því hvattar til að fagna því að þær eru eins ólíkar og þær eru margar og njóta þess fjölþætta ávinnings sem fylgir heil- brigðum lífsháttum svo sem jákvæðu hugarfari, daglegri hreyfingu og hollum matarvenjum. Mikil ánægja og þátttaka hefur verið í Kvenna- hlaupinu á undanförnum árum. Í Kvennahlaupinu eiga mæðgur, systur, mömmur, ömmur, frænkur og vinkonur á öllum aldri notalega stund saman. Hver og ein tekur þátt á sinn hátt og á sínum hraða, margar labba, aðrar skokka, sumar skokka og labba til skiptis og svo hlaupa líka einhverjar allan tím- ann. Hlaupið verður frá ýmsum stöðum á Suðurnesjum og í Reykjanesbæ verð- ur hlaupið frá K-húsinu, Hringbraut 108, við fótboltavöllinn og er valið um þrjár vegalengdir; 2, 4 eða 7 km. Vegalengdin sem hver og ein kona velur er ekki aðalmálið heldur að vera með og hafa gaman af. Gaman væri að sem flestar konur verði með og ef þú sérð þér ekki fært um að labba, skokka eða hlaupa, þá væri FRÁBÆRT ef að þú myndir fara út í dyr heima hjá þér og HVETJA HRAUSTU KONURNAR þegar þær hlaupa framhjá og jafnvel að hafa hressa tónlist í gangi. Þær sem verða úti úr bænum þennan dag, geta hlaupið hvar sem er á landinu eða erlendis. Aðal málið er að hreyfa sig og vera með. Best er að skrá sig á fimmtudag og föstudag. Skráning fyrir Reykjanesbæ fer fram kl.17-19 í K-húsinu, Hringbraut 108. Þátttökugjald er 1500 kr. fyrir eldri en 12 ára og 1000 kr. fyrir 12 ára og yngri. Innifalið í verðinu er flottur fjólublár bolur, verðlaunapeningur, Egils Kristall og frítt er í sund á eftir í Vatnaveröld. Á laugardaginn kl 10.30 geta þær skráð sig sem ekki komast í forskrán- inguna. Koma svo stelpur, náum núna að slá met í Reykjanesbæ og fá 600 stelpur til að vera með. Ekki bíða eftir rétta veðrinu til að hreyfa þig. Við búum á Íslandi. Rétta veðrið kemur nokkrum sinnum á dag. Hlakka til að sjá sem flestar konur hlaupinu á laugardaginn kl.11! Með hlaupakveðju, Guðbjörg Jónsdóttir, Verkefnisstjóri SJÓVÁ Kvennahlaups ÍSÍ í Reykjanesbæ 2015 Grindavík tapaði gegn Þrótti Reykjavík í 1. deild karla á mánudags-kvöldið, 0-1. Grindvíkingar voru mun betri aðilinn í leiknum og fengu fjölda færa sem að þeir nýttu illa. Óli Baldur Bjarnason fékk dauðafæri á 82. mínútu en lét verja frá sér. Þremur mínútum síðar skor- uðu Þróttarar sigurmarkið þegar Viktor Jónsson lagði boltann framhjá Benóný Þórhallssyni. Grindvíkingar sitja í 10. sæti 1. deildar karla með 4 stig og ljóst að liðið þarf að girða sig í brók ef botnbarátta á ekki að verða hlutskipti Grindvíkinga sem spáð var góðu gengi í sumar. EKKERT GENGUR HJÁ GRINDAVÍK Fjórir landsliðsmenn úr röðum UMFN til Skotlands n Íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild karla: NES Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.