Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.11.2015, Page 12

Víkurfréttir - 12.11.2015, Page 12
12 fimmtudagur 12. nóvember 2015 • VÍKURFRÉTTIR Einni bestu laxveiðitíð er ný lokið og einn af rúmlega sjö- þúsund löxum ársins var tíma- mótafiskur hjá Hjálmari Árna- syni, skólameistara og stangveiði- manni. Hann var fimmhundrað- asti laxinn sem hann veiðir og hann náðist í Ytri-Rangá. Hjálmar er einn af þessum mögnuðu veiði- mönnum sem lætur sér ekki duga að veiða heldur skráir alla fiska sem hann veiðir og hefur gert frá því sá fyrsti kom á land. „Eftirminnilegasti laxinn er auð- vitað sá sem ég veiddi síðast. Með skráningunni hef ég hins vegar getað rifjað reglulega upp viður- eignirnar og því má segja að hver lax hafi verið veiddur margsinnis, a.m.k. veitt manni margfalda ánægju. Nokkrir hafa verið erfiðari en aðrir. Þannig náðist einn 91 sm í Kvernu – hliðará í Skógá – nú í haust. Tók í fremur litlum hyl og hægum straumi. Glíman með kengbogna stöng allan tímann stóð í tvær klukkustundir þar sem risinn rauk tvisvar upp úr hylnum og hamaðist á afar grunnu vatni. Ef ekki hefði komið til snilldar- löndun, Magnúsar vinar míns, hefði höfðinginn sloppið.“ Hjálmar segir að ótrúlegt en satt þá gleymist þeir fiskar illa sem sleppa. „Maður man allt of vel þessa sem sluppu. Fyrsti laxinn er líka eftir- minnilegur sem og sá númer 500. Ánægjan var síst minni á þeim nýjasta. Veiðidellan er einfaldlega frábær. Hvergi hleður maður batt- eríin betur og hvílist jafn vel sem í veiðiferð þó maður komi eitthvað slæptur heim.“ Félagsskapurinn skiptir miklu máli „Það er erfitt er að velja uppáhalds- ána. Í raun er það sú á sem ég veiði í hverju sinni. Eftirvæntingin og spennan er alltaf jafn mikil þegar maður setur græjurnar saman í upphafi veiðiferðar. Þá skiptir gífurlega miklu máli að vera í góðum félagsskap. Hef verið svo lánsamur að vera nánast alltaf með frábærum félögum. Reyndar held ég að á meðan menn eru við veiðiá þá verða þeir hluti af umhverfinu og veiðimenn – flestir – hugsa eins: Vilja lesa ána, spá í hvar fiskur liggi, líklegir tökustaðir og finna rétta agnið.Ekki síður er gaman að finna hvernig alvöru veiðimenn eru fúsir að deila reynslu sinni og þekkingu – benda á hvar veiðivon sé o.s.frv. Það er mjög gaman að upplifa slíkt á bökkunum.“ Vitlaus fiskur í háfinum Ég hef annars haldið mestri tryggð við Flóku í Borgarfirði og Laxá í Leir. Í þessum ám höfum við veitt í mörg herrans ár og alltaf upplifað ný ævintýri. Held að Miðfellsfljótið í Laxá í Leir sé flottasti veiðihylur í heimi enda óteljandi ævintýri orðið þar. Affallið hefur komið skemmti- lega á óvart og þá hefur Skógá alltaf verið mér einkar eftirlát. Frægasta sagan þaðan er þegar við félagarnir lentum í miklu flóði með ófrýni- lega litaðri Skógá. Fiskurinn þjapp- aði sér við ármótin að Kvernu. Óli skóli (Arnbjörnsson) var búinn að setja í marga fiska sem tóku grannt og losnuðu. Hann setur svo í enn einn og biður Dodda Matt að taka kvikindið í háfinn. Doddi skellir háfinum út í og rífur hann upp með myndarlegum fiski. Það var bara vitlaus fiskur því Óli var enn með kengbogna stöngina. Þá hættum við veiði þann daginn. Svona má endalaust telja upp um hverja á hvern veiðistað. Þetta er bara mitt sport. Enn titra ég alltaf í hnjánum eftir að fyrsta laxi sum- arsins sem hefur verið landað (gjarnan í Flóku). Sennilega má kalla þetta ást á veiðigyðjunni,“ segir Hjálmar. Hjálmar Árnason er einn af duglegustu stangveiðimönnum landsins. Nú í haust veiddi hann 500. laxinn sinn en það er ekki nóg með að hann sé með mikla veiðidellu. Hann gerir meira: SKRÁIR HVERN EINASTA LAX Gleymast illa þeir sem sleppa. Að skrá veidda fiska gefur mikla ánægju. -viðtal Hjálmar fékk fyrsta laxinn, veiddan á flugu í áni Flóku en þar hefur kapp- inn veitt árlega í tæp 30 ár - stundum tvisvar á ári. Svona lýsir Hjálmar Flóku: „Einn af gjöfulli stöðum þar var lengi Formaður. Ólgaði gjarnan af stökkvandi fiskum. Kom þar með Ingvari, syni mín- um. Hafði áður fengið eina flugtöku í Rangi en misst þann fisk eftir stutta en snarpa viðureign. Merkilegt hvað maður man vel þá sem sleppa. Setti Green Butt nr. 12 undir og kastaði efst í Formann. Lét strauminn bera flugu og línu og strax fiskur á. Flugulax sem lét dólgslega en varð að játa sig sigraðan eftir langa viður- eign. Þetta var reyndar ekki neitt til að stæra sig af því flugufjandinn var á kafi í kviðnum á fyrsta flugulaxinum. Öllu glæsilegri var Maríulax sonarins, Ing- vars Hjálmarssonar. Gerðist í Flóku, nánar tiltekið í Neðstahyl í efra gljúfrinu. Pabb- inn lýsir þessu svona: „Ingvar var ekki nema 11 ára gamall. Pabbi hans hafði skellt honum á kastnámsekið um vorið og hnýtinga- námskeið um veturinn. Pabbinn sýndi honum hvar hann ætti að byrja efst í strengnum og fikra sig rólega niður hann. Á meðann ætlaði sá gamli að kíkja hvernig væri umhorfs efst í gljúfrinu. Á leið til baka blasti við ógleymanleg sjón. Við gljúfuropið stóð drengurinn með kengbogna stöng! Karlinn hljóp af stað allt hvað af tók, datt á leiðinni, öslaði yfir ána og kom móður og másandi að veiðimanninum með þessum orðum: „Ró- legur, Ingvar minn, rólegur.“ Ég man enn undrunarsvipinn á drengnum þegar hann leit á æstan pabba sinn með þessum orðum: „Ég er rólegur pabbi.“ Þrátt fyrir æstan föður landaði strákurinn fimm punda fiski. Þetta var Maríulax Ingvars veiddur á Rauða Frances nr. 12 með gull- krók. Hnýtt af Ingvari sjálfum. Geri aðrir betur. Þess má geta að Rauð Frances á gullkrók nr. 12 er sú fluga sem ég nota langmest enda gjöful með afbrigðum. Nú til dags veiði ég eingöngu á flugu. Hef samt ekkert á móti maðki, spún eða devon. Mest er það fyrir leti sem ég held mig núna við fluguna eingöngu. Nenni ekki að vera með öll vopnin á lofti. Flugan er einföldust, hreinlegust og ekkert síður gjöful en hinar beiturnar. Menn eiga bara að veiða á það sem leyfilegt er og það sem þeim líður vel með“. En þetta „rugl“ að skrá alla fiska sem maður veiðir? „Að skrá veidda fiska hefur gefið manni mikla ánægju. Reglulega kíkir maður á skýrsluna og rifjar þá upp hverja viðureign. Þannig má segja að veiðiskýrslan láti mann njóta hvers fiskjar oftar en einu sinni“. Fyrsti flugulaxinn „kvið-tekinn“ Hjálmar veiddi fyrsta flugulaxinn á Green Butt Maríulax Ingvars veiddur á Rauða Frances nr. 12 með gullkrók Ólafur Jón Arnbjörnsson fær hjálp hjá Dodda Matt við löndun sem háfaði annan lax en þann sem Óli var með á.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.