Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.11.2015, Page 13

Víkurfréttir - 12.11.2015, Page 13
13VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 12. nóvember 2015 Fyrsti laxinn ofan við Barnafossa „Ég var orðinn 36 ára gamall þegar Maríulaxinn koma á land, þökk sé miklum, norðlenskum veiðimanni, Stefáni Sigurðssyni. Þetta var í Djúpá, skammt ofan Barnafossa,“ segir Hjálmar þegar hann rifjar upp fyrsta laxinn sem hann veiddi: „Tvisvar hafi ég farið með tengda- pabba og mágum mínum í lax- veiði án árangurs. Fann meira að segja fyrir svekkelsi yfir fiskleysinu og komst að þeirri niðurstöðu að þetta ætti ekki fyrir mér að liggja. Við Valgerður fórum norður á Akureyri í heimsókn til skóla- systur hennar. Þekkti gestgjafana sjálfur lítið. Húsbóndinn spyr mig fljótlega eftir komuna hvort ég sé veiðimaður. Segi raunir mínar og hafi í raun hætt laxveiði áður en ég byrjaði þær. „Það var leitt,“ svarar hann. „Ég ætlaði nefnilega að bjóða þér í laxveiði.“ Ekki þurfti nú meiri ögrun. Við fórum í Djúpá, fallega, litla á sem rennur úr Ljósa- vatni út í Skjálfandafljót við Barna- fossa. Stefán Sigurðsson heitir sá er dró mig í þessa örlagaríku ferð. Hann er einn mesti veiðimaður og náttúrbarn sem ég hef kynnst og lærði mikið af honum. Þarna þræddi hann maðk á öngul, festi flot á og sagði mér að dunda við lygnan hyl í góðan tíma. Skrapp sjálfur ofar í ána. Ekki hafði ég verið lengi þegar flotið byrjaði að kippast niður reglulega og fyrr en varði reyndist fiskur á. Hélt að hjartað ætlaði út út líkama mínum – svo mikill var spenningurinn um það hvort hann næðist á land. Vissi í raun ekki hvernig maður ætti að bera sig að. Nema Stebbi hafði sagt mér að halda stönginni boginni ef fiskur kæmi á. „Eftir langa og streitufulla mæðu landaði ég Maríulaxi mínum – báðir gjörsamlega búnir á því – fiskur og veiðimaður. Lesendur geta rétt ímyndað sér stolta veiði- manninn þegar Stebbi, Mentor- inn, kom nokkru síðar að kanna stöðuna. Á milli þúfna lá þessi líka myndarlegi 6 pundari. Síðan á Djúpá sinn sess í hjarta mínu“. pósturu pket@vf.is 500. laxinum fagnað með kampavíni Núna í október náðist svo 500. laxinn á land. Var jafn spennandi og skemmtilegt eins og þegar þeim fyrsta var landað. Hef skrá yfir alla 500 laxana, hvar veiddir, á hvað og með hverjum. Tímamótafiskur- inn fékkst í Ytri-Rangá við útfallið á veiðistað nr. 17A. Hafði með mér kampavín og hef oft losað tappa af minna tilefni. Læt fylgja mynd af glöðum veiðimanni, dauðum laxi og fersku kampavíni. Til að undirstrika lukkuna setti Ólafur Jón í fisk og landaði á sama stað skömmu síðar undir regnboganum. Vertíð ársins lauk með stæl og biðin eftir næstu þegar byrjuð. Hjálmar með 500. laxinn og kampavínið er klárt. Sjö laxar á bakkanum og hjónin ánægð. Hjálmar landaði þessum glæsilega 15 pundara í Skógá og auðvitað á rauðan Frances nr.12.. Félagsskapurinn er stórt atriði í veiði. Hér er Hjálmar með Konráð Lúðvíkssyni og Einari Jóni Pálssyni. Hjálmar í stuði í Laxá í Leir.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.