Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.11.2015, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 12.11.2015, Blaðsíða 16
16 fimmtudagur 12. nóvember 2015 • VÍKURFRÉTTIR -mannlíf pósturu vf@vf.is „Kvennaveldið: Konur og kyn- vitund“ heitir sýning sem opnuð verður á vegum Listasafns Reykjanesbæjar í Duus Safna- húsum í Reykjanesbæ föstu- daginn 13. nóvember kl. 18. Á sýningunni er að finna verk eftir tólf listakonur, Doddu Maggý, Guðnýju Kristmanns, Guð- rúnu Tryggvadóttur, Hlaðgerði Írisi, Huldu Vilhjálmsdóttur, Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur, Kristínu Gunnlaugsdóttur, Lo- uise Harris, Magdalenu Mar- gréti Kjartansdóttur, Rósku, Valgerði Guðlaugsdóttur og Þórdísi Aðalsteinsdóttur. Sýn- ingarstjóri er Aðalsteinn Ing- ólfsson, listfræðingur. Leiðarstef sýningarinnar er að finna í texta sem bandaríska skáldkonan Joan Didion skrifaði um konur og femínisma, nefni- lega: „Hvað það er að vera kona, ósættanlegar andstæðurnar sem í því felast – hvernig það er að lifa dýpsta vitundarlífi sínu líkt og neðansjávar, við dimman nið blóðs, barnsburða og dauða“. Í þessum texta deilir rithöfundur- inn einnig á bandarískan femín- isma, sem hún taldi gera lítið úr girnd, myrku ímyndunarafli og líkamlega tengdum áhyggjum þroskaðra nútímakvenna. Um listakonurnar á sýningunni segir í sýningarskrá: „(Þær) fara ekki í felur með langanir sínar og ímyndanir. Þær segja frá til- urð kynhvatar og kynþroska, opna meira að segja fyrir eld- fima umræðuna um kynþokka barna, upphefja áður „óum- ræðanleg“ fyrirbæri á borð við sköp og fýsn kvenna, flétta saman eigin líffræði, táknfræði og sagn- fræði..Áhorfandinn fær á tilfinn- inguna að í hispursleysi sínu séu myndlistarkonur komnar lengra í tilfinningaþroska en karlkyns starfsbræður þeirra, sjálfskipaðir umsjónarmenn stórra sanninda.“ Í sýningarskrá er einnig að finna ritgerð eftir Sigríði Þorgeirs- dóttur, prófessor í heimspeki, sem ber heitið „Meiri spennu og minna stríð milli kynjanna“. Þar deilir hún m.a. á peningahagkerfi nútímans, sem „á upptök sín í hlutgervingu kvenna og meinar þeim á margan hátt að vera þær sjálfar.“ Sýningin í Listasafni Reykjanes- bæjar stendur til 24. janúar 2016 og er opin frá 12.00-17.00 alla daga. KVENNAVELDIÐ Ný sýning í Listasafni Reykjanesbæjar Nýmynd ehf - Iðavöllum 7 - 230 Reykjanesbæ sími 421 1016 - www.nymynd.is - mynd@nymynd.is 2 0 j ó l a k o r t Jólatilboð - Myndataka, 20 jólakort og þrjár myndir í stærðinni 13 x 18 cm. Fjölbreytt úrval af jólakortum, þú velur. Glæsilegar jólagjafir Verð: 22.900 kr Jólamyndatökur - Okkar vinsælu barnamyndatökur. - Verð við allra hæfi. Tímapantanir í síma 421 1016 Afmælistilboð 11.11.2015 20% afsláttur af öllum stækkunum Gildir frá 11. nóvember til 30. nóvember þ r j á r m y n d i r 1 3 x 1 8 c m ORLOFSHÚS Á SPÁNI Starfsmannafélag Suðurnesja auglýsir orlofshús félagsins á Spáni laust til umsóknar fyrir páska. Einnig auglýsir félagið Spánarhús laust til umsóknar fyrir sumar. Hægt er að sækja um á skrifstofu félagsins eða á vefnum www.stfs.is. Orlofsnefnd STFS PÁSKAÚTHLUTUN 2016 Orlofshús á La Marina á Spáni. 22. mars til 5. apríl. Umsóknarfrestur til 7. desember SUMARÚTHLUTUN 2016 Orlofshús á La Marina á Spáni. Sumarúthlutun er frá 15. maí til 30. sept. (2 vikur hver úthlutun) Umsóknarfrestur til 7. desember Leikfélag Keflavíkur frum-sýndi um síðustu helgi barna- leikritið Rauðhettu í í leikstjórn Víkings Kristjánssonar leikara. Verkið er barnaleikrit fyrir alla fjölskylduna, en Víkingur segir að verkið hafi verið stækkað og inní það bætt fjölmörgum nýjum persónum til að krydda söguna og gera hana skemmti- legri. Auk þess hafa verið samin nokkur skemmtileg lög sem setja skemmtilegan svip. Þetta er í annað skipti sem Leikfélag Kefla- víkur setur upp leikritið um hana Rauðhettu. Uppsetning Rauðhettu núna fær góðar viðtökur áhorfenda sem hafa tjáð sig um verkið á fésbókinni og mæla með Rauðhettu fyrir alla fjöl- skylduna. Næstu sýningar á Rauðhettu verða í Frumleikhúsinu í Keflavík laugar- daginn 14. nóvember kl. 17. Tvær sýningar verða á sunnudag kl. 14 og 17 og svo verður aftur sýnt sunnu- daginn 22. nóvember kl. 14 og 17. Nánari upplýsingar um Rauðhettu má nálgast á www.lk.is Leikfélag Keflavíkur með barnaleikrit í Frumleikhúsinu: RAUÐHETTA FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.