Víkurfréttir - 22.12.2015, Blaðsíða 1
vf.is
Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð,
260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000
Póstur: vf@vf.is
Afgreiðslan er opin
virka daga kl. 09-17
Auglýsingasíminn
er 421 0001
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
auðveldar smásendingar
eBOX flytur minni sendingar frá
Evrópu til Íslands. Sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð.
Auðvelt og fljótlegt.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
einföld reiknivél
á ebox.is
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015 • 50. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR
Nýr& betri opnunartími
Virka daga 9-20 Helgar 10-20
Nettó reykjaNesbæ
ATH!
NÝR OG BETRI
OPNUNARTÍMI
KASKO • IÐAVÖLLUM 14 • REYKJANESBÆ
Virka daga
Helgar
10:00 – 19:00
10:00 – 18:00
Jólasnjór í gamla bænum Hefð hjá mörgum að koma til kirkju um jólin
-segir Erla Guðmundsdóttir sóknarprestur Kefla-
víkurkirkju. Annasamt ár hjá nýjum sóknarpresti
og í hundrað ára kirkju
XX„Hjá mörgum fjölskyldum er það hefð að koma
til kirkju um jólin þó þær komi ekki á öðrum
árstímum. Það er því mikil fjölbreytni sem er
skemmtilegt og fallegt. Fólk
vill heyra jólaguðspjallið
lesið, syngja Heims um ból og
upplifa anda jólanna í helgi-
dómnum,“ segir Erla Guð-
mundsdóttir, sóknarprestur í
Keflavíkurkirkju í viðtali við
Víkurfréttir.
Árið hefur verið annasamt
hjá Erlu en hún tók við sem
sóknarpestur á aldarafmæli
Kef lavíkurkirkju á árinu.
Prestkosning fór fram en stór hópur fólks vildi
tryggja það að Erla fengi starfið. Hún segir að það
hafi tekið á þó svo kosningin hafi gengið vel. „Mér
fannst óþarflega mikið af myndum af mér í fjöl-
miðlum enda finnst mér óþægilegt að vekja þannig
athygli, þó að mér líði alltaf vel að tala við fjölda
fólks í kirkjunni.“ Prestskosningar fóru fram í vor
og var Erla ein í framboði. Hún kveðst hafa verið
létt að ekki hefði komið mótframboð. „Ég hefði
varla haft tíma til þess enda vorum við að setja
upp stóran söngleik og að ferma fjöldann allan af
börnum á þessum tíma.“
Keflavíkurkirkja er ein af fyrstu steinsteypu kirkjum
landsins og þótti gríðarlega mikið mannvirki á
sínum tíma enda var þá gert ráð fyrir að hún gæti
rúmað meirihluta bæjarbúa. Langamma- og afi
Erlu þjónuðu mikið í kirkjunni og á skrifstofu sinni
í kirkjunni situr Erla við skrifborð hans. Í fjölskyldu
Erlu hefur alltaf verið talað um hana Keflavíkur-
kirkju. „Ég upplifi hana sem eina af okkur. Hún
hefur staðið hérna í heila öld og er fólkið sem
myndar hana. Það hefur alltaf verið þannig að fjöldi
fólks hefur viljað þjóna henni. Fólk vill hafa þennan
helgidóm til staðar og að hann sé prýði.“
Sjáið viðtal við Erlu á bls. 8.
Jólaverslunin nær hámarki nú síðustudagana fyrir jól. Aðilar í verslun á
Suðurnesjum eru flestir nokkuð sáttir en
þó hefur heyrst að sums staðar hafi hún
farið nokkuð seint af stað.
Ómar Valdimarsson, forstjóri hjá Sam-
kaupum, er mjög sáttur við jólaverslunina
í ár en segir að öll kurl komi auðvitað ekki
til grafar fyrr en búið er að telja upp úr köss-
unum í árslok. Hann segir að margt spili
inn í þegar kemur að kauphegðun, eins og
veður og dagsetningar hátíðardaga, en hann
á von á því að þessir síðustu dagar fyrir jól
verði annasömustu dagar ársins. „Við erum
tilbúin í lokatörnina og staðan er góð, við
erum vel sátt,“ segir Ómar.
Það eru jól númer 48 hjá Georg V. Hannah í
versluninni við Hafnargötu 49 sem ber nafn
úrsmiðsins. Hann segir verslun ganga sinn
vanagang en þó hafi hann fundið fyrir upp-
sveiflu í fyrra sem virðist einnig vera í ár.
Hjá honum eru skartgripir eins og hálsmen
og eyrnalokkar ávallt vinsælastir og er engin
breyting þar á í ár. Í úrunum eru Daniel
Wellington og Henry London vinsælust í
ár. Vönduð svissnesk úr eru einnig í mikilli
sókn enda klassísk gjafavara.
Að sögn Guðrúnar Reynisdóttur, eiganda
tískuverslunarinnar Gallerí Keflavík, við
Hafnargötu, hefur jólaverslunin farið ágæt-
lega af stað. „Það er þó mest stemmning
allra síðustu dagana fyrir jól,“ segir hún.
Guðrún segir líklegt að álíka mikið hafi
verið verslað hjá Gallerí Keflavík fyrir jólin í
ár og í fyrra. Viðskiptavinir eru þá ýmist að
versla gjafir eða tískufatnað á sig.
Jólaverslunin að ná hámarki á Suðurnesjum:
Staðið vaktina í 48 ár
Georg V. Hannah úrsmiður í Reykjanesbæ hefur staðið vaktina við Hafnargötuna í Keflavík í 48 ár. Hann var að huga að úrum
í sýningarglugga verslunarinnar þegar ljósmyndari átti leið þar hjá. VF-mynd: Hilmar Bragi