Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2015, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 22.12.2015, Blaðsíða 15
15VÍKURFRÉTTIR • þriðjudagur 22. desember 2015 við þurfum ekki að vera stærst, við þurfum bara að vera ánægð,“ segir Róbert. Verslun í bæjarfélaginu hefur farið aðeins niður að þeirra mati. „Þegar við byggðum hér þá var aðal vandamálið að hér voru ekki bíla- stæði í kring. Það hefur ekki verið vandamál síðustu ár. Ég hugsa að það verði nú ekki spennandi að búa hérna ef verslanir hérna hverfa hreinlega á brott,“ segir Róbert en hann telur að bæjarbúar veriði að standa saman í að tryggja verslun og þjónustu á svæðinu. Starfsfólkið á allt sama afmælisdag Fyrir tveimur árum stóðu hjónin í ráðningum á starfsfólki og sóttu margir frambærilegir um. „Það var svo ráðið í þrjár stöður eftir viðtöl og allt það ferli. Þá kemur það í ljós að þau eru öll fædd sama daginn, þann 4. október. Hverjar eru lík- urnar á því, þetta er alveg einstakt,“ segir Hafdís og Róbert skellir upp úr. „Þetta er rosalega þægilegt fyrir okkur því nú er bara haldin ein af- mælisveisla á ári fyrir starfsfólkið.“ „Það er alltaf voðalega gaman í þessu en ætlum við þurfum ekki að fara að huga að starfslokum, búin að vera í þessu í fjörtíu ár ,. Ætli hrunið hafi ekki seinkað okkur að- eins í þeim málum. Núna síðustu ár er verslun orðin góð aftur og því er hægt að fara að skoða starfs- lokin,“ segir Róbert en þau eru rétt kominn á löglegan aldur til þess að fara að huga að eftirlaunum. „Við viljum svo óska öllum við- skiptavinum og öðrum lands- mönnum gleðilegra jóla og far- sældar á nýju ári með þökk fyrir ánægjuleg samskipti í 40 ár“ segja þau Hafdís og Róbert að lokum. pósturu eythor@vf.is Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða! Kæliþjónusta Gísla Wium ÍSLANDSBLEIKJA GRINDAVÍK

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.