Víkurfréttir - 22.12.2015, Blaðsíða 2
2 þriðjudagur 22. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttir pósturu vf@vf.is
MUNUM EFTIR AÐ GLEÐJA
OG NJÓTA UM HÁTÍÐARNAR
Fríhöfnin óskar þér gleðilegrar hátíðar
og endalausra ævintýra á nýju ári.
www.dutyfree.is HVÍT
A
H
Ú
S
IÐ
|
S
ÍA
2
0
15
OPNUNARTÍMI
YFIR JÓL OG ÁRAMÓT
AKSTUR STRÆTÓ
VILTU KOMA Í
TEYMIÐ OKKAR?
DUUS SAFNAHÚS
JÓLAGJAFIR
Ráðhús – Þjónustuver og Bókasafn
Lokað 24. – 27. desember
Opnað 28. desember kl. 10:00
Lokað 31. desember – 4. janúar
Aðra daga er hefðbundinn opnunartími
Duus Safnahús og Rokksafn Íslands
Lokað 24. og 25. desember
Lokað 31. desember og 1. janúar
Aðra daga er hefðbundinn opnunartími
Sundmiðstöð/Vatnaveröld
Opið 23. desember til kl. 16:00
Lokað 24. – 26. desember
Opið 31. desember til kl 10.00
Lokað 1. janúar
Aðra daga er hefðbundinn opnunartími
Íþróttamiðstöð Njarðvíkur
Opið 23. desember til kl. 13:00
Lokað 24. – 26. desember
Lokað 31. desember og 1. janúar
Aðra daga er hefðbundinn opnunartími
Strætóferðir innan Reykjanesbæjar falla
niður eftirtalda daga yfir jólahátíðina:
Aðfangadag 24. desember, jóladag 25. desember,
annan í jólum 26.desember, gamlársdag 30. desember
og nýársdag 1. janúar.
Umhverfissvið óskar eftir húsumsjónarmanni. Starfið
felst m.a. í viðhaldi og umsjón fasteigna Reykjanes-
bæjar auk annarra starfa. Leitað er eftir áhugasömum
og úrræðagóðum starfsmanni sem getur unnið sjálf-
stætt og hefur til að bera ríka þjónustulund og mikla
færni í mannlegum samskiptum. Krafa um iðnmenntun
eða reynslu sem nýtist starfi. Ökuréttindi skilyrði.
Umsóknarfrestur er til 4. janúar 2016.
Umsóknum skal skila rafrænt á vef Reykjanesbæjar
www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf.
Nánari upplýsingar um starfið veitir
Guðlaugur H Sigurjónsson sviðsstjóri
Umhverfissviðs í síma 4216739 eða netfangið
gudlaugur.h.sigurjonsson@reykjanesbaer.is.
Kerti og spil og bækur fyrir alla. Jólagjafir handa
heimamönnum, brottfluttum og öðrum áhugasömum.
Samakup hf., sem m.a. rekur verslunarkeðj-urnar Nettó, Samkaup Úrval, Samkaup
Strax og Kaskó. úthluta árlega í desember fjöl-
mörgum styrkjum til hinna ýmsu samfélags-
mála. Þetta er gert samkvæmt stefnu félagsins
um samfélagslega ábyrgð. Koma þessir styrkir
til viðbótar við önnur samstarfsverkefni sem
Samkaup styrkja víðsvegar um landið á hinum
ýmsu sviðum allt árið um kring.
Nú í desember voru veittir styrkir til: Velferðar-
sjóðs Suðurnesja sem er í umsjón Keflavíkur-
kirkju, Velferðarsjóðs Ytri-Njarðvíkurkirkju,
Grindavíkurkirkju, Hjálpræðishersins í Reykjavík,
Fjölskylduhjálpar Íslands, Borgarneskirkju, Sel-
fossprestakalls, Mæðrastyrksnefndar Akureykar,
Samhljóms sem er fjölskyldu- og styrktarsjóður í
Þingeyjarsýlsu, Styrktarsjóðs Húnvetninga, Kar-
melsystra á Akureyri, Karmelítuklausturs í Hafn-
arfirði og til kærleiksboðbera í Reykjavík.
Verktakar á Suður-
nesjum skoða
mönnun fram-
tíðarverkefna
XuSamtök atvinnurekenda á
Reykjanesi, SAR, boðuðu til
fundar með nokkrum verk-
tökum sem eru innan samtakana
til að fara yfir þau verkefni sem
eru framundan næstu árin á
Reykjanesi. Voru kynnt verk-
efni sem fyrirhugað er að fara í
á næstu 15-20 árum fyrir um 200
milljarða.
Góðar umræður voru á fundinum
yfir hvernig hægt verði að manna
þessi verkefni. Einnig rætt um að
fjölga þarf iðnaðarmönnum og
hvernig auglýsa skuli iðnaðarstörf
sem framtíðarstarf fyrir ungt fólk.
Að sögn Guðmundar Péturssonar
formanns SAR var ákveðið að boða
til fundar með öllum verktökum á
svæðinu í lok janúar eða í byrjun
febrúar og fara yfir stöðuna og
hvernig bregðast megi við.
Flugfreyja festi
fingur í klukku-
stund á salerni
XuLenda þurfti farþegavél frá
Turkish Airlines á Keflavíkur-
flugvelli um helgina vegna
flugfreyju sem hafði slasað sig
um borð. Einnig hafði kven-
farþegi veikst í fluginu og voru
þær báðar fluttar á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja til aðhlynn-
ingar. Flugfreyjan hafði fest
tvo fingur í ruslaopi inni á sal-
erni vélarinnar og sat þar föst í
um klukkustund. Í vélinni var
bráðaliði sem gat aðstoðað við
að losa fingurna.
Við skoðun á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja kom í ljós að fingur
flugfreyjunnar voru óbrotnir og
farþeginn fékk einnig leyfi hjá
lækni til að halda áfram för sinni
til áfangastaðar.
Farþegavélin frá Turkish Airlines á
Keflavíkurflugvelli um sl. helgi.
Ljósmynd: Kjartan Guðmundur Júlíusson
Sigrún Ólafsdóttir, hjúkrunar-fræðingur í Reykjanesbæ,
hafði heppnina með sér þegar
dregið var úr Jólalukkumiðum
sem borist hafa í Nettó og Kaskó
í Reykjanesbæ. Þegar dreginn var
út þriðji iPhone 6S snjallsíminn
var nafn Sigrúnar á miðanum.
Hafsteinn Hafsteinsson á Hrauns-
vegi 23 í Reykjanesbæ fékk ferða-
vinning með Icelandair í sama út-
drætti. Þá vann Oddný Ragna Fa-
hning Vesturvegi 21 í Vestmanna-
eyjum 15.000 kr. gjafabréf í Nettó.
Sigrún var ánægð með að fá sím-
ann, enda var hún að safna sér
fyrir snjalltæki til að geta átt mynd-
samtöl við börn og barnabörn í út-
löndum.
Margrét Hróarsdóttir, einstæð
tveggja barna móðir og nemi í
orkutæknifræði hjá Keili á Ásbrú
var heldur betur með heppnina
með sér í síðustu viku þegar Jóla-
lukku-miði með hennar nafni var
dreginn út í öðrum útdrætti í Jóla-
lukku Víkurfrétta. Hún, eins og
Sigrún, vann iPhone 6s.
Það hafa fleiri haft heppnina með
sér í Jólalukkunni. Einn af stærstu
vinningum Jólalukkunnar, 55”
flatskjár frá Nettó, er kominn fram.
Það var Hrefna Gunnarsdóttir sem
hlaut þann vinning. Hún er á einn-
ig af myndunum sem fylgja þessari
frétt ásamt Jóni Eyberg Helgasyni,
starfsmanni Nettó í Reykjanesbæ.
Síðasti útdráttur í Jólalukkunni
verður að morgni aðfangadags. Það
er því ástæða til að hvetja fólk til að
skila lukkumiðum í kassana sem
eru staðsettir í Nettó og Kaskó í
Reykjanesbæ því ennþá er til mikils
að vinna í þessum magnaða jólaleik
Víkurfrétta og verslana.
Sigrún hringir myndsímtöl í
barnabörnin úr nýjum iPhone 6S
Sigrún Ólafsdóttir með nýjan iPhone 6S.
Hrefna Gunnarsdóttir vann 55”
flatskjá frá Nettó á Jólalukkumiða.
Samkaup úthluta styrkjum
til samfélagsmála fyrir jólin
Á meðfylgjandi mynd má sjá fulltrúa frá Grindavíkurkirkju, Velferðar-
sjóði Suðurnesja og Njarðvíkurkirkju ásamt Bjarka Þór Árnasyni versl-
unarstjóra.