Víkurfréttir - 17.03.2016, Qupperneq 11
12 fimmtudagur 17. mars 2016VÍKURFRÉTTIR
Mannvit hefur gert samning við Thor-
sil ehf. um byggingu kísilvers Thorsils
í Helguvík. Samningurinn er svokall-
aður EPCM samningur, þ.e. alhliða
samningur um hönnun, innkaup
og umsjón framkvæmda. Verðmæti
samningsins er um 4,9 milljarðar
króna og nær framkvæmd hans yfir
þrjú ár. Fyrirvari er í samningnum
um endanlega fjármögnun byggingar-
framkvæmda Thorsils.
Með þessum samningi hefur Mannvit
tekið að sér að sjá um verkfræðilegan
undirbúning að byggingu kísilvers
fyrirtækisins í Helguvík, hafa um-
sjón með útboðum og gerð samninga
við tækjaframleiðendur og verktaka,
ásamt því að hafa yfirumsjón með
framkvæmdum á meðan á byggingu
kísilversins stendur.
„Við hjá Mannviti erum afskaplega
ánægð og stolt yfir gerð þessa samn-
ings. Þetta er einn umfangsmesti
samningur á sviði orkufreks iðnaðar
sem íslenskt verkfræðifyrirtæki hefur
gert fram til þessa, og við framkvæmd
hans mun nýtast sú reynsla og tækni-
þekking sem orðið hefur til hér á landi
við áratuga þjónustu við fyrirtæki á
sviði orkufreks iðnaðar,“ sagði Sigur-
hjörtur Sigfússon, forstjóri Mannvits í
tilefni af undirritun samningsins.
„Eftir ítarlegan undirbúning og grein-
ingu hefur Thorsil valið þá leið að
byggja kísilver sitt með EPCM fyrir-
komulagi. Með því næst fram talsvert
hagræði sem Thorsil getur nýtt sér,
einkum í ljósi þess að hjá fyrirtækinu,
ráðgjöfum þess og tækniteymi er fyrir
hendi mikil þekking á kísilmálm-
iðnaðinum. Ennfremur býr Mann-
vit yfir þekkingu og reynslu af því að
stýra sambærilegum framkvæmdum.
Thorsil hefur átt gott og farsælt sam-
starf við Mannvit við undirbúning
verkefnisins og ríkir ánægja hjá fyrir-
tækinu með samninginn“ segir John
Fenger, stjórnarformaður Thorsil.
Dagforeldrunum Hrönn Ásmunds-
dóttur, Margréti Stefánsdóttur og
Huldu Guðmundsdóttur var veitt
viðurkenning á Degi um málefni fjöl-
skyldunnar fyrir 10 ára starfsaldur
en dagurinn var haldinn hátíðlegur
síðasta laugardag. Þá fékk Landsbank-
inn í Reykjanesbæ viðurkenningu
sem Fjölskylduvænt fyrirtæki 2016 en
hann var tilnefndur af starfsmönnum.
Viðurkenningin var að þessu sinni
ljósmynd eftir OZZO.
Dagur um málefni fjölskyldunnar
var haldinn laugardaginn 12. mars í
Fjölskyldusetrinu Skólavegi. Erindi
um málefni fjölskyldunnar héldu
þær Jasmina Crnac og Bryndís Jóna
Magnúsdóttir. Þórey Ösp Gunn-
arsdóttir kynnti hvað stendur fjöl-
skyldum til boða í Bókasafni Reykja-
nesbæjar. Dagskránni lauk á skemmti-
legum söng frá Barnakór Tónlista-
skóla Reykjanesbæjar undir stjórn
Bylgju Dísar Gunnarsdóttur.
Alls sóttu daginn um 60 manns sem
var hinn gleðilegasti í alla staði.
Hulda, Hrönn og Margrét fengu
viðurkenningu á fjölskyldudegi
●● Landsbankinn●í●Reykjanesbæ●fjölskylduvænt●fyrirtæki●2016
Á myndinni eru f.v. Kristín Helga-
dóttir, leikskólafulltrúi Reykjanes-
bæjar, Hrönn Ásmundsdóttir og
Margrét Stefánsdóttir dagforeldrar. Á
myndina vantar Huldu Guðmunds-
dóttur.
Landsbankinn í Reykjanesbæ fékk viðurkenningu sem Fjölskylduvænt fyrirtæki 2016 en hann var tilnefndur af starfs-
mönnum. Viðurkenningin var að þessu sinni ljósmynd eftir OZZO.
Mannvit semur við Thorsil
●● Mannvit●tekur●að●sér●að●sjá●um●verkfræðilegan●undirbúning●að●byggingu●kísil-
vers●í●Helguvík
Á mynd frá vinstri: Eyjólfur Árni Rafnsson, framkvæmdastjóri iðnaðar hjá
Mannviti, Sigurhjörtur Sigfússon, forstjóri Mannvits, Hákon Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Thorsil og Gunnar Jónsson, lögmaður.
Orlofshús VSFK
Sumar 2016
Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út í sumar:
2 hús í Svignaskarði (Veiðiley í neðra svæði Norðurá í boði)
3 hús í Húsafelli
2 hús í Ölfusborgum
2 hús í Hraunborgum
1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h, á Akureyri
Útleigutímabilið er frá föstudeginum 27. maí 2016 og fram til
föstudagsins 26. ágúst 2016.
Umsóknir liggja frammi á skrifstofu félagsins og einnig inn á
heimasíðu vsfk.is
VSFK mun senda virkum félagsmönnum umsókn á rafrænu formi,
þar sem hægt er að klára umsóknarferlið inn á mínum síðum VSFK.
Umsóknafrestur er til kl. 16.00 mánudaginn 4.apríl 2016.
Úthlutað verður samkvæmt punktaker.
Orlofsnefnd VSFK
AÐALFUNDUR
Björgunarsveitin Þorbjörn, Björgunarbátasjóður Grindavíkur
og unglingadeildin Hafbjörg halda aðalfund sinn þann 30. mars nk. kl. 18:00
í húsi sveitarinnar að Seljabót 10.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf - Stjórnarkjör - Önnur mál.
Stjórnin
ATVINNA
Starfsmaður í íþróttamiðstöð Grindavíkur
Grindavíkurbær auglýsir eftir afleysingu í íþróttamiðstöðinni. Unnið er á vöktum. Óskað er eftir
að ráða kvenmann í 62% starf við gæslu, afgreiðslu og þrif, frá 21. mars í að minnsta kosti 6 vikur,
möguleiki er að viðkomandi fari í 100% starf vegna sumarafleysinga í framhaldi af þessu.
Nánari upplýsingar um starfið veitir
Hermann Guðmundsson forstöðumaður íþróttamannvirkja í síma 660 7304.
Sjá nánar á www.grindavik.is/atvinna