Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.03.2016, Side 13

Víkurfréttir - 17.03.2016, Side 13
14 fimmtudagur 17. mars 2016VÍKURFRÉTTIR Ég get ekki orða bundist lengur yfir þeirri ákvörðun núverandi bæjar- stjórnar Grindavíkur, sem á eftir tvö ár af sínu kjörtímabili, að setja Kvikuna á sölu og sér enga ástæðu til þess að kynna það fyrir bæjarbúum. Mikið var lagt í hönnun og byggingu hússins á sínum tíma og mikill metn- aður lagður í sjálfa sýninguna sem heillar alla sem koma og heimsækja okkur. Sögu fortíðar er kastað á glæ og framtíðinni raunar líka með þessari ákvörðun af því að ef húsið verður selt þá verður ekki aftur snúið. Það er morgunljóst að rekstur á húsi sem er með menningartengda þjón- ustu kemur sennilega aldrei til með að bera sig, ekki frekar en sundlaug og ýmislegt annað sem bæjarfélög reka. Mér finnst skylda sveitarfélagsins að varðveita söguna og vera stolt af henni og hvernig lífið hér í Grindavík var, bæði fyrir komandi kynslóðir okkar að geta kynnt sér og líka fyrir gesti sem sækja okkur heim. Margir íbúafundir hafa verið haldnir hér á síðari árum til þess að kynna hin ýmsu skipulög. Þar hafa tli dæmis verið samþykktar tillögur sem af því að Kvikan verði ímiðdepli miðbæjar- og hafnarkjarnans sem minningar- hús og samkomustaður og fyrir hinar ýmsu uppákomur, svo sem Sjóarann Síkáta og fleira. Hvað er með þær ákvarðanir núna, er ekkert hægt að taka mark á þeim ákvörðunum sem búið er að taka? Hvað ætlum vi ðað bjóða ferðafólki að sjá í Grindavík varðandi sögu og uppbyggingu bæjar- ins? Íþróttahúsið og kaffihús? Ég skora á bæjarstjórn Grindavíkur að halda kynningu fyrir bæjarbúa og athuga hvaða hug þeir bera til Kvik- unnar og sýningarinnar áður en það verður um seinan. Guðbjörg Eyjólfsdóttir Kvikan - menningarhús Grindvíkinga? Þann 19. mars næstkomandi eru 10 ár frá því að N listinn tók til starfa í Sveitarfélaginu Garði. N listinn bauð fram þverpólitískan lista í sveitar- stjórnarkosningunum 27. maí 2006 og hlaut meirihluta atkvæða kosninga- bærra manna í kosningunum. Oddný G. Harðardóttir alþingismaður varð þar með fyrst kvenna til að gegna bæjarstjóraembætti fyrir Garðbúa og gengdi hún því farsællega í þrjú ár. Kveikjan að stofnun N listans var sú að um tuttugu þverpólitískar konur úr öllum stéttum samfélagsins hittust til þess að ræða hvernig bæta mætti sam- félagið og auka lýðræðislega aðkomu bæjarbúa. Á þessum tímamótum settu aðstandendur I listans sig í samband við forystumenn N listans um sam- starf og úr varð nýtt framboð N list- inn. H listanum var einnig boðið að vera með en í ljós kom að þeir ætluðu ekki að taka þátt í kosningunum. Ein- staklingar af H listanum höfðu þó að- komu að N listanum. N listinn er þverpólitískt afl allra flokka sem og óháðra kjósenda og hefur átt gott samstarf við íbúa sveitar- félagsins allt frá stofnun hans og hafa konur verið áberandi á N listunum. Fyrstu bæjarfulltrúar N listans voru Oddný G. Harðardóttir, Laufey Er- lendsdóttir, Brynja Kristjánsdóttir og Arnar Sigurjónsson. Særún Ástþórs- dóttir tók sæti Arnars 2008. Í bæjarstjórn voru þá fimm konur og tveir karlar. Bæjar- stjórinn, forseti bæjarstjórnar og for- maður bæjarráðs voru konur auk þess voru konur formenn í öllum nefndum bæjarins nema einni. Þannig sveif andi landnámsmannsins Steinunnar gömlu yfir vötnum á 100 ára afmæli Garðs í júní 2008. Bæjarfulltrúar N listans í dag eru Jónína Holm og Pálmi Steinar Guð- mundsson. 10 ár frá stofnun N listans í Garði Núna í mars eru 25 ár liðin frá stofnun Félags eldri borgara á Suðurnesjum. Á þessum árum hefur félagið náð að dafna vel og heldur upp öflugu og fjölbreyttu starfi. Félagar eru rúm- lega 2200. Í tilefni þessara tímamóta verður haldið upp á afmælið laugar- daginn 19. mars á Nesvöllum. Opið hús verður frá klukkan 15:00 til 18:00. Allir eru velkomnir. Félag eldri borgara á Suðurnesjum í aldarfjórðung UMFERÐAR- ÖRYGGISÁÆTLUN Auglýst er eftir ábendingum frá íbúum Sandgerðisbæjar í tengslum við gerð Umferðaröryggisáætlunar Sandgerðisbæjar. Íbúar eru vinsamlegast beðnir um að senda ábendingar á netfangið sandgerdi@sandgerdi.is eða skila þeim í afgreiðslu bæjarskrifstofu Sandgerðis í Vörðunni, Miðnestorgi 3, fyrir 24. mars 2016. Auglýsingasíminn er 421 0001

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.