Víkurfréttir - 17.03.2016, Síða 16
17fimmtudagur 17. mars 2016 VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagskvöldið komu saman nemendur í
7. – 10. bekk ásamt foreldrum og öðrum gestum
á sal skólans. Allir nemendur í þessum árgöngum
voru með fjölbreytt og skemmtileg atriði s.s.
leikrit, söng og dans. Þá sýndi leiklistavalið brot
úr söngleiknum Bugsy Malone sem verður frum-
sýndur eftir páska og nemendur í Zumba-vali í
skólanum sýndu einnig dans. Eftir að atriðum
lauk var ball fyrir nemendur undir stjórn plötu-
snúðsins Heiðars Austmann.
Föstudaginn 11. mars komu svo nemendur í 1. –
6. bekk saman ásamt foreldrum í íþróttahúsinu. Í
ár var ákveðið að hafa eina árshátíð fyrir þennan
aldurshóp en þær hafa hingað til verið þrjár.
Starfsmenn skólans fengu aðstöðu í íþróttahús-
inu og þar var sett upp svið, kastarar og salurinn
skreyttur fallega.
Atriðin voru fjölbreytt og má áætla að um 700
gestir hafi verið í salnum að horfa á og njóta.
Eftir atriði á sviði héldu nemendur og gestir inn
í skólann þar sem boðið var upp á hlaðborð með
kökum og brauðréttum.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á árshátíðinni.
Glæsileg ÁRSHÁTÍÐ Akurskóla
●● Árshátíð●Akurskóla●2016●fór●fram●í●tveimur●hlutum●10.●og●11.●mars.
Sölusýning þann 19. mars og 20. mars kl. 14.00 – 16.00 þar sem íbúðir 301
og 302 verða sýndar fullbúnar (auðvelt að finna húsið því þar stendur eini byggingarkraninn í hverfinu).
Nánari upplýsingar má nálgast hjá Eignasala.is að Hafnargötu 90a, 2h. S: 420-6070
eða eignasala@eignasala.is og hjá Jóni P. hjá Allt Fasteignum, Bæjarhrauni 12 í
Hafnarfirði, í síma 772-1757 eða jonni@alltfasteignir.is
Dalvegi 10-14 / 595 0570 / Parki.is
Nýjar fullbúnar 3ja – 4ra herbergja íbúðir með öllum gólfefnum sem
afhendast í maí 2016.
Einstaklega vandaðar íbúðir með sérinngangi og fyrsta lyftuhúsið í
þessum hluta Reykjanesbæjar (Innri Njarðvík).
Sérsmíðaðar innréttingar og innihurðir frá Parka, vandaðar flísar frá
Álfaborg og AEG heimilistæki frá Ormsson.
Húsið stendur við sömu götu og næsti grunnskóli hverfisins mun rísa
og í næstu götu er einnig skipulagður nýr leikskóli. Frábært útsýni til
lands og sjávar.
Verð frá 24.9 m.kr. og allt að 98% fjármögnun og útborgun frá 498 þús.
Húsanes kynnir nýjar og glæsilegar íbúðir
að Bjarkardal 2 í Reykjanesbæ:
Þökkum frábærar viðtökur
Nokkrar íbúðir seldar strax fyrstu vikuna!