Víkurfréttir - 17.03.2016, Side 18
19fimmtudagur 17. mars 2016 VÍKURFRÉTTIR
leiðandi í áberandi tölfræðiþáttum og
það getur vel verið að Hill sé það líka,
en hann er bara enginn Earl Brown.
Valur orri er lykilmaður í einvíginu
að mati Jóns. „Það skiptir Keflvíkinga
gríðarlega (sagt með Jonna rödd)
miklu máli að fá hann í gang. Hann er
einfaldlega of góður til þess að bjóða
mikið lengur upp á spilamennsku eins
og í lok deildarinnar. Hann hefur sýnt
það oft að hann er slægur og kann
vel við sig á þessum stóru stundum.
Ég hef litlar áhyggjur af honum. Ég
hef hins vegar áhyggjur af dýptinni
hjá Keflavík. Svona verkefni er ekkert
keyrt bara á einhverju byrjunarliði.“
Ljón á vegi
unga þjálfarans
Grindavík - 8. sæti
og mæta KR
Form: Tapað síðustu fjórum
af fimm
„Þeir Grindvíkingar eru með hör-
kulið en það er búið að ganga á ýmsu
hjá þeim, eins og Suðurnesjaliðunum
öllum. Þeir fara í gegnum breytingar
í þjálfaraliðinu og skipta um Kana. Af
Suðurnesjaliðunum þremur þá eru
Grindvíkingar með reynsluminnsta
þjálfarann, sem í ofanálag er að þjálfa
jafnaldra sína og jafnvel einhverja sem
eru eldri en hann. Það var fyrirséð í
sumar þegar hann var ráðinn að það
yrðu einhver ljón á vegi þessa unga
þjálfara og hann hefur alveg fengið sín
verkefni að glíma við. Þessi hópur er
búinn með þetta allt og þeir lönduðu
titlum þarna í Grindavík fyrir ekki
svo löngu síðan. Menn gleyma ekk-
ert körfuboltahæfileikunum yfir nótt.
Mögulega er þessi kjarni þeirra að-
eins orðinn veðraður og þá er í fínu
lagi að beina spjótum sínum að yngri
mönnum til þess að stíga upp. Það er
algjört lykilatriði að Garcia nái sér í
gang. Um leið og hann fer að verða
ógnandi þá sjáum við stráka eins og
Ómar leika lausum hala og njóta sín
í botn. Þegar öllu er á botninn hvolft
þá eru KR-ingar dýpri og þeir eru með
Craion. Þetta verður erfitt og Grind-
víkingar þurfa að fara í DHL höllina
og vinna, en þar hafa KR-ingar unnið
síðustu 43 af 46 leikjum sínum. Þessi
þrjú Suðurnesjalið eiga það öll sam-
merkt, að ef þau ætla að lifa af þessi
8-liða úrslit, þá þarf eitthvað rokk
og dúndur að gerast á næstu sólar-
hringum. Suðurnesjaliðin eiga öll ein-
hvern séns á því að fara áfram. Grinda-
vík þó sístan. Ég fæ ekki séð að í fimm
leikjum þá hafi þeir KR þrisvar.“
Með stolti kynnum við til sögunnar knattspyrnuskóla
knattspyrnudeildar UMFG og Lýsis 2016
fyrir 3. – 5. flokk stráka og stelpna.
Mikil áhersla er lögð á að einstaklingurinn fái að njóta sín í
knattspyrnuskólanum. Unnið er í litlum hópum og er markmiðið
að hver og einn fá góða innsýn í æfingaheim þeirra sem hafa
atvinnu af því að stunda knattspyrnu. Skólinn er ekki síður fyrir
markmenn en útileikmenn, enda er boðið upp á sérstaka mark-
mannsþjálfun.
Boðið verður upp á úrvals dagskrá sem inniheldur m.a.
æfingar, fyrirlestra, mat, sund, diskó og fleira.
Gisting í boði fyrir þátttakendur í 4.flokki og 3.flokki
í Hópsskóla.
Verð fyrir þessa þrjá daga er 8000 kr.
Kennarar og fyrirlesarar:
Freyr Alexandersson, A-landsliðsþjálfari kvenna - Ásgerður Stefanía
Baldursdóttir, fyrirliði m.fl kvk Stjörnunnar - Alfreð Jóhannsson, þjálfari
m.fl ÍBV - Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari í Keflavík - Arngrímur J Ingi-
mundarson, þjálfari hjá Keflavík - Óli Stefán Flóventsson, þjálfari m.fl
Grindavík - Ægir Viktorsson, yfirþjálfari yngri flokka Grindavík - Danimir
Milkanovic, UEFA-pro markmannsþjálfari - Nihad Cober Hasecic, þjálfari
hjá Grindavík - Milan Stefán Jankovic, þjálfari hjá Grindavík - Bentína
Frímannsdóttir, þjálfari hjá Grindavík - Klemenz Sæmundsson, nær-
ingarfræðingur - Sigurvin Ingi Árnason, sjúkraþjálfari og margir fleiri.
Takmarkaður fjöldi er á námskeiðið
og því um að gera að skrá sig sem fyrst.
Nánari upplýsingar og skráning með nafni og kennitölu
berist á netföngin aegir@umfg.is/olistefan@umfg.is fyrir
24. mars
KNATTSPYRNUDEILD UMFG OG LÝSI
HELDUR KNATTSPYRNUNÁMSKEIÐ FYRIR
STRÁKA OG STELPUR HELGINA 1. - 3. APRÍL
BRAGI&BÓKIN HOLLARI FÆÐA
HLJÓÐNEMINNEITT TÖFRATEPPI, TAKK
Bragi Hilmarsson er 8 ára bóka-
útgefandi í Stóru-Vogaskóla
Ásdís Ragna kennir okkur að búa til
hollari rétti á fimm mínútum!
Syrpa frá sönglagakeppni
Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Leikfélag Keflavíkur og Nemendafélag FS
í skemmtilegu samstarfi í Frumleikhúsinu
- eitthvað fyr
ir alla!
Sjónvarp Víkurfrétta
öll fimmtudagskvöld kl. 21:30
Hluti af atvinnulífinu
Bílaþjónusta N1
leitar að liðsstyrk
VR-15-025
Hæfniskröfur:
• Reynsla og þekking á smur- og hjólbarðaþjónustu
• Rík þjónustulund
• Samskiptahæfni
• Vönduð vinnubrögð
• Reglusemi og stundvísi
www.n1.is facebook.com/enneinn
N1 óskar eftir að ráða áreiðanlegan, duglegan og
reynslumikinn starfsmann á smur- og hjólbarðaverkstæði
sitt í Reykjanesbæ.
Helstu verkefni:
• Almennar bílaviðgerðir
• Smur- og hjólbarðaþjónusta
Hjólbarðaverkstæði N1 hafa öll hlotið vottun
samkvæmt gæðakerfi Michelin, en þá vottun
fá eingöngu þau hjólbarðaverkstæði sem uppfylla
ströngustu gæðakröfur Michelin.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Dagur Benónýsson
í síma 440 1030 eða í netfangi dagur@n1.is.