Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.2016, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 07.04.2016, Blaðsíða 1
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M • Fimmtudagurinn 7. mars 2016 • 14. tölublað • 37. árgangur l Jóhanna Ruth söng til sigurs í úrslitum Ísland Got Talent l „Það voru allir að knúsa mig og kissa“ Stjarna er fædd Allur búnaður fyrir kísilver United Silicon ásamt byggingarefni til að ljúka byggingu kísilversins er kom- inn til Helguvíkur. Því var fagnað sl. föstudag að 90 dagar eru þar til framkvæmdum á að ljúka við byggingu kísilversins sem síðan hef- ur framleiðslu 15 dögum síðar. Magnús Garðarsson, framkvæmda- stjóri United Silicon, sagðist von- góður á að tímaramminn muni standast nú þegar allt sem þarf til að ljúka byggingunni og uppsetningu verksmiðjunnar væri komið á fram- kvæmdastað. Starfsmönnum á framkvæmdasvæði United Silicon var gerður dagamunur sl. föstudag en nú vinna 205 starfs- menn að uppbyggingu kísilversins, auk tólf starfsmanna á skrifstofu United Silicon. Nemendur Myllubakkaskóla tóku Jóhönnu Ruth opnum örmum þegar sigurvegari Ísland got talent söng fyrir samnemendur sína á sal skólans í vik- unni. Á sunnudag fagnaði Keflvíkingurinn Jó- hanna sigri í keppninni og hafði hún fengið frí í skólanum á mánudeginum til þess að jafna sig á herlegheitunum og ræða aðeins við fjölmiðla. „Ég var bara mjög hress og kát eftir sigurinn. Ég fór heim og hafði það gott með fjölskyldunni. Það var mjög erfitt að sofna eftir keppnina og ég svaf held ég í bara fimm klukkutíma,“ sagði Jóhanna létt í spjalli við VF. Jóhanna fékk frábærar móttökur þegar hún mætti í skólann eftir sigurinn. „Það voru allir að knúsa mig, heilsa mér og kyssa mig á kinnina og allir voru forvitnir um keppnina.“ Nánar er fjallað um afrek Jóhönnu Ruthar í blað- inu í dag en einnig er birt viðtal við hana í Sjón- varpi Víkurfrétta sem er á dagskrá ÍNN í kvöld. n Loftrýmisgæsla Atlantshafs- bandalagsins við Ísland hófst að nýju sl. mánudag með komu flug- sveitar bandaríska flughersins. Flugsveitin kemur frá Air National Guard í Westfield, Massachusetts. Alls munu um 150 liðsmenn taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Flugsveitin kom til landsins síðdegis í gær með fjórar F-15C orrustuþotur og KC-135 elds- neytisbirgðaflugvél. Verkefnið verður framkvæmt með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Ráðgert er að verkefninu ljúki fyrir lok apríl. Verk- efnið er framkvæmt af starfsmönnum Landhelgisgæslu Íslands á Öryggis- svæðinu á Keflavíkurflugvelli, segir í frétt Landhelgisgæslunnar. Fjórar F15C og eldsneytisvél í loftrýmisgæslu 90 dagar eftir af fram- kvæmdum l Á þriðja hundrað starfsmenn við byggingu kísilvers United Silicon n Um 150 liðsmenn taka þátt í loftrýmis- gæslu Nató með komu flugsveitar banda- ríska hersins. Fjórar F-15C orrustuþotur hafa látið til sín taka yfir Suðurnesjum og víðar að undanförnu. VF-mynd: Hilmar Bragi LJ ÓS M YN D: EY ÞÓ R SÆ M UN DS SO N Eignir á Ásbrú, gamla varnarsvæðinu, fyrir 11,5 milljarða hafa nú þegar verið seldar. Það eru um 60 prósent húsnæðis á svæðinu, í fermetrum talið. Fasteignamat þeirra eigna sem á eftir að selja er um 7,5 milljarðar. Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á þriðjudag lögðu bæjarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokks fram bókun þess efnis að gerð verði krafa til ríkisins um að stórum hluta söluverðmætis eigna á Ásbrú verði varið til upp- byggingar á nærþjónustu á svæðinu. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur óskað eftir afstöðu Reykjanesbæjar til sölu á eignum á Ásbrúarsvæð- inu. Að sögn Kjartans Þórs Eiríkssonar, fram- kvæmdastjóra Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkur- flugvallar, á nú eftir að selja um 300 einingar af þeim 900 fjölskylduíbúðum sem eru á Ásbrú og um 300 af þeim 1100 einstaklingsíbúðar/-herbergja einingum sem þar eru. „Einnig er nokkuð eftir af verslunar-, þjónustu- og iðnaðarhúsnæði,“ segir hann. Allir kaupendur íbúðar- og atvinnuhúsnæðis á Ásbrú hafa verið leigufélög. Kjartan segir áætlanir Kadeco um mótun samfélags á Ásbrú gengið eftir og að miðað við ástand á fasteignamarkaði undan- genginna ára sé allt á áætlun. Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, er í eigu ríkisins og segir Kjart- an Kadeco hafa skilning á afstöðu þeirra sem vilja að meirihluti fjármagns af sölu eigna á Ásbrú verði eftir á svæðinu en að á endanum verði það eiganda fjármunanna, það er ríkisins, að ákveða hvernig þeim verði varið. Eftirfarandi er bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í Reykjanesbæ sem lögð var fram á fundi bæjar- stjórnar þriðjudaginn 5. apríl: Við brotthvarf bandaríska varnarliðsins haustið 2006 stofnaði ríkið Þróunarfélag Keflavíkurflug- vallar ehf. og fól því að annast umsýslu fasteigna ríkisins á svæðinu og önnur verkefni sem tengjast framtíðarþróun þess. Við höfum séð svæðið þróast mikið í kringum Keili, frumkvöðlasetrið og gagnaver svo eitthvað sé nefnt og nú er svo komið að mikið af íbúðahúsnæðinu eru selt. Mikill áhugi er meðal fjárfesta og fyrirtækja í flugtengdum rekstri að nýta enn meira af því hús- næði sem eftir er. Ásbrú er óðum að festa sig í sessi sem eitt af stærri hverfum Reykjanesbæjar og er löngu tímabært að við lítum til þess hvernig við sem sveitarfélag munum þjónusta og þróa þetta hverfi til framtíðar. Í bréfi Fjármála- og efnahagsráðuneytisins er farið fram á afstöðu Reykjanesbæjar til sölu á eigna á Ás- brúarsvæðinu. Við Sjálfstæðismenn gerum þá kröfu til ríkisins að stórum hluta söluverðmætis þessara eigna verið varið til að byggja upp nærþjónustuna á svæðinu. Reykjanesbær hefur byggt upp grunn- skóla og tvo leikskóla á þessu svæði með tilheyrandi kostnaði og taka verður tillit til þessa þegar fjármun- um sem myndast í Þróunarfélaginu verður úthlutað. Fjármunir af sölu eigna á Ásbrú verði eftir á svæðinu l Eignir fyrir 11,5 milljarða þegar seldar l 60% húsnæðis á svæðinu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.