Víkurfréttir - 07.04.2016, Síða 2
2 fimmtudagur 7. apríl 2016VÍKURFRÉTTIR
Ferðamenn
finna bara yfir-
gefin kaffihús
■ Ferðamenn koma bara að tómum
kofanum þegar þeir ætla á kaffi-
hús við Hafnargötuna í Keflavík.
Kjartan Már Kjartansson, bæjar-
stjóri í Reykjanesbæ, vakti athygli á
því á fésbókinni að hann hafi fengið
ábendingu frá ferðamönnum, sem
óku Hafnargötuna í leit að kaffihúsi,
um að við hana væru a.m.k. 6 staðir
merktir sem kaffihús eða veitinga-
staðir en án starfsemi og ferðafólkið
hafi endað í 10-11.
„Væri ekki ráð fyrir þá sem eiga þessi
húsnæði að taka niður skiltin,“ spyr
bæjarstjóri á fésbókinni. Nokkuð fjör-
ugar umræður sköpuðust um kaffi-
húsamenningu bæjarins og hvernig
væri að lifa af í þeim heimi. Margir
virðast sakna kaffihúss á horni Hafn-
argötu og Tjarnargötu þar sem síðast
var staðurinn Stefnumót og áður
verslun Hljómvals. Þá hafa komið
ábendingar um nokkur kaffihús í
bæjarfélaginu, s.s. í ráðhúsi Reykja-
nesbæjar, Kaffi Petit, Kaffitár á Fitjum
og Park-Inn hótelið. Þá sé hægt að fá
kaffi á veitingastaðnum Lemon.
DS afsali
Garðvangi til
Sveitarfélagsins
Garðs
■ Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga
samþykkti í síðustu viku samhljóða
svohljóðandi bókun sem Bergur Álf-
þórsson bæjar-
ful ltrúi lagið
fram: „Bæjar-
stjórn Sveitar-
félagsins Voga
leggur til að DS
afsali eignarhlut sínum í Garðvangi
til Sveitarfélagsins Garðs og felur
fulltrúa sínum í stjórn DS að leggja
fram tillögu þess efnis á næsta
stjórnarfundi DS.“
Málefni Garðvangs hafa verið nokkuð
til umfjöllunar síðustu misseri. Þar
var rekið hjúkrunarheimili á vegum
Dvalarheimila aldraðra á Suður-
nesjum til fjölda ára. Starfsemin
á Garðvangi var svo lögð niður og
heimilisfólk flutt á hjúkrunarheimilið
að Nesvöllum í Reykjanesbæ.
Bæjaryfirvöld í Garði hafa lagt á það
áherslu að á Garðvangi verði rekið
hjúkrunarheimili. Ljóst er að ráðast
þarf í kostnaðarsamar breytingar á
húsakosti að Garðvangi svo þar verði
aðstaða og aðbúnaður sem stenst
kröfur dagsins í dag. Bæjaryfirvöld í
Garði hafa einnig áréttað að skv. deili-
skipulagi sveitarfélagsins sé gert ráð
fyrir opinberri þjónustu á þeim reit
þar sem Garðvangur stendur og því
ekki inni í myndinni að húsakosti
verði breytt í hótel eða gistiheimili.
Fulltrúar Sandgerðisbæjar fylgj-
ast með framvindu mála er varðar
gúmmíkurl á gervigrasvöllum og hafa
kannað möguleika á úrbótum. Gervi-
grasvöllur með gúmmíkurli var settur
upp við íþróttamiðstöðina og grunn-
skólann í Sandgerði árið 2009.
Á vef Sandgerðisbæjar segir að ýmis
vinna hafi farið fram hjá bæjarfélag-
inu eftir að erindi frá Heimili og
skóla í september 2015, þar sem stjórn
landsamtakanna fór fram á það við
sveitarfélög að gervigrasvellir þar sem
notað er gúmmíkurl úr dekkjum verði
endurnýjaðir í ljósi upplýsinga um að
slíkt dekkjarkurl innihaldi krabba-
meinsvaldandi efni.
„Nú liggur fyrir til samþykktar
þingsályktunartillaga sem miðar að
gúmmíkurli úr dekkjum verði skipt
út fyrir hættuminni efni á þeim leik-
og íþróttavöllum sem þar er nú að
finna. Samband Íslenskra sveitarfélaga
hefur bent á að ekki liggur fyrir hvaða
gúmmíefni uppfylla skilyrði að vera
viðurkennd og telja að það hljóti að
vera grundvallarforsenda fyrir því
að hægt sé að fá niðurstöðu í málið
til framtíðar. Sambandið ráðleggur
sveitarfélögum að fylgjast vel með
framvindu málsins og mögulega bíða
með endanlegar ákvarðanir þar til
niðurstaða liggur fyrir. Sandgerðisbær
mun halda áfram að vinna að málinu,
fylgjast með umræðunni og mögu-
leikunum áður en gripið verður til
aðgerða,“ segir á vef bæjarins.
Beinar áætlunarferðir Gray Line milli
Akureyrar og Keflavíkurflugvallar
hefjast sunnudaginn 17. apríl næst-
komandi. Í apríl og maí verður ekið
þrisvar í viku en daglega yfir sumarið
fram í miðjan september.
Á leiðinni milli Akureyrar og Kefla-
víkurflugvallar verður stoppað fyrir
farþega í Borgarnesi, Staðarskála,
Blönduósi og Varmahlíð. Eingöngu
verður stoppað á viðkomandi stöðum
ef farþegi hefur bókað far á vefsíðu
Gray Line eða á sölustöðum fyrir-
tækisins. Ávallt verður að bóka far
fyrirfram.
Upphaflega var áformað að hefja
aksturinn 3. apríl en því þurfti að
fresta vegna óvæntra tafa við innleið-
ingu á nýrri bókunarvél á netinu.
Lúxusrútur úr flota Gray Line annast
ferðirnar. Þær eru með salernum og
veitingaaðstöðu ásamt internetten-
ingu og tveir bílstjórar verða ávallt
með í för til að tryggja gæði þjónust-
unnar.
Áætlun Gray Line Airport Express
er uppbyggð þannig að flugfarþegar
sem koma til landsins síðdegis kom-
ast norður í land fyrir miðnætti og
farþegar að norðan komast beint í
morgunflug.
Bíða með endanlegar ákvarð-
anir með gúmmíkurlsvelli
Styttist í að beinar rútuferðir til
Akureyrar frá Keflavíkurflugvelli
Langferðabifreiðin sem verður notuð í aksturinn milli
Keflavíkurflugvallar og Akureyrar.
Bílarnir eru með salernum og veitingaaðstöðu ásamt internetteningu.
Bílvelta eftir
árekstur á
Reykjanesbraut
■ Páskahátíðin fór vel fram í um-
dæmi lögreglunnar á Suðurnesjum
og engin stórvægileg mál komu til
hennar kasta yfir hátíðisdagana. Bíl-
velta varð á Reykjanesbraut þegar
tvær bifreiðar lentu saman. Öku-
menn beggja sluppu ómeiddir, en
fjarlæga varð bifreiðina sem valt,
með dráttarbifreið.
Þá voru fimm ökumenn kærðir fyrir
of hraðan akstur, flestir á Reykjanes-
braut. Sá sem hraðast ók mældist á
128 km. hraða þar sem hámarkshraði
er 90 km. á klukkustund. Loks voru
höfð afskipti af fáeinum ökumönnum
vegna gruns um fíkniefnaakstur.