Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.2016, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 07.04.2016, Blaðsíða 4
4 fimmtudagur 7. apríl 2016VÍKURFRÉTTIR Rekstur Isavia gekk vel á árinu 2015 eins og undanfarin ár. Heildartekjur Isavia samstæðunnar á árinu námu 26 milljörðum króna sem er aukning um 4 milljarða eða 18% frá árinu 2014. Rekstrarafkoma fyrir fjármagnsliði nam um fjórum milljörðum króna og jókst um 671 milljón milli ára en aðal- fundur félagsins var í sl. viku. Heildarafkoma ársins 2015 var jákvæð um 3,1 milljarð króna sem er um 876 milljónum króna betri afkoma en árið 2014. Þennan mun má að hluta rekja til gengisáhrifa af erlendum langtíma- lánum en stærri hluta má rekja beint til bættrar afkomu af rekstri samstæð- unnar. Þessi góða afkoma félagsins skiptir miklu máli til þess að hægt sé að halda áfram þeirri uppbyggingu sem stendur yfir á Keflavíkurflugvelli og notendur flugvallarins kalla eftir. Heildareignir samstæðunnar námu 45,2 milljörðum króna í árslok 2015 og þar af eru 37,2 milljarðar króna tilkomnir vegna fastafjármuna. Alls námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum og óefnislegum eignum 7,6 milljörðum króna og þar af eru 6,5 milljarðar króna tilkomnir vegna fjárfestinga á Keflavíkurflug- velli. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 44,6% í lok árs 2015 samanborið við 41,8% árið á undan og heldur því áfram að hækka. Við stofnun félagsins árið 2010 var eiginfjárhlutfallið 24,6%. Staða handbærs fjár í lok árs 2015 var um 5,0 milljarðar króna. Rekstur sam- stæðunnar skilaði áfram sterku sjóð- streymi, en handbært fé frá rekstri árið 2015 nam 6,3 milljörðum króna sem er aukning upp á um 1,7 milljarð króna frá sama tímabili í fyrra. Þá jókst meðalfjöldi starfa hjá samstæð- unni um 11% og var 1.017 störf árið 2015 samanborið við 914 störf árið 2014. Þar af var meðalfjöldi starfa hjá móðurfélaginu 807 (12,0% aukning), hjá Fríhöfninni 161 (5,6% aukning) og hjá Tern 49 (14,0% aukning). Frá stofnun Isavia hefur afkomu fé- lagsins verið ráðstafað til uppbygg- ingar sem skilað hefur heilbrigðum rekstri og góðri arðsemi. Félagið mun ekki greiða arð vegna ársins 2015 fremur en undanfarin ár enda mikið uppbyggingarstarf framundan hjá fé- laginu, sérstaklega á Keflavíkurflug- velli. Ákvörðun um að endurfjárfesta afkomu ársins í uppbyggingu og verð- mætasköpun innan félagsins er einkar vel til þess fallin að styðja enn frekar við vöxt ferðaþjónustunnar. Hátt í milljarður til ríkisins í formi beinna skatttekna Árið 2016 greiðir samstæða Isavia um 481 milljón króna í tekjuskatt. Þá skilaði Fríhöfnin um 452 milljónum króna í áfengis- og tóbaksgjald til ríkissjóðs og hefur því skilað alls um 1,8 milljarði króna frá árinu 2011, til ríkissjóðs í formi fyrrnefndra gjalda. Framlag Isavia til ríkisins í formi greiddra og innheimtra skatta nam 5,2 milljörðum króna á síðasta ári, og hækkaði úr 4,4 milljörðum króna frá árinu 2014. Mikið uppbyggingarskeið á Keflavíkurflugvelli Ljóst er að Isavia gegnir þýðingar- miklu hlutverki í uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Íslandi. Félag- ið stendur í miklum og kostnaðar- sömum framkvæmdum sem munu halda áfram á komandi árum til þess að mæta auknum fjölda erlendra ferðamanna. Mörg tækifæri eru fram- undan og þeim fylgja stórar ákvarð- anir. Ríkisvaldið, sem fer með eignar- hald á Isavia og er stór þjónustukaup- andi, stendur því frammi fyrir stórum ákvörðunum, ekki eingöngu hvað varðar framtíðaruppbyggingu Kefla- víkurflugvallar heldur einnig hvað varðar þjónustustig í flugsamgöngum innanlands til framtíðar. Framsækin dótturfélög Dótturfélög Isavia eru Fríhöfnin og hugbúnaðarfyrirtækið Tern Systems. Fríhöfnin hefur hlotið margar viður- kenningar og meðal annars verið valin besta fríhöfn í Evrópu. 161 manns starfa hjá félaginu. Tern Systems hefur í yfir 25 ár hannað og framleitt hugbúnað til flugum- ferðarstjórnar og þjálfunar flugum- ferðarstjóra og er með kerfi uppsett og í notkun hér á landi og víða í Evr- ópu, Asíu og Afríku. Hjá fyrirtækinu starfa 49 manns auk þess sem mikið af þekkingu og reynslu er sótt til móður- félagsins eftir þörfum og verkefnum. Stjórn félagsins Fjármálaráðherra fer með eignarhald félagsins fyrir hönd ríkissjóðs. Í stjórn voru kosin Theódóra Þorsteinsdóttir, Ingimundur Sigurpálsson, Matthías Páll Imsland, Sigrún Traustadóttir og Ragnar Óskarsson. Í varastjórn voru kosin Friðbjörg Matthíasdóttir, Jens Garðar Helgason, Jón Norðfjörð, Sigurbjörn Trausti Vil- hjálmsson og Tryggvi Haraldsson. Ungverska flugfélagið Wizz Air hefur hafið flug á milli Keflavíkurflugvallar og Budapest í Ungverjalandi. Buda- pest er annar áfangastaður Wizz Air frá Íslandi en félagið flýgur einnig til Gdansk í Póllandi. Í maí á þessu ári bætir félagið þriðja áfangastaðnum við, Varsjá í Póllandi. Flogið verður tvisvar í viku til Budapest, á miðviku- dögum og sunnudögum, allt árið um kring. Wizz Air er sem áður segir ungverskt flugfélag og stærsta lággjaldaflugvé- lagið í Mið- og Austur-Evrópu. Félagið hóf flug á milli Gdansk og Keflavíkur- flugvallar í júní í fyrra, fyrst tvisvar í viku en fjölgaði ferðum fljótlega upp í þrjár. Nú bætist annar áfangastaður- inn við og sá þriðji, Varsjá, í maí. Það er því ljóst að félagið bindur miklar vonir við Ísland sem áfangastað. Þrjú vilja vera skólastjórar Heiðarskóla ■ Þrír einstaklingar sóttu um stöðu skólastjóra Heiðarskóla í Reykja- nesbæ sem auglýst var á dögunum. Nöfn umsækjenda eru: Gerður Ólína Steinþórsdóttir, Har- aldur Axel Einarsson og Hólmfríður Árnadóttir. Capacent sér um ráðningarferlið fyrir Reykjanesbæ ásamt fræðslustjóra og mannauðsstjóra Reykjanesbæjar. Tekjur ISAVIA jukust um 4 milljarða í fyrra ●● Yfir●eitt●þúsund● manns●starfa●hjá●félag- inu,●lang●flestir●á●Kefla- víkurflugvelli Þegar Isavia var stofnað árið 2010 var eiginfjárhlutfallið 24,6% og fjár- hagslegur styrkleiki hins nýstofnaða félags því ekki sérstaklega mikill. Í lok árs 2015 stóð eiginfjárhlutfallið hins vegar í 44,6% sem er eftirtektar- verður árangur í ljósi þess að upp- bygging eiginfjárhlutfallsins hefur að öllu leiti átt sér stað úr rekstri. Á sama tímabili hefur félagið fjárfest fyrir tæplega 17 milljarða króna og staða langtímalána er svipuð og hún var í lok stofnársins. Þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar, sem kynnt var síðastliðið haust, gerði ráð fyrir að farþegafjöldi árið 2019 yrði rúmlega 6,5 milljónir en nýjustu spár benda til þess að þeim farþegafjölda verði náð núna í ár. Ef við tökum árið 2025 sem dæmi þá gerir uppfærð farþegaspá ráð fyrir því að farþegafjöldinn verði sá sami og þróunaráætlunin gerði ráð fyrir að yrði árið 2037. Þessar miklu for- sendubreytingar á skömmum tíma búa til verulegar áskoranir til að leitast við að Keflavíkurflugvöllur verði í stakk búinn til að taka á móti öllum þessum fjölda ferðamanna. Það er verkefni sem við erum þegar byrjuð að vinna af krafti en það er þó mikilvægt að vinna þá vinnu af yfirvegun og í takt við raunaukningu ferðamanna. Fjárfest fyrir 17 milljarða ATVINNA Geo Hotel Grindavík leitar af framtíðarstarfsmanni í starf næturvarðar. Unnið er í 7 nætur, frá 20:00 til 08:00, og svo er frí í 7 nætur á milli. Einnig getum við bætt við okkur fleira sumarstarfsfólki í flestar stöður og einhverjar stöður gætu mögulega verið til framtíðar. Við leitum af fólki sem langar að bætast í okkar frábæra hóp og hefur rétta hugarfarið til að veita gestum okkar einstaka upplifun og þjónustu. Hæfniskröfur í allar stöður: - Næturvörður þarf að vera 23 ára eða eldri, en í önnur störf er 17 ára aldurstakmark. - Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi - Bílpróf (og geta/áhugi til að keyra 8 manna, beinskiptan bíl) - Einstök þjónustulund og samskiptahæfileikar - Hæfni til að vinna undir álagi og sjálfstæði í vinnubrögðum - Góð tölvu– og tungumálakunnátta (a.m.k. íslenska og enska) - Stundvísi, glaðværð, kurteisi og snyrtimennska Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn á loa@geohotel.is Geo Hotel Grindavík | Víkurbraut 58 | 240 Grindavík | S: 421 4000 | www.geohotel.is Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. Rekstur Isavia gekk vel á árinu 2015 eins og undanfarin ár. Wizz Air flýgur til Keflavíkur Ungverska flugfélagið Wizz Air hefur hafið flug á milli Keflavíkurflugvallar og Budapest í Ungverjalandi. Með kannabis, lyf og stera í bílnum ■ Lögreglan á Suðurnesjum hand- tók í síðustu viku ökumann vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Megn kannabislykt barst úr bifreiðinni þegar lögreglumenn ræddu við manninn og viðurkenndi hann neyslu kannabisefna. Hann heimilaði leit í bifreið sinni og þar fundust meint kannabisefni, meintir sterar og lyf sem maðurinn gat ekki gert grein fyrir. Við leit á heimili hans, að fenginni heimild, fundust einnig meintir sterar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.