Víkurfréttir - 07.04.2016, Síða 8
8 fimmtudagur 7. apríl 2016VÍKURFRÉTTIR
Lífið
með Lindu Maríu
Nú er vorið handan við hornið,
er ekki í lagi að segja það? Öll
þessi hret að baki og nú tekur
við sumarið og sólin. Er í lagi að
segja það? Svo virðist sem að í
hvert sinn sem maður leyfir sér
að segja þessa setningu þá mætir
manni hvít jörð næsta morgun. Þó
það sé svo fallegt einhvern veginn
þegar snjórinn liggur yfir öllu þá
er komið gott af því. Ég finn það
á sjálfri mér hversu tilbúin ég er í
sumarið. Grillið er farið að fá smá
útitíma, svalahurðin fær að vera
opin í lengri tíma í senn og maður
er farinn að heyra hlátrasköllin í
börnunum í hverfinu. Þau minna
mig alltaf á tímana þegar ég var
lítil, þá lék maður sér í hverfinu
frá morgni til kvölds. Þessi tími
er dásamlegur, nú fer maður að
velta fyrir sér hvar sé best að byrja
á að reita arfann, hvort tréin séu
nokkuð rytjuleg og kústurinn fer
af stað í kringum húsið.
Þar sem við búum er himnaríki
fyrir þá sem hafa græna fingur.
Hér eru tréin há og fögur og laufin
virðast óendanleg. Hér er af nægu
að taka hafi menn áhuga á því. Ég
er mikið að velta þessu fyrir mér
þegar ég helli upp á rjúkandi kaffi-
bollann, hvar ætli sé sniðugast að
byrja. Þar sem við höfum búið
síðustu árin hefur ekki verið mikið
af trjám, í raun engin þegar ég
hugsa út í það. Þegar við byggðum
okkur hús fyrir nokkrum árum
þá var það eitt af aðalatriðunum
mínum þegar kom að útliti húss-
ins. Hvar við ættum að vera með
tré og hvernig tré við ættum að
hafa í kringum húsið. Heildar út-
litið skipti ekki minna máli en
skipulagning innan húss. Ég hef
nefnilega alltaf verið með ímynd
í huga mínum um sumarkvöldin
þar sem börnin okkar eru að leik
með vinum sínum í hverfinu og
við hjónin að sinna garðverkum.
Jafnvel að virkja þau með okkur
í garðvinnuna. Stundirnar með
börnunum eru ógleymanlegar og
alltaf eitthvað sem hægt er að gera
saman. Oft er ekki annað sem þarf
til en að hreinlega setjast niður
með þeim og spyrja hvað þau langi
til að gera. Á þessari tölvuöld er
ögrunin alltaf að minnka og úti-
tíminn nánast enginn.
Vorið er hreint yndislegur tími,
nú tekur við nýtt upphaf og bjartir
tímar framundan. Við fjölskyldan
erum strax farin að huga að sam-
verustundum þegar sól hækkar
á lofti. Um helgina spiluðum við
körfubolta niður á körfubolta-
velli í Holtaskóla. Markmið fjöl-
skyldunnar fyrir þetta sumarið er
að fara meira út saman og skapa
minningar. Hér í Reykjanesbæ er
allt sem til þarf þegar kemur að
samverustundum og hreyfingu.
Fótboltavellir og útisvæðin eru til
fyrirmyndar og hreinlega kalla á
krakkana að koma og leika.
Þar til ég get farið að reita arfa þá
finnið þið mig fyrir framan ein-
hverja körfuna, rifjandi upp gamla
takta á þriggja stiga línunni.
Ást og friður
Linda María
Komum út
að leika
Oddfellowreglan á Suðurnesjum af-
henti Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
nýja líknaraðstöðu sem hún lét útbúa
en fjórar stúkur innan hennar stóðu
saman að þessari veglegu gjöf. Odd-
fellowreglan á Suðurnesjum fagnar
40 ára afmæli á
þessu ári en elsta
oddfellowstúkan í
Keflavík, Njörður,
var stofnuð 6.
mars 1976. Auk
hennar eru gef-
endur oddfellow-
stúkan Jón forseti
og Rebekkustú-
kurnar Steinunn
og Eldey.
Sérstök aðstaða
fyrir líknardeild hefur ekki verið starf-
rækt áður hjá HSS og er þessi aðstaða
því góð viðbót við þá þjónustu sem
stofnunin veitir í heimabyggð. Að-
staðan var útbúin með það af mark-
miði að gera sjúklingum, fjölskyldum
þeirra og vinum vistina sem besta á
erfiðum tímum. Hún er tæpir 70 fer-
metrar, herbergi og setustofan.
Aðstaðan er gjöf Oddfellowstúknanna
og í henni eru endurinnréttuð setu-
stofa, herbergi og bað sem sérstak-
lega er ætlað sem líknaraðstaða þar
sem legudeild HSS mun bjóða upp
á líknarmeðferð. Auk þess gefa stúk-
urnar hús- og tækjabúnað sem not-
aður er fyrir líknarmeðferðir. Verð-
mæti gjafarinnar er um 8 milljónir
króna.
Fulltrúar stúkn-
anna f j ögur ra
ásamt mörgum
félögum þeirra
sem og forráða-
m e n n H e i l -
brigðisstofnunar
Suðurnesja voru
viðstaddir form-
lega afhendingu
gjafar innar s l .
þriðjudag. Hall-
dór Jónsson, forstjóri HSS, þakkaði
fyrir veglega gjöf og sagði hana mikil-
væga viðbót við þjónustu HSS en líkn-
araðstaða hefur ekki verið til staðar
hjá stofnuninni.
„Við erum ákaflega þakklát Oddfel-
lowum að leggja okkur og samfélag-
inu gott lið með þessari veglegu gjöf.
Þörfin fyrir þetta er mikil, verkið er
vel heppnað og aðstaðan mun nýtast
sjúklingum og aðstandendum mjög
vel,“ sagði Halldór.
Oddfellowar gefa
HSS líknaraðstöðu
Fulltrúar Oddfellowstúknanna og forráðamenn HSS í nýja líknarherberginu.
VF-myndir/pket.
Setustofan sem tengist líknarherberginu hefur verið endurnýjuð
en hún snýr út að skrúðgarðinum í Keflavík.
Herbergið er heimilislegt og búið öllum helstu tækjum
og þægindum sem þykja nauðsynleg í svona aðstöðu.
20%
afsláttur
Hafnargata 29 - s. 421 8585
Vordagar 7. - 11. apríl
af öllum skóm á vordögum
Haldlögðu am-
fetamín og
kannabis
■ Lögreglan á Suðurnesjum lagði
hald á nokkurt magn amfetamíns
og kannabisefna í húsleit sem gerð
var í umdæminu nýverið, að feng-
inni heimild. Á öðrum stað fundust
einnig fíkniefni sem talin eru hafa
verið ætluð til sölu og dreifingar. Þá
voru tveir einstaklingar til viðbótar
staðnir að vörslu á kannabisefnum.
Annar þeirra framvísaði efninu en
hinn kastaði poka með kannabis-
efnum út úr bifreið, sem lögregla
stöðvaði við hefðbundið umferðar-
eftirlit.
Lögreglan á Suðurnesjum stendur nú
að áhersluverkefni sem felst í því að
uppræta framleiðslu fíkniefna í um-
dæminu og stöðva sölu og dreifingu
fíkniefna.