Víkurfréttir - 07.04.2016, Side 10
10 fimmtudagur 7. apríl 2016VÍKURFRÉTTIR
Nemendur Myllubakkaskóla tóku Jó-
hönnu Ruth opnum örmum þegar
sigurvegari Ísland got talent söng
fyrir samnemendur sína á sal skólans
í vikunni. Á sunnudag fagnaði Kefl-
víkingurinn Jóhanna sigri í keppninni
og hafði hún fengið frí í skólanum á
mánudeginum til þess að jafna sig á
herlegheitunum og ræða aðeins við
fjölmiðla. „Ég var bara mjög hress og
kát eftir sigurinn. Ég fór heim og hafði
það gott með fjölskyldunni. Það var
mjög erfitt að sofna eftir keppnina og
ég svaf held ég í bara fimm klukku-
tíma,“ sagði Jóhanna létt í spjalli við
VF. Jóhanna fékk frábærar móttökur
þegar hún mætti í skólann eftir sigur-
inn. „Það voru allir að knúsa mig,
heilsa mér og kyssa mig á kinnina og
allir voru forvitnir um keppnina.“
Jóhanna steig á stokk og söng Tinu
Turner slagarann „Simply the best,“
sem færði henni sigurinn á sunnudag.
Auðvitað var flutningurinn lýtalaus
og nemendur og starfsfólk skólans
dilluðu sér með og klöppuðu ákaft.
Söngkonan Selma Björnsdóttir stakk
upp á því að nota lagið hennar Tinu
Turner þar sem það þótti henta rödd
Jóhönnu vel. Það reyndist kórrétt.
Ætlar að nota peningana til
þess að mennta sig
Hin 14 ára gamla Jóhanna hyggst
nota verlaunaféð, sem er tíu milljónir
króna, til frekara tónlistarnáms en
hún hefur mikla ástríðu fyrir tónlist
og gerir ráð fyrir því að leggja hana
fyrir sig í framtíðinni. „Ég er að fara
að nota peningana í nám. Mig langar
til þess að læra á fullt af hljóðfærum
og læra meiri söng.“ Þá langar hana að
læra á píanó eða gítar.
Eigum eftir að sjá mikið meira
frá þessari stelpu
Hildur María Magnúsdóttir er kenn-
ari Jóhönnu og hefur fylgt henni frá
því að hún flutti til landsins fyrir fimm
árum. „Þetta er einhver undarlegasta
tilfinning sem ég hef haft í mag-
anum þegar úrslitin voru tilkynnt.
Við vorum gríðarlega spennt og stolt.
Hjá mér var þetta ekki vafi. Í úrslita-
þættinum voru þau reyndar öll rosa-
lega góð en í mínum huga var þetta
aldrei spurning,“ segir Hildur. Hún
segir Jóhönnu frábæran nemanda og
að hún hafi aðlagast einkar vel. „Hún
small fljótt inn í hópinn. Hún er opin
og dugleg manneskja þannig að þetta
kom allt fljótt hjá henni.“ Hildur man
vel eftir því að hafa heyrt Jóhönnu
syngja í frysta sinn. „Það er eitthvað
annað að horfa á þessa stelpu syngja.
Maður getur ekki ímyndað sér að
þessi rödd komi úr þessum kropp,
þetta er eiginlega bara fáranlegt. Við
eigum eftir að sjá mikið meira frá
þessari stelpu, ég er alveg sannfærð
um það að hún eigi eftir að blómstra
á þessu sviði.“
●● Jóhanna●Ruth●sigraði●í●
Ísland●got●talent
STJARNA
ER FÆDD
AÞ-Þrif is looking for people to hire.
Must speak english or icelandic.
Preferably between 20–40 years of age.
Driving license and clean criminal record
is required.
Please send application via email at
gerda@ath-thrif.is titled “Job”.
NEED A JOB?
Skeiðarási 12
210 Garðabæ
LAUS STÖRF
ÖKUM VARLEGA
Sérkennari, íslenskukennari og umsjónarkennarar.
Heiðarskóli óskar eftir að ráða umsjónarkennara á yngsta-
og miðstigi, sérkennara og íslenskukennara á unglingastigi
næsta skólaár. Umsóknarfrestur er til og með 21. apríl nk.
Nánari upplýsingar veitir Sóley Halla Þórhallsdóttir,
skólastjóri, í síma 420-4500 eða 894-4501 og Haraldur
Axel Einarsson, aðstoðarskólastjóri, í síma 420-4500 eða
698-7862.
Umsjónarkennarar. Myllubakkaskóli óskar eftir umsjónar-
kennurum næsta skólaár. Hluti af stöðunum eru afleysingar-
stöður vegna barneignaleyfa. Umsóknarfrestur er til 25.
apríl nk.
Nánari upplýsingar veitir Bryndís Guðmundsdóttir, skóla-
stjóri í síma 420-1450 eða 897-4252. Einnig er hægt að
senda fyrirspurn á netfangið bryndis.b.gudmundsdottir@
myllubakkaskoli.is.
Íþróttakennari, íslenskukennari, stærðfræðikennari og
umsjónarkennarar. Njarðvíkurskóli óskar eftir umsjónar-
kennurum til starfa næsta skólaár á yngra-/miðstigi, einnig
íþróttakennara, íslensku- og stærðfræðikennara á unglinga-
stigi. Umsóknarfrestur er til og með 21. apríl nk.
Nánari upplýsingar veitir Ásgerður Þorgeirsdóttir, skóla-
stjóri, í síma 4203000/8632426 eða í gegnum tölvupóst:
asgerdur.thorgeirsdottir@njardvikurskoli.is.
Náttúrufræðikennari, sérkennari og umsjónakennarar.
Akurskóli óskar eftir umsjónarkennurum á yngsta- og mið-
stigi fyrir næsta skólaár, einnig náttúrufræðikennara á elsta
stigi og sérkennara. Umsóknarfrestur er til 21. apríl nk.
Skólaliðar. Þá óskar skólinn eftir skólaliðum til að starfa
með nemendum í leik og starfi utan og innan kennslustofu.
Nánari upplýsingar veita Sigurbjörg Róbertsdóttir, skóla-
stjóri í síma 420-4550 eða 849-3822 og Gróa Axelsdóttir
aðstoðarskólastjóri í síma 420-4550 eða 824-1069.
Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið sigurbjorg.
robertsdottir@akurskoli.is.
Leikskólakennari. Heilsuleikskólinn Heiðarsel óskar eftir
leikskólakennara í 100% stöðu sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til 22. apríl nk.
Frekari upplýsingar veitir Ólöf Guðmundsdóttir leikskóla-
stjóri í síma 4203131/8917178 eða olof.gudmundsdottir@
heidarsel.is.
Umsóknum í öll ofangreind störf skal skila rafrænt á vef
Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stornkerfi/laus-
storf, þar sem einnig er að finna nánari upplýsingar um
störfin og kröfur til umsækjenda.
Með vorkomu og hækkandi sól
má búast við fleiri börnum að
leik á opnum svæðum og við
umferðargötur. Ökum varlega
og virðum 30 kílómetra há-
markshraða í íbúðahverfum.
SPILUM SAMAN
Laugardaginn 9. apríl drögum við spilin fram í safninu og
hvetjum gesti og gangandi til að grípa í spil á leið sinni um
safnið.
Allir hjartanlega velkomnir.
Bókasafn Reykjanesbæjar
KRYDD Í TILVERUNA
Auður Rafnsdóttir höfundur bókarinnar Kryddjurtarækt
fyrir byrjendur kemur í Bókasafn Reykjanesbæjar þriðju-
daginn 12. apríl klukkan 19:30.
Kynning og ráðgjöf um kryddjurtaræktun.