Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.2016, Page 15

Víkurfréttir - 07.04.2016, Page 15
VILTU VINNA MEÐ OKKUR Í SUMAR? Við erum að leita að starfsmönnum í eftirfarandi störf: Verkefnisstjórum í Starfsskóla Ertu skipulagður og jákvæður einstaklingur, 18 ára eða eldri? Viltu fá tækifæri til þess að taka þátt í uppbygginu á skemmtilegum starfsskóla? Við bjóðum þér góða þjálfun og þú færð reynslu í stjórnun, skipulagi og samskiptum sem gæti nýst þér vel í framtíðinni. Ef þér finnst þetta spennandi þá gætum við verðið að leita að þér til þess að starfa með okkur. Stjórnandi í Starfsskóla Ertu skapandi, skipulagður, jákvæður og skemmtilegur einstaklingur, 20 ára eða eldri? Viltu fá tækifæri til þess að taka þátt í uppbygginu á skemmtilegum starfsskóla fyrir unglinga? Við bjóðum þér góða þjálfun og þú færð reynslu í stjórnun, skipulagi og samskiptum sem gæti nýst þér vel í framtíð. Ef þér finnst þetta spennandi þá gætum við verðið að leita að þér til þess að starfa með okkur. Umsjón með sumarnámskeiðum barna Hefur þú áhuga á og vilt vinna með börnum. Láta hug- myndaflugið, veður og aðstæður ráða því hvað þið eruð að gera í sumar? Við leitum að ferskum og áhuga- sömum einstaklingi til að hafa umsjón með sumarnám- skeiðum fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára í Sandgerði í sumar. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af störfum með börnum, geti skipulagt daglegt starf nám- skeiðanna og stjórnað ungmennum úr starfsskóla sem verða til aðstoðar á námskeiðunum. Þetta gæti verið spennandi sjálfstætt starf - sæktu um hjá okkur. Sumarvinna við slátt og hirðingu Þetta er fyrir þig sem hefur áhuga á umhverfinu,vélum og tækjum og ert orðin a.m.k 17 ára. Þú þarft líka að vera sjálfstæður, skipulagður og vandvirkur. Starfið snýst um slátt, hirðingu og fleira fyrir sveita- félagið. Finnst þér þetta spennandi? Sæktu um hjá okkur. Verkstjóri Sumarvinnu Viltu ná þér í góða stjórnunarreynslu sem getur vel nýst þér í námi og starfi í framtíð? Við leitum að einstakling, 20 ára eða eldri, sem er góður í samskiptum, hefur áhuga á umhverfi, er skipu- lagður, metnaðargjarn, ákveðinn og jákvæður. Við bjóðum góða þjálfun, jákvætt samstarf og hand- leiðslu. Þetta gæti verið spennandi reynsla og einstakt tækifæri, ef þér líst á þetta þá er um að gera að sækja um hjá okkur. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í lok maí 2016 og þurfa að heimila skoðun sakavottorðs. Nánari upplýsingar veita Einar Friðrik Brynjarsson, einar@sandgerdi.is og í síma 420-7509, 899-7505, Rut Sigurðardóttir, rut@sandgerdi.is og í síma 420 7507, 869- 6169. Starfsmaður við Sandgerðishöfn Starfsmaður óskast í fullt starf til sumarafleysinga við Sandgerðishöfn frá 17. maí til 31. ágúst. Starfssvið og hæfniskröfur: Vigtun sjávarafla og skráning í aflakerfi Fiskistofu Almennt viðhald, umhirða og eftirlit á hafnarsvæðinu auk annarra tilfallandi verkefna Góð alhliða tölvukunnátta nauðsynleg Æskilegt er að viðkomandi hafi löggilt vigtarleyfi Rík þjónustulund Starfsmaður gengur vaktir samkvæmt vaktafyrirkomulagi Sandgerðishafnar. Nánari upplýsingar veitir Grétar Sigur- björnsson verkefnastjóri Sandgerðishafnar í síma 420-7537 eða 899-6306. Starfsmaður á bókasafn Bókasafn Sandgerðisbæjar óskar eftir fjölhæfum, ábyrgum og sveigjanlegum upplýsingafræðingi, bóka- safnsfræðingi eða öðrum einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa á bókasafni bæjarins í sumar. Starfið hentar þeim sem eru sjálfstæðir í vinnubrögðum, áhugasamir um bókmenntir og lestur og málefni líðandi stundu. Starfsmaður í Þjónustumiðstöð (áhaldahús) Starfsmaður óskast í fullt starf til sumarafleysinga í þjónustumiðstöð Sandgerðisbæjar frá 1. júní - 31. ágúst. Skilyrði er að viðkomandi sé handlaginn, hafi vinnu- vélaréttindi og búi yfir víðtækri reynslu af akstri og meðferð vinnuvéla. Nánari upplýsingar veitir Einar Friðrik Brynjarsson í einar@sandgerdi.is og í síma 420-7509, 899-7505 Starfsmaður í Íþróttamiðstöð Sandgerðis Starfsmaður óskast í fullt starf í Íþróttamiðstöð Sand- gerðis frá 1. júlí – 31. október. Í starfinu felst m.a. klefavarsla í karlaklefum. Umsækjendur þurfa að hafa lokið námskeiði í skyndihjálp og standast sundpróf samkvæmt reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Í starfi sundlaugarvarðar felst; Öryggisvarsla við sundlaug, klefavarsla, afgreiðsla, þrif og fl. Hæfniskröfur: Góð samskiptahæfni Reynsla af starfi með börnum og unglingum Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum Tölvukunnátta Hreint sakavottorð Nánari upplýsingar veitir Jón Hjámarsson, forstöðumaður í síma 894-6535. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Sandgerðisbæjar, www.sandgerdi.is og bæjarskrifstofunni, Miðnestorgi 3. Umsóknarfrestur vegna ofangreindra sumarstarfa er til og með föstudeginum 15. apríl 2016.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.