Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.2016, Síða 16

Víkurfréttir - 07.04.2016, Síða 16
16 fimmtudagur 7. apríl 2016VÍKURFRÉTTIR Þann 8. mars sl. var haldið íbúaþing um menntamál í Stapa en eins og lesendum er líklega kunnugt um þá er vinna við gerð nýrrar menntastefnu í fullum gangi. Það er mál manna að íbúaþingið hafið heppnast í alla staði mjög vel, mæting var mjög góð, líf- legar umræður sköpuðust um ýmis málefni sem snerta nám og velferða barna og ungmenna í Reykjanesbæ. Á þinginu var stuðst við svokallað heimskaffi þar sem áhersla er lögð á þægilegt andrúmsloft og frelsi til þess að tjá skoðanir, einskonar kaffi- húsastemmning. Hver þinggestur valdi sér tvö málefni til þess að ræða en á hverju borði voru gestgjafar sem stýrðu umræðum og héldu utan um niðurstöðurnar sem voru fjölbreyttar og munu nýtast vel í þeirri vinnu sem nú stendur yfir. Samantekt á niður- stöðum hafa þegar verið sendar til þátttakenda. Formleg skólaganga og þátttaka í skipulögðu tómstunda- og íþrótta- starfi Nokkur málefni lágu til grundvallar en öll sneru þau á einn eða annan hátt að námi og velferð barna og ungmenna. Í umræðunni um formlega skóla- göngu kom mjög skýrt fram að gott sjálfstraust, færni í samskiptum, gagn- rýnin hugsun og sköpun eru eftir- sóknarverðir eiginleikar hjá hverjum einstaklingi. Læsi í víðum skilningi var mikið rætt og almenn góð bókleg og verkleg menntun. Með þátttöku í íþrótta- og tómstunda- starfi voru þátttakendur sammála um að það þyrfti að vera eitthvað í boði fyrir alla og að íþróttir og tómstundir eigi að hafa forvarnarhlutverki að gegna. Mikilvægt sé að hafa faglega og vel menntaða þjálfara, leiðbeinendur, kennara og leiðtoga í öllu tómstunda- starfi og velferð barnsins þarf ávallt að hafa að leiðarljósi. Í þessu samhengi var rætt um að auka þyrfti stuðning við innra starf íþróttafélaga. Gott skólasamfélag Samvinna og samskipti allra sem hlut eiga að máli, jafnrétti til náms, sköpun, viðhorf og gildi eins og virðing, metn- aður, áhugi, fagmennska, jákvæðni, traust, umhyggja, gleði og jákvæður agi eru mikilvæg til þess að byggja upp gott skólasamfélag að mati þinggesta. Með skólasamfélagi er átt við foreldra, nemendur, skóla, bæjaryfirvöld og aðra sem koma að barninu. Jafnrétti til náms, árangursríkt skólastarf með vel menntuðum og ánægðum starfs- mönnum og meðvitaðir og ánægðir nemendur þurfa að vera til staðar í góðu skólasamfélagi. Í umræðunni um það hvaða leiðir hægt sé að fara til þess að efla samstarf milli heimila og skóla og hvetja for- eldra til þátttöku komu fram margar hugmyndir að leiðum til að efla sam- starfið en allar höfðu þær sama mark- miðið að leiðarljósi, að samstarfið sé ávallt um hag barnsins. Námskeið, málstofur, fræðsluerindi, foreldrasátt- málar var meðal þess sem kom fram til þess að efla foreldra í hlutverki sínu. Einnig var rætt um að sérstaklega þyrfti að ná til foreldra af erlendum uppruna. Skuldbinding til náms og flæði á milli skólastiga Þátttakendur ræddu talsvert um mikilvægi viðhorfsbreytingar til menntunar í samfélaginu og að hún þurfi að vera víðtæk. Skuldbindingu til náms sé nauðsynlegt að innleiða með markmiðasetningu og að foreldrar séu meðvitaðir um nám barna sinna upp allan grunnskólann og í framhalds- skóla, foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum til 18 ára aldurs. Bregðast þarf við svokölluðum brottfallsnemendum og fylgja þeim eftir. Námsráðgjöf þarf að efla í grunn- og framhaldsskólum til þess að minnka líkur á brottfalli og styrkja alla nemendur. Efla þarf þrautseigju í námi og úthald. Gera þarf verk- og iðngreinum hærra undir höfði, en það viðhorf virðist ríkjandi að allflestir eigi að fara í bóknám. Margar hugmyndir komu fram um samstarf og flæði á milli leik- og grunnskóla annars vegar og grunn- og framhaldsskóla hins vegar. Sam- starfið þarf að vera í báðar áttir, ein- kennast af virðingu og með hagsmuni barnsins/ungmennisins að leiðarljósi. Samræma þarf samstarfsáætlun milli allra skóla í Reykjanesbæ. Stjórnendur spila lykilhlutverk í slíku samstarfi og nauðsynlegt er að gefa tíma til sam- starfsins. Það þarf að vera skýrt hver ber ábyrgð á samstarfinu og allir hags- munaaðilar séu meðvitaðir um tilgang samstarfsins. Horft fram á veginn Eins og fram hefur komið þá er vinna við gerð nýrrar menntastefnu í fullum gangi og er áætlað að þeirri vinnu ljúki nú í vor. Í raun má segja að slíkri vinnu ljúki aldrei heldur er stefna sem þessi í sífelldri endurskoðun. Við þökkum þeim fjölmörgu sem sáu sér fært að mæta á íbúaþingið fyrir þátttökuna og ríkulegt framlag til mótun nýrrar menntastefnu fyrir Reykjanesbæ. Þá færum við einnig Skólamat kærar þakkir fyrir veitingarnar á þinginu. Fyrir hönd stýrihóps um nýja menntastefnu fyrir Reykjanesbæ. Anna Hulda Einarsdóttir og Anna Sigríður Jóhannes- dóttir verkefnastjórar. Vel heppnað íbúaþing um menntamál í ReykjanesbæNæsta laugardag halda Píratar í Reykjanesbæ aðalfund. Á fundinum verður starfssvæði félgasins stækkað svo að það nái yfir öll Suðurnesin í stað Reykjanesbæjar eingöngu eins og nú er. Þannig fá píratar Suðurnesja- svæðisins allir aðgang að félaginu og starfi Pírata á landsvísu. Á aðalfund- inum verður einnig stofnað til um- ræðu um undirbúning fyrir Alþingis- kosningar og hvernig staðið verður að þeim málum í Suðurkjördæmi. Píratar í öllu Suðurkjördæmi eru því boðnir velkomnir til skrafs og ráðagerða undir liðnum „önnur mál“ á aðal- fundi, segir í tilkynningu frá Pírötum. Á Suðurnesjum hefur fylgi Pírata verið mælt af Gallup og hefur það hækkað úr 6,4% árið 2014 í 41,7% árið 2016. Það er því líklegt að Suðurnesja- menn séu vel með á nótunum hvað varðar stefnu Pírata um lýðræðislegar úrbætur á Íslandi, enda er stefnumál númer eitt að koma í gagnið nýrri stjórnarskrá, þeirri sem kosið var um árið 2012. Í því felast miklar lýð- ræðisúrbætur svo sem kosningar að frumkvæði almennings, aðskilnaður ráðherra og Alþingis, jafnt vægi at- kvæða á öllu landinu og að arður af auðlindum skili sér á markaðsverði til samfélagsins. Píratar vinna sjálfir eftir lýðræðis- legum ferlum, þannig að hvaða pírati sem er getur boðað félagsfund, komið umræðu af stað og sett mál í vefkosn- ingu innan flokksins. Fái málstaður meirihluta atkvæða í vefkosningu verður málið eitt af stefnumálum Pí- rata. Þannig getur grasrótin haft áhrif á störf þingmanna og komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Á stefnuskrá Pírata eru nú þegar yfir 70 málefni af ýmsum toga, allt frá grunnstefnu sem skýrir almennt hvernig halda skuli á spöðunum í stjórnmálum, til ný- samþykktrar stefnu Pírata um rafbíla- væðingu Íslands. Nokkur helstu stefnumálin felast í samfélagslegum úrbótum, svo sem að allar aflaheimildir verði leigðar út, öllum afla landað á markað og að handfæraveiðar verði undanþegnar kvóta. Einnig vilja Píratar lögleiða lágmarkslaunaviðmið Velferðarráðu- neytisins, skoða möguleika á upp- töku skilyrðislausra borgaralauna og bæta verulega úr heilbrigðisþjónustu, t.d. telja Píratar að fíkniefnamál eigi heima í heilbrigðiskerfinu fremur en dómsmálakerfinu. Í efnahags og at- vinnumálum viljum við sjá aðskilnað fjárfestingabanka frá viðskipta- bönkum og vilja greiða fyrir notkun annarra gjaldmiðla en krónunnar. Þá er ætlunin að endurskoða styrkjakerfi landbúnaðarins, að hluti útsvars fyri- tækja geti runnið beint til sveitarfélags og að einstaklingar geti fengið ónýttan persónuafslátt greiddan út. Stjórn Pírata í Reykjanesbæ Píratar á Suðurnesjum Dögun stjórnmálasamtök halda fund í Reykjanesbæ 7. apríl nk. um hús- næðisöryggi fólks í Reykjanesbæ og í nágrannasveitarfélögum. Húsnæðis- öryggi eru mannréttindi og húsa- leigumarkaður skal vera uppbyggður að norrænni, þýskri eða austurrískri fyrirmynd. Það þarf að auka valkosti á húsnæðismarkaði og tryggja lang- tíma leigurétt. Það þarf að okkar mati að skapa rými fyrir óhagnaðardrifin húsnæðissamvinnufélög. Dögun er alfarið á móti því að fjármálafyrir- tækin stofni og reki fasteignafélög inni á leigumarkaði sem arðsemisfjárfestar. Í Reykjanesbæ er langur biðlisti fjöl- skyldna eftir félagslegu leiguhúsnæði og vita vonlaust að fá slíkt húsnæði nema ef eitthvað losnar því ekki eru keyptar inn íbúðir til að mæta þörf- inni. Íbúar í nærliggjandi sveitar- félögum er hafa misst húsnæði sitt hafa þurft að flytja hreppaflutningum þó að vilji hafi verið til þess að búa áfram í sínum bæ og með tilheyrandi óþægindum fyrir t.d. börnin sem hafa þurft að yfirgefa vinina einfaldlega vegna þess að húsnæði var ekki til staðar á því verði sem fólk réði við. Við síðustu kosningar taldi bæjarfull- trúi Samfylkingarinnar að það ætti ekki að verða neitt mál að einhenda sér í verkefnið, að vera með milli- göngu um að leigja félagslegt húsnæði af íbúðarlánasjóði og áframleigja það skjólstæðingum sínum sem eru á bið- lista, en ekki hefur verið um efndir í þeim efnum, enn er langur biðlisti. Það fólk sem eftir hrun missti sitt og lenti á vanskilaskrá fær enga fyrir- greiðslu til þess að greiða allt að 3 mánaða tryggingu á húsnæði og eig- endur þ.á.m. Íbúðalánasjóður sem er eign ríkisins okkar, leigir ekki fólki sem hefur lent á vanskilaskrá en það fólk þarf líka að búa einhvers staðar. Þessu fólki þurfum við að mæta og aðstoða við að komast í öruggt skjól. Við viljum endilega fá þig og þína á fund til þess að skiptast á skoðunum, heyra fleiri sjónarmið og fá tillögur frá ykkur um hvaða leiðir séu færar. Fh. Dögunar Ragnhildur L. Guðmundsdóttir Stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði Frá íbúaþinginu í Stapa. Nýtur þú mannréttinda? Dögun stjórnmálasamtök standa fyrir uppbyggingu á heilbrigðum húsnæðismarkaði. Fundur um húsnæðismál verður haldinn fimmtu- daginn 7. apríl nk. á Hafnargötu 62 efri hæð kl: 20.00. HÚSNÆÐISÖRYGGI ERU MANNRÉTTINDI! VIKULEGUR FRÉTTAMAGASÍNÞÁTTUR FRÁ SUÐURNESJUM Í SJÓNVARPI Á ÍNN FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 21:30 - eitthvað fyrir alla! Sjónvarp VíkurfréttaSÖGU ÞYRLUSVEITAR VARNARLIÐSINS BJARGAÐ

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.