Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.2016, Qupperneq 17

Víkurfréttir - 07.04.2016, Qupperneq 17
17fimmtudagur 7. apríl 2016 VÍKURFRÉTTIR Við hjá Sandgerðisbæ ætlum að setja tíma, fjármagn og þekkingu í að endur- byggja starfssemi og ímynd hins gamla og góða Vinnuskóla. Við ætlum að byrja á því að breyta heitinu á skólanum og kalla hann starfsskóla þar sem við leggjum áherslur á að undirbúa okkar starfsmenn/nemendur sérstaklega til þess að takast á við vinnumarkað fram- tíðar. Starfsskólinn hefur stjórnanda og síðan ráðum við verkefnisstjóra í stað flokkstjóra. Þetta ætlum við að gera í samstarfi við ungt fólk í okkar umhverfi. Til þess að vinna að þessu leitum að frá- bæru, skapandi og skipulögðu fólki sem er jákvætt og vill taka þátt í spennandi verkefni. Nú þegar er hafin þróunar- vinna við að endurskipuleggja starfs- skólann og gera hann metnaðarfullan og eftirsóknarverðan fyrir ungmenni og stjórnendur. Starfsskólinn mun standa fyrir þekkingu, þjálfun - fyrir þig. Það þýðir að allt sem kennt og þjálfað á að nýtast okkar fólki vel inn í framtíðina. Stjórnandi og verkefnisstjórar fá þjálfun og reynslu í stjórnun, skipulagi og sam- skiptum við ungt fólk. Þeim er einnig leiðbeint hvernig taka skal á málum og eins hvernig hægt er að auka sjálfstæði og byggja upp jákvæða sjálfsmynd ung- menna. Verkefnisstjórar hafa aðgang að þjálfun allt sumartímabilið og þurfa að skila umsögum um sína starfsmenn. Nemendur starfsskólans verða núna starfsmenn skólans sem selja sínar vinnustundir. Því fylgir bæði ábyrgð og væntingar. Þess vegna fá þeir þjálfun í því að skoða tilgang verkefna, þeim verður kennd almenn siðfræði á vinnu- markaði, mætingar, agi og virðing, farið í grunnatriði vinnuréttar og samstarf. Þau ræða, skoða og skilgreina ímynd bæjarfélagsins og leggja sitt af mörkum til þess að byggja upp og hafa áhrif á það samfélag sem við getum öll verið stolt af. Þau eiga kost á því að velja sér sum verk- efni eftir áhugasviði og eins gefst þeim tækifæri á því að skoða og kynnast ann- arri atvinnustarfssemi hér á svæðinu. Verkefnisstjórar munu síðan leggja mikla áhersla á félagsþroska og sam- skipti með því að kynna það sem efst er á baugi hverju sinni í samráði við Hitt Húsið og aðra þá sem eru að gera eitt- hvað áhugavert með ungu fólki. Starfsskólinn mun síðan sjálfur sjá um að kynna verkefni sumarsins á lokahátið skólans þar sem verkefni og annað starf verður kynnt að sérstökum hætti starfs- manna skólans. Með þessum ásamt fleiru viljum við búa til virkan skóla þar sem ungmenni og stjórnendur fá fjölbreytta og skemmti- lega þjálfun og tækifæri til að taka þátt og fá kynningu á áhugaverðum verk- efnum innan okkar samfélags. Vinnuskólahugmyndin er einstök og það er okkur gríðarlegar mikilvægt að viðhalda þessu verkefni á eins jákvæðan og hvetjandi hátt og kostur er. Við viljum nýta sem best þetta góða tæki- færi sem við höfum hér á Íslandi til að undirbúa ungt fólk fyrir vinnumarkað framtíðarinnar og gefa þeim tækifæri að vinna í uppbyggilegum sem og nauðsyn- legum verkefnum um leið og þau taka sín fyrstu skref á vinnumarkaðinn. f.h. Sandgerðisbæjar Rut Sigurðardóttir, Frí- stunda- og forvarnafulltrúi. Einar Friðrik Brynjarsson, Um- hverfis- og tæknifulltrúi. Starfsskóli Sandgerðisbæjar þekking og þjálfun - fyrir þig Víkurfréttir birtu stutta frásögn af sam- tali sem ég átti við blaðamann blaðsins. Þar ræddum við um samgöngumál á Suðurnesjum og kom ég inn á málefni sem tengist uppbyggingunni í kringum Keflavíkurflugvöll og samstöðu okkar S u ð u r n e s j a m a n n a í þessum verkefnum. Í leiðara blaðsins er svo sú ályktun dregin að það sé einfalt að klára tvöföldun Reykjanesbrautar á næstu tveimur og hálfu ári þar sem Suðurnesin eigi sjö þingmenn, einn ráðherra og einn fulltrúa í um- hverfis- og samgöngu- nefnd. Ef svo væri, þá væri nú lífið hjá okkur á Suðurnesjum auðvelt en heldur verra hjá íbúum annarra landssvæða. Leiðarahöf- undur kom þó inn á það í greininni að það væri önnur leið fær en kjördæma- potið til að koma framkvæmdinni á dag- skrá. Það er leiðin að forgangsraða fram- kvæmdum faglega byggt á gögnum um öryggi, hagkvæmni og aðstæðum hverju sinni. Þá leið hugnast mér betur og á þeim grunni hef ég verið að vinna að málinu frá því að ég tók sæti á Alþingi. Því ætla ég að skýra í stuttu máli hvernig samgönguáætlun verður til og hvernig hún er uppbyggð. Samgönguáætlun er skipt í tvo hluta, annars vegar fjög- urra ára framkvæmdaáætlun og 12 ára stefnumótunaráætlun sem er svo skipt í þrjú framkvæmdaráætlunar tíma- bil. Samkvæmt mínum heimildum er Reykjanesbrautin inni í 12 ára áætlun- inni og gatnamótum við Krísuvíkur- veg og Reykjanesbrautar var flýtt um eitt ár í fjögurra ára áætluninni eftir mikinn þrýsting frá hagsmunaaðilum á því svæði og nefndaráliti umhverfis- og samgöngunefndar á s.l. ári. Innan- ríkisráðherra skipar svo samgönguráð sem undirbýr drög að þessum tveimur skjölum. Formaður samgönguráðs er skipaður af ráðherra og sitja með honum í ráðinu vegamálastjóri, forstjóri Sam- göngustofu og forstjóri ISAVIA. Sam- gönguráð fundar svo með landshluta- samtökum sveitarfélagana og safnar gögnum frá þeim stofnunum sem eiga sæti í ráðinu. Tillaga samgönguráðs fer svo til ráðuneytisins sem getur gert breytingar á henni og tillögurnar svo loks lagðar fram á Alþingi í formi sam- gönguáætlunar. Þegar ráðherrann hefur mælt fyrir tillögunum á Alþingi koma þær loks til umhverfis- og samgöngu- nefndar til umfjöllunar og þar geta allir landsmenn komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Eins og sjá má á þessu ferli þá er búið að vinna mikla vinnu áður en tillögurnar koma til þingsins. Í þessari vinnu er upp- lýsingum safnað saman og verkefnum forgangsraðað eftir því. Það er svo okkar á Alþingi að fara yfir hvort forgangsröð- unin sé fagleg, öryggi í samgöngum sé tryggt og að þjóðfélagslegar hagkvæmar framkvæmdir séu framar öðrum. Það er þess vegna sem ég segi að við öll, þingmenn, sveitarstjórnir og íbúar svæðisins eigum að koma fram sem einn hópur með upplýsingar til að rök- styðja okkar óskir. Við erum best til þess fallin því við þekkjum okkar svæði best, við þekkjum okkar þarfir best og við erum best í því að forgangsraða okkar áherslum. Ég er vel tilbúinn til þess að aðstoða sveitarfélögin við að koma sín- um málum á framfæri á frumstigum samgönguáætlunar. Þetta þurfum við að gera hvað varðar Reykjanesbrautina og þetta þurfum við að gera vegna þeirra uppbyggingar sem á sér stað núna og er framundan á Kefla- víkurflugvelli og nærsvæði hans. Ríkis- sjóður er að fá af flugvellinum og flug- vallarsvæðinu margvíslegar tekjur, t.d. með sölu fasteigna á Ásbrúarsvæðinu og því eðlilegt að þær fari til að mæta aukinni þörf á innviðauppbyggingu vegna uppbyggingar og þróunnar ríkis- fyrirtækja. Hér eru um ein stærstu hagsmunamál Suðurnesja að ræða og því vil ég taka samtal um þau við ykkur á fundi á næst- unni. Og vonandi sjáumst við sem flest. Málin eru ekki einföld og við Alþingis- menn tökum ekki einir ákvörðun um einstaka verkefni en við eigum að þekkja þær leiðir sem koma málum áfram í samvinnu við ykkur kæru félagar. Eru samgöngumálin svona einföld? Menn tuða í sífellu um að þeir sem stjórna þurfi að hafa nóg á milli hand- anna, því þá sé minni hætta á að borið sé á þá fé. Það er fásinna. Enginn er svo ríkur að hann vilji ekki meira. Þetta snýst um græðgi og græðgin er í eðli sínu takmarkalaus. Þar eru engin efri mörk. Það er spurning um heiðarleika hvort við treystum fólki fyrir okkar málum - okkar framtíð. Um samkennd með öðru fólki. Blásnautt fólk er ekki síður heiðarlegt en ríkt fólk. Ég held að það sé auðveldara að múta ríkum manni en snauðum. Sá snauði hefur vanist því að fá lítið og komast af með lítið (og hefur líklega ekki varið kröftunum í auðsöfnun) en líf þess ríka hefur trú- lega snúist meira um auðæfi - að afla þeirra og halda utanum. Og til að rétt- læta að þeir eigi skilið meira en aðrir staðsetja þeir sig fyrir utan og ofan fjöldann. Sammála? Ég er hér að færa rök fyrir þeirri sann- færingu minni að auðmenn eigi EKKI að koma nálægt hvorki Alþingi né ráðherrastólum. Auðmannaklíkur eiga EKKI að koma nálægt Alþingi - og alls ekki að verma ráðherrastóla. Það er málið! Úlfar eiga ekki að gæta sauðahjarðar (þó í sauðagæru séu). Þeir sem hugsa mest um að troða út sína eigin vasa eiga ekki sjá um okkar sameiginlegu mál. Félagshyggja er betri fyrir samfélagið en auðhyggja. Nú þurfa fleiri að átta sig á þeirri augljósu staðreynd. Með félagshyggju er hægt að hemja græðg- ina, setja sanngjarnar leikreglur og fylgja þeim eftir. Við Vinstri græn erum öflug í því. Við erum hreyfing félagshyggjufólks sem helgar sig bar- áttu fyrir betra samfélagi – sem er betra fyrir okkur öll (líka betra fyrir auðmennina, því auðurinn færir þeim takmarkaða hamingju). Hamingjan sprettur upp þar sem fólk kemur fram hvert við annað sem jafninga, sýnir örlæti og virðingu og býr við öryggi án vopnaskaks. Okkur vantar fleira félagshyggjufólk til að breyta samfélaginu. Til að skapa betri framtíð fyrir okkur öll. Nú er tækifæri til að láta gott af sér leiða! Koma svo! Þorvaldur Örn Árnason, Vinstrigrænn í Vogum. Hverjum er treystandi fyrir fjöregginu? Myndina tók höfundur á Austurvelli 4. apríl 2016. ÞJÓNUSTUFULLTRÚI Í BÍLALEIGU Í KEFLAVÍK Thrifty Car Rental, bílaleiga Brimborgar, leitar að röskum og jákvæðum starfsmanni í sumarstarf þjónustufulltrúa á starfsstöðvar í Keflavík. Skemmtilegt og krefjandi starf í líflegu umhverfi. Stutt lýsing á starfi: • Afhending bíla til erlendra sem innlendra viðskiptavina og móttaka við leiguskil • Upplýsingagjöf og sala þjónustu • Skráning bókana • Skutl viðskiptavina til og frá starfstöð Hæfniskröfur: • Stúdentspróf og/eða reynsla af sambærilegu starfi • Hæfni í tölvunotkun • Gilt bílpróf og vera jafnvíg(ur) á beinskiptan og sjálfskiptan bíl • Framúrskarandi þjónustulund • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta Unnið er á vöktum 06:00-18:00 og frá 18:00-06:00 (5/4). Nánari upplýsingar um starfið má finna á www.brimborg.is (laus störf). Umsóknarfrestur er til 14. apríl 2016 SÆKTU UM NÚNA Þjónustufulltrúi_Víkurfréttir_99x200_20160119.indd 1 31.3.2016 11:51:03 Vilhjálmur Árnason alþingis- maður

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.