Víkurfréttir - 07.04.2016, Qupperneq 22
22 fimmtudagur 7. apríl 2016VÍKURFRÉTTIR
Ingunn Embla Kristínardóttir skaust
fram á sjónarsviðið aðeins 17 ára
gömul með Keflvíkingum í Domino’s
deildinni í körfubolta. Hún varð ófrísk
sama ár. Hún viðurkennir að það hafi
verið dálítið sjokk en alls staðar mætti
hún jákvæðum straumum og hjálp-
semi á meðgöngu. Hún var ekkert
á því að slá slöku við og æfði körfu-
bolta allt fram að fæðingu. „Ég var á
æfingu bara tveimur dögum áður en
ég átti. Ég var svo mætt á völlinn aftur
tveimur vikum eftir að ég átti,“ segir
þessi öflugi leikmaður.
Ingunn sem er nú tvítug, leikur nú
með Grindavík, segir að það hafi
tekið dágóðan tíma að ná upp fyrri
getu þar sem meiðsli hafi sett strik í
reikninginn fljótlega eftir fæðingu,
þar sem hún þurfti í aðgerð á hné.
„Ég get ekki sagt að ég sé í mínu besta
formi og á helling inni.“ Fyrr á árinu
var Ingunn valin í A-landsliðið en hún
er hæstánægð með að hafa fengið það
tækifæri. „Það er allt upp á við núna
þannig að ég er bara mjög bjartsýn á
framhaldið.“
Erum drullugóðar
Þessa dagana etja Grindvíkingar kappi
við Hauka í undanúrslitum Domino’s
deildarinnar. Ingunn er hreinskilin
með það að hún bjóst ekki við því
að vera yfir í stöðunni 2-1 á þessum
tímapunkti. „Við ætluðum auðvitað að
koma brjálaðar inn í serínua þar sem
enginn hafði trú á okkur.“
Grindvíkingar náðu á síðustu stundu
að tryggja sér sæti í undanúrslitum
eftir sætan sigur gegn Keflvíkingum.
„Við erum búnar að vera upp og niður
lið í allan vetur. Þegar við erum að fara
inn í úrslitakeppnina þá erum við í
raun í fyrsta sinn að tefla fram full-
skipuðu liði. Þegar við erum með full-
skipað lið erum við bara drullugóðar,“
segir leikstjórnandinn.
Daníel er okkar sjötti maður
Þjálfarinn Daníel Guðni er á sínu
fyrsta ári í meistaraflokki. Ingunn
segir að margt jákvætt felist í því.
„Hann þorir jafnvel meiru en aðrir
sem eru reynslumeiri. Hann er eins
og sjötti maðurinn hjá okkur. Það er
smitandi hvað hann lifir sig mikið inn
í þetta. Ég hef aldrei fundið neina nei-
kvæða strauma frá honum, hann nær
að snúa öllu á jákvæðar nótur.“
Ingunn segist hafa viljað reyna eitt-
hvað nýtt í körfunni og því ákvað
hún að ganga til liðs við Grindavík
frá uppeldisfélaginu Keflavík. „Það
voru mjög miklar breytingar í Kefla-
vík og ég stökk því á gott tækifæri
í Grindavík.“ Þar líður henni mjög
vel og segir bæjarbúa hafa tekið sér
opnum örmum.
ÍÞRÓTTIR Eyþór Sæmundsson // eythor@vf.is
„Ég á helling inni“
●● Ingunn●Embla●og●Grindvíkingar●nálgast●lokaúrslitin
●● Grindvíkingar●geta●klárað●Hauka●á●heimavelli
Skráðu þig í afsláttarklúbb Hunda-
hornsins og fáðu afslátt strax í dag!
Það er frítt – Engin skuldbinding – Pottþéttur sparnaður
Allt um málið á Facebook síðunni okkar og í Fitjum, Njarðvík.
Hundahornið
Verkið felst í endurgerð neðri hluta götunnar frá gatnamótum Stapavegar, lagningu
nýrrar vatnslagnar og yrborðsfrágangs ásamt yrborðsfrágangi efri hluta götunnar að
gatnamótum Vogabrautar. Um er að ræða uppgröft ónothæfs efnis, afréttingu
götuyrborðs ásamt styrkingu burðarlags, jöfnunarlag, malbikun, lagningu nýrrar
vatnslagnar, endurnýjun fráveitu- og vatnslagna, niðurfalla og brunna eftir þörfum skv.
nánara mati verkkaupa við framkvæmd verksins. Efri hluta götunnar skal vinna í rétta
hæð og ganga frá yrborði með uppfræstu malbiki sem verkkaupi útvegar.
Helstu magntölur eru u.þ.b:
Uppgröftur 1500 m³
Fyllingar 2200 m³
Malbik 2200 m²
Fráveitulagnir 295 m
Vatnslagnir 360 m
Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 30. september 2016.
Þeir sem hyggjast bjóða í verkið skulu óska eftir útboðsgögnum með því að senda
tölvupóst á netfangið byggingafulltrui@vogar.is eða hringja í síma 440 6200 og gefa
upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá þá útboðsgögnin send í tölvupósti.
Útboðsgögn verða afhent frá og með föstudeginum 8. apríl 2016.
Tilboðum skal skilað á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eigi síðar en
miðvikudaginn 20. apríl 2016, kl. 11:00 og verð þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda
sem þess óska.
Sveitarfélagið Vogar
ÚTBOÐ
SVEITARFÉLAGIÐ VOGAR ÓSKAR
EFTIR TILBOÐUM Í VERKIÐ
„IÐNDALUR – ENDURGERÐ GÖTU -
LAGNIR - YFIRBORÐSFRÁGANGUR“
Aðalfundur Krabbameinsfélags Suðurnesja
Fimmtudaginn 14. apríl 2016 kl. 19:00 á Park Inn hóteli
Hafnargötu 57 í Reykjanesbæ
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar fyrir síðasta starfsár.
2. Endurskoðaðir reikningar fyrir síðastliðið reikningsár
lagðir fram til samþykktar.
3. Kosningar (stjórn og skoðunarmenn reikninga)
4. Kosnir fulltrúar á aðalfund Krabbameinsfélags íslands
5. Önnur mál.
6. Ragnheiður Davíðsdóttir framkvæmdarstjóri Krafts
stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með
krabbamein heldur erindi.
Félagar og velunnarar Krabbameinsfélags
Suðurnesja eru hvattir til að mæta.
Stjórnin
AÐALFUNDUR
Keflvíkingar lána
Alexander til Þróttara
■ Markahæsti leikmaður í sögu félagsins kominn heim
Keflvíkingar hafa lánað Alexander Magnússon til granna
sinna í Vogunum. Alexander hefur verið að glíma við þrálát
meiðsli síðustu ár og lék t.d. aðeins fimm leiki með Keflvík-
ingum í Pepsi-deildinni í fótbolta í fyrra. Áður lék hann um
árabil með Grindavík eftir að hann yfirgaf uppeldisfélagið
Njarðvík. Alexander mun koma til með að styrkja Þróttara
gríðarlega í 3. deild, enda reynslumikill og fjölhæfur leik-
maður. Þróttarar hafa styrkt sig enn frekar en Reynir Þór
Valsson, markahæsti leikmaður í sögu félagsins er kominn
aftur í appelsínugula búninginn.
Stóru-Vogaskóli í fyrsta
sinn í úrslit Skólahreysti
■ Keppnislið Stóru-Vogaskóla í Skólahreysti er í fyrsta
sinn komið í úrslit keppninnar vinsælu þar sem grunn-
skólar landsins etja kappi í hinum ýmsu íþróttagreinum.
Liðið var stigahæst liða sem höfnuðu í öðru sæti í sínum
riðli, með 43,5 stig og hefur því öðlast keppnisrétt í úr-
slitum. Holtaskóli bar sigur úr bítum í riðli Reykjaness
og Hafnarfjarðar og hefur því þegar tryggt sér keppnis-
rétt í úrslitum. Tólf skólar munu mætast í úrslitum sem
fram fara þann 20. apríl.
Marín Laufey glímu-
drottning í fjórða sinn
■ Körfuboltakonan Marín Laufey Davíðsdóttir leik-
maður Keflavíkur, var um helgina krýnd glímudrottning
Íslands í fjórða skipti á ferlinum. Marín gekk til liðs
við Keflavík árið 2014 en hún er aðeins 20 ára gömul.
Hún á að baki leiki í yngri landsliðum í körfuboltanum,
en hún hefur einnig tekið
þátt í landsliðsverkefnum í
glímunni. Marín er öflugur
frákastari og sterkur varnar-
maður í körfuboltanum en
hún er greinilega ekkert
lamb að leika sér við í glím-
unni heldur.
Rimman byrjar rosalega
Í kvöld taka Njarðvíkingar á
móti KR í öðrum leik liðanna
í undanúrslitum Domino’s
deildar karla. Fyrsti leikur
liðanna, sem endaði með sigri
KR, hverfur þeim sem á hann horfðu líklega seint úr minni.
Eftir eðlilegan fyrri hálfleik var eins og bæði lið vildu
hreinlega ekki skora í upphafi seinni hálfleiks. Hræðileg
hittni og tapaðir boltar á báða bóga. Þrátt fyrir það var
leikurinn æsispennandi og þurfti tvívegis að framlengja
áður en KR hafði tveggja stiga sigur. Rimma liðanna í fyrra
var körfuboltakonfekt og það sama virðist ætla að verða á
boðstólnum í ár.