Víkurfréttir - 16.06.2016, Blaðsíða 6
6 fimmtudagur 16. júní 2016VÍKURFRÉTTIR
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
DRIVE ryk- og
blautsugur
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Drive ZD10-50L
Ryk- & blautsuga
1000W, 50 lítra
25.990
Drive ZD98-3B
Ryk- & blautsuga
3000W, 3 mótorar
90 lítrar, PP vatnstankur
48.990
Drive ZD98A-2B
Ryk- & blautsuga,
2000W, 70 lítra
39.990
Drive ZD90A-20L
Ryk- & blautsuga,
1400W, 20 lítra
rafmagns innstunga
14.990
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is
Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is
Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is
Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta,
vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring.
Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prent-
aðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Lítum okkur nær
Það væri ekki amalegt að vinna við það að ferðast um landið. Fá að þeys-
ast um á snjósleða upp á jökli, skella sér á sjóstöng eða baða sig í leyni
lóni suður á landi. Borða á bestu stöðum landins og hitta áhugavert og
framandi fólk. Þetta fær Keflvíkingurinn Inga Ósk að upplifa sem ferða-
félagi, eða travel buddy, í vinnu sinni hjá Icelandair. Ég ræddi við Ingu
um ferðalög hennar vítt og breitt um landið. Margt áhugavert bar á góma
í spjalli okkar sem snerist hvað mest um Suðurnesin. Við vorum bæði
sammála um það að hér leynast margar náttúruperlur sem enn á eftir að
uppgötva. Það á jafnt við um útlendingana sem hingað koma og okkur
sjálf, heimafólkið. Ég hef verið duglegur að taka rúnt út að Reykjanesvita
og Gunnuhver undanfarin ár. Ég verð á ferðum mínum var við sívaxandi
straum ferðamanna á þessum stöðum og það bregst ekki núorðið að
maður mæti rútu á leiðinni. Það styttist líklega í að krökkt verði af ferða-
mönnum á þessum stöðum.
Ég fór með ungan heimamann í myndatöku við Reykjanesvita í vetur og
sá hafði aldrei komið þangað áður. Það þótti mér furðulegt að heyra. Mig
grunar þó að margir Suðurnesjamenn hafi ekki alveg kannað svæðið til
fulls. Ég á alveg helling eftir að sjá sjálfur. Þegar ég fékk bílpróf á síðustu
öld þá var stundum tekinn rúntur að Reykjanesvita. Það þótti mikið
ævintýri enda nóg að sjá. Ég er með hinn fullkomna Suðurnesjarúnt fyrir
ykkur. Fyrst skal heimasækja Hafnirnar, sem búa yfir einhverjum sveita-
sjarma sem erfitt er að útskýra. Því næst er það Sandvík sem býr yfir
einstakri náttúrufegurð. Gunnuhver og Reykjanesviti eru skammt undan
en þar er magnað að horfa yfir hafið og klettana og fá náttúruöflin beint
í æð. Frá þessum stöðum er svo hægt að klára hringinn til Grindavíkur
og enda í kaffibolla á Bryggjunni. Ef fólk er svo á leið austur fyrir fjall, í
guðanna bænum prófið þá að taka Suðurstrandarveginn.
RITSTJÓRNARPISTILL
Eyþór Sæmundsson
„Þetta eru ungir krakkar en það er
alveg ótrúlegt hvað þau vita mikið um
flug,“ segir Heimir Snær Heimisson,
þjálfunarstjóri hjá Keili og umsjónar-
maður Flugbúða Keilis sem fóru fram
í vikunni. Í búðunum gefst ungu fólki
kostur á að kynna sér ýmsar hliðar
náms sem tengist flugi.
Heimir segir vikuna hafa verið virki-
lega skemmtilega. „Það er búið að
vera algjörlega frábært hjá okkur í
vikunni. Þau eru alltaf svo áhugasöm
um flugið og spyrja margra spurninga
sem maður er mjög hissa á,“ segir
hann.
Áhugasamir flugmenn
framtíðarinnar
●● Fjöldi●ungmenna●kynnti●sér●flugnám●í●Flugbúðum●Keilis●
Flugbúðirnar í ár stóðu í fjóra daga,
frá 13. til 16. júní. Á dagskránni var
meðal annars heimsókn í flugskýli
Icelandair, ferð á Sléttuna þar sem
krakkarnir skoðuðu og fræddust um
fisflugvélar, flugvirki, flugumferðar-
stjóri og flugmaður komu í heim-
sókn og sögðu frá störfum sínum,
og haldnar voru kynningar á ýmsu
tengdu flugi. Þá fengu allir nemendur
að fara í flughermi hjá Keili. Nem-
endur komu víða að, til að mynda
frá Egilsstöðum og Laugum. Flug-
búðirnar hafa verið haldnar reglulega
í nokkur ár og segir Heimir ekkert lát
á áhuga unga fólksins á flugi.
Thelma Rakel Grétarsdóttir og Þor-
steinn Karl Arnarsson voru meðal
nemenda í flugbúðum Keilis í ár.
Thelma segir það hafa verið mjög
skemmtilegt að taka þátt í flugbúð-
unum og þá sérstaklega að skoða
skýli Icelandair á Keflavíkurflug-
velli. Það hefur lengi verið draumur
hennar að verða flugmaður. Þor-
steinn er 11 ára, alveg að verða 12,
og var mættur í flugbúðirnar annað
árið í röð. „Það var svo gaman í fyrra
að ég varð að koma aftur. Það er svo
margt skemmtilegt að gerast hérna,“
segir Þorsteinn sem er harðákveðinn
í að verða flugmaður í framtíðinni.
Hópurinn kom víða við á stöðum tengdum flugi. Á myndinni eru þau við skýli Fisfélagsins Sléttunnar.
Krakkarnir voru áhugasamir um flugstarfsemina. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom í heimsókn í flugbúðirnar.
TÖLVUNNI SNJALLSÍMANUMVF.IS
Í NÝJUM FÖTUM
SPJALDTÖLVUNNI
FYLGSTU
MEÐ Í...