Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.06.2016, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 16.06.2016, Blaðsíða 16
16 fimmtudagur 16. júní 2016VÍKURFRÉTTIR Það var engin spurning í mínum huga að kosningaferðalag mitt átti að hefj- ast í Grindavík og stuttu síðar heim- sótti ég Reykjanesbæ. Það fer ekki á milli mála að það býr kraftur í þessum byggðarlögum sem áður byggðu af- komu sína að mestu á sjósókn en stunda nú fjölbreytta atvinnustarf- semi, allt frá ferðaþjónustu til tækni- þróunar af ýmsum toga. Ég verð mjög víða vör við jákvæð áhrif uppbyggingar en ég hef líka heyrt á fólki að það er orðið langþreytt á neikvæðni og sundrung og margir telja traust brotið. Þegar efnahags- lífið hrundi töpuðust ekki einungis efnisleg verðmæti, samfélagssátt- málinn hrundi í leiðinni. Að mörgu leyti hefur gengið ágætlega að koma efnahagslegum þáttum í samt lag, en vinnan við að græða samfélagssárið er bara rétt að hefjast. Forsetaembættið getur gegnt mikil- vægu hlutverki við að leiða samtal um framtíðarsýn Íslands, hvernig sam- félagsgerð við viljum byggja upp og standa vörð um og hvaða gildi við ætl- um að hafa að leiðarljósi. Heiðarleiki, virðing, réttlæti og jafnrétti eru gildi sem þjóðin valdi sér árið 2009. Við þurfum að tala miklu meira um þessi gildi og við þurfum að sýna þau í verki í daglegum athöfnum. Þannig getum við byggt samfélagssáttmálann upp og aukið sátt í samfélaginu á ný, þannig getum við grætt sárin og byrjað að skapa aftur traust. Ég hef vaxandi áhyggjur af misskipt- ingu í landinu, milli þeirra sem eiga mikla fjármuni og litla, milli ólíkra landshluta og misskiptingu tengda uppruna. Ég trúi á jafnrétti fyrir alla. Það Ísland sem ég ólst upp í ein- kenndist af meira jafnræði. Almennt séð hafði fólk minna af efnislegum gæðum, en tækifærin til að komast til mennta eða sanna sig með vinnusemi voru til staðar. Að sama skapi greip samfélagið þá sem á stuðningi þurftu að halda. Ég heyri því miður allt of oft sögur af því að óvænt veikindi leiði til fjárhagsörðugleika vegna þess kostn- aðar sem heilbrigðisþjónusta getur haft í för með sér. Ég heyri því miður allt of oft um skort á búsetuúrræðum fyrir aldraða og að þessi hópur, sem skilað hefur sínu ævistarfi, hafi lítið milli handanna. Ég horfi með aðdáun til starfsmanna í heilbrigðiskerfinu sem vinna afar gott starf þrátt fyrir þröngan stakk, en það er ekki enda- laust hægt að treysta á bjartsýnina þegar kemur að því að reka vandaða heilbrigðisþjónustu. Við þurfum að standa vörð um þá samfélagsþjónustu sem sjálfsagt er að íbúar landsins njóti. Það skiptir öllu máli fyrir framtíð Ís- lands að ungt fólk velji að setjast hér að. Unga kynslóðin hefur í dag fleiri tækifæri en nokkru sinni fyrr til að nýta þekkingu sína og menntun þvert á landamæri. Það er mikilvægt að þau sjái Ísland sem landið þar sem gott er að búa, eignast fjölskyldu, skapa verð- mæti og láta til sín taka. Það er mikil- vægt að við byggjum upp samfélag sem styður við ungar fjölskyldur. Til þess að styrkja Ísland er brýnasta verkefnið að byggja upp traust á ný og innleiða þau grunngildi sem við sem þjóð viljum byggja okkar samfélag á. Við stöndum á tímamótum og nú er rík þörf á að sameina og sætta. Ég tel að forsetaembættið geti leitt samtal um framtíðina og það, ásamt aukinni áherslu á góð grunngildi, hjálpi okkur að ná sátt og byggja upp traust. Það er nefnilega þannig að þegar við tölum saman sem manneskjur þá erum við miklu oftar sammála en ósammála. Allavega um þá hluti sem virkilega skipta máli. Við erum nefnilega öll í sama liðinu. Kæru Suðurnesjamenn, ég trúi á sam- talið og því langar mig að bjóða ykkur til fundar við mig mánudaginn 20. júní klukkan 20:30, á Nesvöllum. Verið hjartanlega velkomin! Halla Tómasdóttir Veljum að búa á Íslandi 1 6 -1 4 4 0 - H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Nú gefst þér kostur á að mæta snemma og hafa tímann fyrir þér því innritun hefst nú 2 og 1/2 tíma fyrir flug. Fáðu þér hressingu og kíktu í búðir og njóttu þess að geta tekið lífinu með ró. Fjöldi verslana og veitingastaða bíða þín í betri flugstöð. GARÐMENN Sólseturshátíðin í Garði verður formlega 23. til 26. júní, þó dagskrá hefjist mánudaginn 20. júní í íþróttamiðstöð Garðs með karlakvöldi í sundlaug. Síðan rekur hver viðburðurinn annan alla vikuna. Sólseturshátíð var haldin í fyrsta skipti árið 2005 og er nú árlegur viðburður í Garði. Sólseturshátíðin er fjöl- skylduhátíð, haldin á Garðskaga við góðar aðstæður, fallegt umhverfi með fjölbreyttri dagskrá. Má þar nefna stuttar gönguferðir, menningar- og sögutengda fræðslu fyrir börn og fullorðna, fjöruferð fyrir börnin, leiki og leiktæki, tónlistaratriði, kveiktur varðeldur og málverkasýningar. Á Garðskaga er góð aðstaða fyrir tjaldbúa, tjald- vagna og húsbíla. Snyrting, rennandi vatn og rafmagn er til staðar, segir á vef Sveitarfélagsins Garðs. halda sólseturshátíð 23. til 26. júní „Þetta forrit er í rauninni eins og mjög hraðvirkur yfirstrikunarpenni,“ segir Rúnar Dór Daníelsson, löggildur endurskoðandi hjá Deloitte. Hann, ásamt Ingva Rafni Guðmundssyni, hugbúnaðarsérfræðingi hjá LS Retail og Pálma Ólafi Theodórssyni, við- skiptafræðingi hjá Deloitte, hafa þróað forritið Stemmarinn sem flýtir fyrir afstemmingu í bókhaldi. Þeir Rúnar Dór og Ingvi Rafn eru Suðurnesja- menn, Rúnar Dór úr Garði en bú- settur í Reykjanesbæ og Ingvi Rafn úr Reykjanesbæ, búsettur í Reykjavík. Forritið hefur verið í þróun síðan árið 2013 og kom á markað fyrir skömmu. Stemmarann þróuðu þeir á kvöldin og um helgar og síðar kom Deloitte inn í þróunarferlið og á nú 15 prósenta hlut í fyrirtækinu. Að sögn Rúnars hefur Stemmarinn fengið góðar viðtökur. „Fjöldi fyrirtækja er nota forritið á degi hverjum í fastri áskrift og mörg fyrirtæki eru með forritið á reynslu. Við höfum ekki séð neitt sambærilegt, hvorki hér á landi né annars staðar svo það gengur mjög vel að breiða út boð- skapinn.“ Rúnar segir það enn mikið tíðkast við afstemmingar í bókhaldi að fólk prenti út yfirlit og stemmi svo af færslu fyrir færslu með yfirstrik- unarpenna sem sé mjög tímafrekt. „Hjá fjölmörgum fyrirtækjum er tölu- verðum tíma eytt í afstemmingar og þegar færslufjöldinn er mikill sparar Stemmarinn mikinn tíma.“ Við þróun á Stemmaranum fékk verk- efnið eina milljón króna í styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja. Að- spurður um nafnið Stemmarinn, þá segir Rúnar að Pálmi eigi allan heiður- inn af því. „Það tengja margir nafnið Stemmarinn við gott partý, þetta er ekki alveg það, en næstum því,“ segir Rúnar að lokum. Spara tíma með Stemmaranum ●● Þróuðu●forrit●sem●flýtir●fyrir●afstemmingu●í●bókhaldi Á myndinni má sjá hugmyndasmiðina á bak við Stemmarann. Frá vinstri Rúnar Dór Daníelsson, Pálmi Ólafur Theodórsson og Yngvi Rafn Guðmundsson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.