Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.08.2016, Qupperneq 2

Víkurfréttir - 25.08.2016, Qupperneq 2
2 fimmtudagur 25. ágúst 2016VÍKURFRÉTTIR Fasteignamarkaðurinn á Suður- nesjum hefur verið með líflegasta móti undanfarin misseri. Í júlí síðastliðnum var 78 kaupsamningum þinglýst, sam- kvæmt frétt á vef Þjóðskrár. Þar af voru 35 kaupsamningar um eignir í fjölbýli, 37 samningar um eignir í sérbýli og 6 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 2.288 milljónir króna og var meðalupphæð á samning 29,3 milljónir króna. Af þessum 78 samningum voru 52 um eignir í Reykjanesbæ. Þar af var 31 samningur um eignir í fjölbýli, 15 samningar um eignir í sérbýli og 6 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.648 milljónir króna og meðalupphæð á samning 31,7 milljónir króna. Á Norðurlandi var 100 kaupsamn- ingum þinglýst í júlí, á Suðurlandi 98, á Vesturlandi 52, á Austurlandi 38 og á Vestfjörðum voru kaupsamningarnir 10. Loka þurfti Dósaseli í Reykjanesbæ klukkan 16:00 á þriðjudag í síðustu viku vegna kakkalakka sem voru í plastpoka með dósum. Að sögn Ingu Jónu Björgvinsdóttur forstöðumanns Dósasels, var mikil mildi að starfs- fólk Dósasels kom strax auga á kakka- lakkana þegar viðskiptavinur tæmdi plastpoka fullan af dósum og um tíu kakkalökkum. „Við vorum heppin að það uppgötvaðist strax að þarna væru kakkalakkar á ferðinni. Við týndum alla kakkalakkana upp, tæmdum allt hjá okkur, tókum allar dósir og flöskur og annað lauslegt og því hefur verið fargað. Svo spúluðum við með sterkri sápu og meindýraeyðir hefur staðfest að hér eru ekki neinir kakkalakkar lengur,“ segir hún. Dósasel var svo opnað aftur næsta dag. Síðast komu kakkalakkar með dósum í Dósasel fyrir átta árum en þá upp- götvuðust meindýrin ekki eins fljótt og nú og eitraði meindýraeyðir þá húsnæðið. Að sögn Ragnars Guðleifssonar, mein- dýraeyðis, hefur það aukist töluvert á Suðurnesjum og víðar um landið að óskað sé eftir að eitrað sé fyrir kakka- lökkum. Margar tegundir af kakka- lökkum eru til en það er sá evrópski sem hefur látið á sér kræla hér á landi. Dósaseli lokað um stund vegna kakkalakka Tæplega 80 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum í júlí Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem stunda nám fjarri heimili sínu. Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms). Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili og fjarri skóla). Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is). Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd Jöfnunarstyrkur til náms Umsóknarfrestur á haustönn 2016 er til 15. október nk. Sofnaði undir stýri og velti bílnum ■ Ökumaður velti um helgina bif- reið sinni þegar hann sofnaði undir stýri, að eigin sögn. Óhappið varð á Reykjanesbraut vestan við Grinda- víkurveg. Ökumaðurinn var einn í bifreiðinni og var hann fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Hann reynd- ist ómeiddur en talsvert lerkaður eftir veltuna. Bifreiðin var mikið skemmd og þurfti dráttarbifreið til að fjarlægja hana af vettvangi. Tekinn á 146 km hraða á Reykjanes- braut ■ Ökumaður mældist á 146 kíló- metra hraða á Reykjanesbraut um síðustu helgi. Ökumaðurinn var erlendur ferðamaður og greiddi hann sektina á staðnum. Fjórir til viðbótar voru sektaðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Þá voru fjórir ökumenn færðir á lögreglustöð vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, þar af einn sem hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Sýnatökur stað- festu neyslu þeirra á fíkniefnum. Réttindalausir ökumenn í um- ferðinni ■ Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af nokkrum ökumönnum sem óku án ökurétt- inda í umdæminu. Einn þeirra ók á ljósastaur og viðurkenndi brot sín. Annar, sem hafði verið sviptur réttindum ævilangt, ók aftan á bifreið sem var fyrir framan hann. Sá þriðji, sem einn- ig ók sviptur, reyndist vera undir áhrifum áfengis við aksturinn. Fjórði réttindalausi ökumaðurinn ók inn á Reykjanesbrautina án þess að virða stöðvunarskyldu. Þá var réttindalaus ökumaður tekinn fyrir of hraðan akstur. Hann reyndist vera undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Tveir til viðbótar voru handteknir vegna fíkniefnaaksturs um helgina og var annar þeirra með útrunnin öku- réttindi. Búist er við einni milljón gesta í Bláa Lónið í ár. Í fyrra heimsóttu 918 þúsund manns þennan frægasta og fjölsóttasta ferðamannastað lands- ins. Fyrirtækið sem er einn af stærri vinnustöðum á svæðinu hefur 550 starfsmenn á sínum snærum. Upplif- unarsvæði Bláa Lónsins var stækkað umtalsvert í upphafi árs, eða úr rúm- lega 5000 fm í 8700 fm. Tilgangur breytinganna var fyrst og fremst að bæta upplifun gesta. Skápum í klefum var ekki fjölgað og því hafa gestir enn meira rými en áður. Sumarið hefur gengið afar vel hjá Bláa Lóninu að sögn Magneu Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa fyrirtækis- ins. Vefbókunarkerfi sem tekið var í notkun árið 2013 hefur gefið góða raun og nú hafa nánast allir gestir bókað heimasókn sína með góðum fyrirvara. Hún segir að aukning hafi orðið á því að gestir Bláa Lónsins velji heimsókn sem felur í sér fjölbreytt úrval þjónustu og hafa valmögu- leikar sem fela í sér drykk og maska í lóninu fallið í góðan jarðveg meðal viðskiptavina. „Þá hefur mikil að- sókn verið að Lava, veitingastað Bláa Lónsins, í sumar. Fiskur dagsins er vinsælasti rétturinn, en við fáum ferskan fisk á degi hverjum frá Stakkavík í Grinda- vík,“ segir Magnea. Milljón ferðamenn heimsækja Bláa Lónið ●● Flestir●bóka●heimsóknina●fyrirfram Ferðamenn gefa skít í fyrsta og síðasta stopp á leið sinni um Ísland og það í orðsins fyllstu merkingu. Aðeins um kílómetra frá Flugstöð Leifs Eiríks- sonar er staldur með bílastæðum fyrir bíla og rútur. Þar er hlaðinn skjól- garður, bekkir og borð. Þá er fallegur trjágróður á staðnum og ruslatunnur. Fjölmargir ferðamenn stoppa á þessu fyrsta staldri þegar komið er frá flug- stöðinni eða nota sem síðasta stopp fyrir flug. Þarna sefur fólk í bílum sínum yfir nótt en á staðnum er engin hreinlætisaðstaða. Þrátt fyrir að hægt sé að komast á salerni í flugstöðinni sem er í aðeins um kílómetra fjarlægð þá kjósa margir að ganga örna sinna á bakvið hlaðna steinveggi eða innan um trjágróður á staðnum. Rútubílstjóri stoppaði með hóp ferða- manna þarna í gærmorgun, enda veðurblíðan mikil og áhugi hjá ferða- fólkinu að anda að sér fersku loftinu og njóta umhverfisins. Bílstjórinn hafði samband við Víkurfréttir og hafði ekki góða sögu að segja af svæð- inu. Fólkinu mætti ekki ferskur and- vari heldur megn skítalykt. Bílstjórinn fékk strax spurningu frá ferðamanni hvaða lykt þetta væri og við nánari skoðun kom í ljós að mannaskítur var víða á svæðinu og sjá mátti klósett- pappír og þurrkur við steinhleðslu á svæðinu og við trjágróðurinn á svæð- inu. Bílstjórinn sagði aðstæður mjög óaðlaðandi og var fljótur í burtu með sinn hóp. Umhirða á svæðinu er á ábyrgð Sand- gerðisbæjar. Ferðamenn gera þarfir sínar við flugstöðina

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.