Víkurfréttir - 25.08.2016, Page 6
6 fimmtudagur 25. ágúst 2016VÍKURFRÉTTIR
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is
Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is
Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is
Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta,
vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring.
Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prent-
aðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Blaðamenn Víkurfrétta fóru í ferðalag um Reykjanesið í síðustu viku. Aldrei
þessu vant var ákveðið að yfirgefa skrifborðið og heimsækja ferðamannastaði
á svæðinu sem ekki heita Bláa Lónið. Garðskaginn var fyrsti viðkomustaður.
Hann er vinsæll bæði meðal heimamanna og ferðalanga. Þar er að eiga sér
stað nokkur uppbygging, kaffihús í gamla vita, stórt og mikið hótel er að rísa,
tjaldsvæði er á svæðinu ásamt byggðasafni og væntanlegum veitingastað.
Það sem er þó jafnvel mikilvægast, það er salerni á Garðskaga. Eftir stopp í
Garðinum lá leiðin í gegnum Sandgerði. Þegar komið er út á Hvalsnes, áfram
framhjá Höfnum og út á Reykjanes, er hvergi salernisaðstöðu að sjá.
Við brúna á milli heimsálfa var fjöldi fólks og stanslaust rennerí af bílum.
Undirritaður var þá kominn í nettan pissuspreng en datt ekki til hugar að
láta vaða við bílaplanið við brúna. Það var ekki ætlunin að fara í slíkt ferðalag
í spreng, en gerir þessa grein og upplifunina óneitanlega meira spennandi.
Ýmislegt lagt á sig í rannsóknarskyni. Leiðin lá næst að Gunnuhver. Þar var
á annan tug bíla og full rúta af ferðamönnum renndi í hlað þegar blaðamenn
bar að garði. Hvergi var kamar að sjá og blaðran farin að þenjast. Ferðamenn
voru yfir sig hrifnir af hvernum og hafði einn sem var duglegur að mynda
hverinn með dróna, á orði að Reykjanes væri fallegasta svæðið á landinu. Við
Reykjanesvita var einnig talsverður fjöldi af fólki sem gekk fram á óvarðar
háar klettabrúnir þar sem aldan blasir við fyrir neðan. Það er frekar sérstakt
að aldrei hafi verið hreyft við jörðu þarna við Valahnjúk. Fólk hefur keyrt
hraunið niður í áratugi og lagt bílum sínum á víð og dreif. Þarna þyrfti að
setja plan sem stjórnar umferðinni um svæðið. Það er víst allt á teikniborð-
inu. Enn var ekkert salerni að sjá og því um að gera að haska sér aftur til
byggða ef ekki ætti illa að fara. Þegar við vorum svo komnir aftur að Höfnum
þá sagði blaðran stopp. Brugðið var á það ráð að pissa á bryggjunni í Höfnum
í felum fyrir skipsverjum sem stóðu skammt undan. Hafnabúar eru víst vanir
svona viðbjóði þar sem ferðafólk hefur gert þarfir sínar í kirkjugarðinum. Ég
biðst hér með forláts á þessari hegðun en með auknum vexti í blöðrunni varð
eitthvað undan að láta.
Eyþór Sæmundsson
Blaðamaður Víkurfrétta
REYKJANESHRINGUR
Í EINUM SPRENG
RITSTJÓRNARPISTILL
Eyþór Sæmundsson
„Það þarf fólk eins og þig“ söng Rúnar Júlíusson í vinsælu
lagi og segja má að þessi lína gæti hæglega verið einkennis-
lína Ljósanætur. Ljósanótt er ein af stærri bæjarhátíðum
landsins og fer nú fram í 17. sinn dagana 1.-5. september
nk.
Í sumar var sent út bréf til fjölda fyrirtækja á svæðinu
og leitað eftir fjárhagslegum stuðningi við framkvæmd
hátíðarinnar og hefur nú bæjarstjórinn Kjartan Már
Kjartansson skrifað undir samninga við fjóra stærstu
styrktaraðilana. Þeir eru Landsbankinn sem er helsti
styrktaraðili Ljósanætur, Nettó sem styrkir dagskrá föstu-
dagskvöldsins og barnadagskrána, Skólamatur sem gefur
kjötsúpuna á föstudagskvöldinu og HS Orka sem lýsir upp
Ljósanótt með því að fjármagna flugeldasýninguna.
Bæjarstjóri þakkaði fulltrúum þessara fyrirtækja sitt fram-
lag og jafnframt hvatti hann þau fyrirtæki sem enn hafa
ekki svarað bréfinu, að senda nú inn sem fyrst jákvæð svör
og taka þannig þátt í að halda Ljósanótt sem einni bestu
menningar- og fjölskylduhátíð landsins.
Undirbúningur hátíðarinnar er nú í fullum gangi og eru
það starfsmenn Reykjanesbæjar sem stýra framkvæmd
hennar. Við hlið þeirra starfar fjöldi öflugra samstarfsaðila
og voru nokkrir þeirra mættir við þetta tilefni m.a. full-
trúar eftirfarandi hópa; Með blik í auga, Menningarfélag
Keflavíkur, Menningarfélagið í Höfnum, KarfaN, Björg-
unarsveitin Suðurnes, Slysavarnardeildin Dagbjörg, Lög-
reglan og Brunavarnir Suðurnesja.
Setning Ljósanætur 2016 fer fram á fimmtudag í næstu
viku. Þá verða risablöðrur notaðar á setningarhátíðinni.
Hver skóli fær risablöðru í lit skólans í samræmi við þær
blöðrusleppingar sem hafa verið undanfarin ár. Nemendur
munu slá blöðrunum á milli sín við setningarathöfnina en
á sama tíma verður risastórum Ljósanæturfána flaggað á
þjóðhátíðarfánastönginni í skrúðgarðinum í Keflavík.
Risablöðrur á
setningu Ljósanætur
Pílukast verður á meðal valáfanga sem
börnum í efri bekkjum grunnskólans í
Grindavík stendur til boða á haustönn
sem hefst í vikunni. Það er Pétur Rúð-
rik Guðmundsson sem skipuleggur
valáfangann í samstarfi við ÍPS (Ís-
lenska pílukastsambandið) og mun
hann kenna börnum allt sem skiptir
máli í pílukasti. Hver kennslustund í
pílukasti er 40 mínútur.
Pétur segir frábært að skólinn í
Grindavík skuli bjóða upp á þennan
möguleika í námi. Börn hafi ekki að-
eins gaman af pílukasti heldur gagnist
það þeim afskaplega vel bæði í námi
og hverju öðru sem þau taka sér fyrir
hendur. „Í pílukasti þurfa börnin að
læra að leggja saman og draga frá í
huganum,“ segir hann og bætir við að
auk kennslu í pílukasti munu börnin
læra hugarþjálfun en það gerir þeim
kleift að einbeita sér undir álagi. Pétur
segir þá þjálfun koma sér vel á lífs-
leiðinni, ekki síst þegar börnin þreyta
próf í skólum.
ÍPS stóð fyrir flottri kynningu á pílu-
kasti á Unglingalandsmóti UMFÍ í
Borgarnesi um verslunarmannahelg-
ina og vakti það mikla lukku móts-
gesta á öllum aldri, ekki síst barna.
Börnin leika sér og læra að reikna
Pétur, sem er búsettur í Grindavík,
hefur lengi spilað pílukast sér til
gamans en fá misseri eru síðan hann
tók greinina alvarlega. Hann þakkar
það áhuga 12 ára sonar síns á pílu-
kasti. „Hann kom til mín einn daginn
og bað mig um að setja upp píluspjald
og þá kom í ljós að hann hafði verið að
kasta pílu með afa sínum. Í framhaldi
af því fórum við að æfa okkur saman.
Þar sem ekki eru mót í dag fyrir ungl-
inga, hefur hann verið að mæta í mót
með mér. Nú gefur hann okkur eldri
ekkert eftir og er orðinn mjög góður í
hugarreikningi,“ segir Pétur.
Mikið hefur verið að gera hjá Íslenska
pílukastsambandinu upp á síðkastið.
Pétur var nú í ágúst ráðinn landsliðs-
þjálfari U-18 liðsins í pílukasti næstu
tvö árin. Sem þjálfari mun hann í
samstarfi við ÍPS skipuleggja keppnir
og halda æfingar í pílukasti á Akur-
eyri, Reykjavík,
Grindavík og í
Reykjanesbæ
þar sem pílu-
k a s t á s é r
sterkar rætur.
H a n n m u n
jafnframt standa
fyrir æfingum ann-
ars staðar á landinu ef
áhugi er fyrir hendi.
Um Pílukastssambandið
Íslenska Pílukastsambandið var
stofnað árið 1985 og er það aðildar-
félagi að heimssambandinu í pílu-
kasti (World Darts Federation). Það
er landssamband pílukastara á Íslandi
og standa að því
fimm aðildarfélög.
Félagsmenn eru
um 180 og fjölgar
þeim ört. ÍPS velur
og sendir landslið
á Norðurlandamót,
Evrópumót og heims-
meistaramót. Á næsta
ári stefnir ÍPS að senda
landslið U-18 á Evrópumót
ungmenna í Svíþjóð. ÍPS heldur opið
alþjóðlegt mót einu sinni á ári. Ís-
landsmót hafa verið fimm á hverju ári
og með tilkomu U-18 verða þau sex.
Íslandsmót U-18 verður 17. desember
næstkomandi í Reykjanesbæ.
Pílukast hluti af námi skólabarna í Grindavík
SJÓNVARP
V ÍKURFRÉTTA
NÝR ÞÁTTUR
Í HVERRI
VIKU INNÁ
WWW.VF.IS/VEFTV
SJÁÐ’ANN Í
HÁSKERPU Í TÖLVUNNI,
SPJALDTÖLVUNNI
EÐA SÍMANUM ÞÍNUM!
Frá undirritun samstarfssamninga
vegna Ljósanætur í Reykjanesbæ
2016. VF-myndir: Hilmar Bragi
Kjartan Már bæjarstjóri leikur sér með eina af blöðrunum
sem notaðar verða á setningarhátíðinni nk. Fimmtudag.