Víkurfréttir - 25.08.2016, Qupperneq 14
14 fimmtudagur 25. ágúst 2016VÍKURFRÉTTIR
Fjórir hlauparar hlupu
f yr i r Kr is t ínars jó ð í
Reykjavíkurmaraþoni um
síðustu helgi og söfnuðu
samtals 269.000 krónum.
Sjóðurinn var stofnaður af
Stígamótum til minningar
um Kristínu Gerði Guð-
mundsdóttur úr Keflavík.
Hann er ætlaður konum
sem eru á leið úr vændi
og/eða mansali og vilja
byggja sig upp á nýjan
leik. Úr sjóðnum hafa
Stígamót veitt konum fjárhagsaðstoð
á krítískum augnablikum og stundum
he f u r s á s tu ð n i ng u r
skipt sköpum fyrir þær.
Fyrir Reykjavíkurmara-
þonið var lítið fjármagn í
sjóðnum.
Berglind Ósk Guðmunds-
dóttir úr Reykjanesbæ,
systir Kristínar heitinnar,
var ein þeirra sem hljóp
fyrir sjóðinn. Í viðtali í
Víkurfréttum í síðustu
viku sagði hún frá lífs-
hlaupi systur sinnar og
sjóðnum sem stofnaður var í minn-
ingu hennar.
■ Hlauparar sem hlupu fyrir Minningarsjóð Ölla í Reykjavíkurmaraþoni
um síðustu helgi söfnuðu 540.000 krónum. Alls hlupu 21 hlaupari fyrir
sjóðinn. Minningarsjóður Ölla var stofnaður haustið 2013 til minningar um
Örlyg Aron Sturluson, körfuboltamann, sem lést af slysförum árið 2000, 18
ára gamall. Markmið sjóðsins er að styrkja þau börn til íþróttaiðkunar sem
ekki eiga þess kost vegna bágrar fjárhagsstöðu forráðamanna.
Reykjavíkurmaraþon:
Yfir hálf milljón safnað-
ist í Minningarsjóð Ölla
Á þriðja hundrað þúsund
söfnuðust í Kristínarsjóð
Kristín Gerður
Guðmundsdóttir
Landhelgisgæsla Íslands
Gagnafulltrúi
Capacent — leiðir til árangurs
Landhelgisgæsla Íslands er
löggæslustofnun sem hefur það
hlutverk að sinna löggæslu og
eftirliti sem og leit og björgun á
hafsvæðinu umhverfis Ísland.
Þá fer Landhelgisgæslan einnig
með daglega framkvæmd
öryggis- og varnarmála
samanber varnarmálalög,
þ.m.t. er rekstur Öryggissvæða,
mannvirkja, kerfa, stjórnstöðvar
NATO/LHG og ratsjár- og
fjarskiptastöðva.
Umsækjendur eru beðnir að
sækja um starfið á heimasíðu
Capacent, www.capacent.is
Launakjör eru samkvæmt
kjarasamningi viðkomandi
stéttarfélags og
fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.
Upplýsingar og umsókn
capacent.is/s/3521
Menntunar- og hæfniskröfur
Grunnnám í flugumferðarstjórn, flugnám eða annað
flugtengt nám æskilegt.
Búseta í nágrenni Keflavíkurflugvallar æskileg.
Góð íslensku- og enskukunnátta bæði í ræðu og riti.
Góð tölvukunnátta og tölvulæsi.
Reglusemi, nákvæmni, snyrtimennska og stundvísi.
Sjálfstæði og agi í vinnubrögðum.
Geta til að vinna vaktavinnu.
Góðir samskiptahæfileikar.
Ökuréttindi skilyrði.
�
�
�
�
�
�
�
�
�
�
�
�
�
Umsóknarfrestur
5. september
Helstu verkefni
Loftrýmiseftirlit og stuðningur við loftrýmisgæslu.
Samskipti við stjórnstöðvar Atlantshafsbandalagsins og
aðildarþjóðanna.
Skýrslugerð og greining gagna.
Önnur tengd verkefni.
Landhelgisgæsla Íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu gagnafulltrúa á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Leitað er að
gagnafulltrúa til starfa við loftrýmiseftirlit í stjórnstöð NATO/Landhelgisgæslunnar. Um vaktavinnu er að ræða.
Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skulu starfsmenn
uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild og bakgrunnsskoðun samanber varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012.
Konur, jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.
Íþróttahúsið við Sunnubraut í Keflavík var
þétt setið á sl. föstudaginn þegar haldið
var fjáröflunarkvöld fyrir Pétur Pétursson
osteopata og fjölskyldu hans, en Pétur
glímir við krabbamein. Andrúmsloftið
var magnað og ótrúlegt að fylgjast með
samheldninni sem ríkir í körfuboltasam-
félaginu á Íslandi. Þar hefur Pétur starfað
um áraskeið við frábæran orðstír hjá
nokkrum félögum og fyrir KKÍ. Færasta
körfuboltafólk landins var samankomið
til þess að leika listir sínar fyrir þetta verð-
uga málefni.
A-landslið kvenna og karla mættu pres-
suliðum, þriggjastigakeppni fór fram þar
sem m.a. goðsagnirnar Valur Ingimundar
og Guðjón Skúlason tóku þátt. Páll Óskar
mætti á svæðið og reif stemninguna upp á
annað stig. Haldið var uppboð á treyjum
þar sem m.a. Haukur Helgi og Svali
Björgvins borguðu fúlgu fjár fyrir flottar
treyjur. Haukur Helgi tók sig ágætlega út í
gulu Grindavíkurtreyjunni.
Tilfinningaþrungin
stund við Sunnubraut
●● Samfélagið●stendur●við●bakið●á●Pétri●Péturssyni●og●fjölskyldu