Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.08.2016, Qupperneq 16

Víkurfréttir - 25.08.2016, Qupperneq 16
16 fimmtudagur 25. ágúst 2016VÍKURFRÉTTIR Sérstök tilfinning að labba yfir brúna Henning Hexeberg er hlaupari frá Noregi sem margsinnis hefur komið til Íslands. Hann segir sér- stakan kraft búa á Reykjanesi. „Ég elska Ísland og hef komið hingað oft á síðustu 20 árum. Hef ferðast mest hér í kring en líka farið norður á Akureyri. Reykja- nesið er framandi staður, að geta verið á milli Evrópu og Ameríku er magnað og gefur mér sérstaka tilfinningu þegar ég labba yfir brúna. Það er einhver tilfinning sem ég hef í maganum um að þetta sé skrítið og öðruvísi. Ég vona að fleira fólk frétti af þessum stað og komi og upplifi þetta,“ hafði Norðmaðurinn á orði við blaðamenn Víkurfrétta á brúnni milli heimsálfa. Besta ljósmyndin kom á Garðskaga Maros Tunak er áhugaljósmyndari frá Tékklandi hefur komið tvisvar til Íslands síðustu fimm ár. Hann kemur til Íslands vegna sérstöðu landsins sem hann segir vera vegna hreinnar náttúru. Hann er að ferðast ásamt konu sinni Veroniku og systur hennar Klöru. Maros hefur sérstak- lega gaman af því að ljósmynda landið enda mikið um opin og hrein svæði að hans sögn. Uppá- halds ljósmyndin sem Maros tók í ferðalaginu er af Garðskaga- vita og hann getur ekki útskýrt af hverju myndin snertir hann sterkar en aðrar myndir sem hann tók. „Við byrjum ferða- lagið á Reykjanesi og förum svo um Suðurlandið og allan hring- veginn. Þegar ég ferðaðist til Ís- lands fyrir fimm árum heimsótti ég einnig Reykjanesið og vildi koma aftur.“ Orkan og sagan hafa aðdráttarafl Sigurður Þorsteinsson, veitinga- maður á Garðskaga, segir söguna og orku frá svæðinu hafa sérstakt aðdráttarafl fyrir ferðamenn. „Þetta hefur farið langt fram úr væntingum hjá okkur. Okkur hefur verið sérstaklega vel tekið af heimamönnum frá Reykjanes- svæðinu. Fólk úr bænum hefur líka verið að heimsækja okkur þegar það hefur heyrt af kaffihúsinu,“ segir Sigurður en litla kaffihúsið á Garðskaga hefur fallið vel í kramið hjá fólki. „Ferðamennirnir sem koma til okkar eru oft að skoða svæðið áður en þau fljúga aftur út og þá reynum við að segja þeim skemmtilegar sögur af svæðinu og dreifa þeim áfram um Reykjanesið. Fólk getur oft ekki gefið ástæðu af hverju það er hrifið af þessu svæði en mig grunar að það sé orkan sem kemur frá sjónum og sögurnar um að eitt sinn hafi þetta verið mikilvægur staður vegna fiskveiða. Fólk alveg elskar að heyra sögur frá því hvernig staðurinn hér var áður fyrr. Fólki finnst mjög merkilegt að við skulum bara nýverið hafa gert um gamla vitann og opnað í sumar eftir að hann hafi staðið auður í 60 ár.“ Kaffihúsið er eflaust með þeim minni á landinu og er boðið uppá kaffi, drykki og meðlæti. Stefnt er á að bæta við vöfflum og sjávarréttasúpu síðar. „Við erum að reyna að kynna allt svæðið, Sandgerði og Reykja- nesbæ líka. Ef við vinnum öll saman ná allir árangri. Það hefur vantað afþreyingu, við verðum að hugsa hvernig við höldum ferða- manninum hér á svæðinu í lengri tíma. Við fáum oft fyrirspurnir frá erlendum ferðaskrifstofum REYKJANESIÐ MEÐ AUGUM FERÐAMANNA Suðurnesjamenn fara ekki varhluta af auknum ferðamannastraumi til landsins. Augljós merki um áhrif ferðamennskunnar er vöxturinn í bílaleigugeiranum og gríðarleg umsvif og álag í flug- stöðinni. Nú er svo komið að sífellt fleiri ferðamenn sækja Reykjanesið og helstu perlur þess heim. Bláa Lónið er orðið fyrirbæri út af fyrir sig þar sem færri komast að en vilja. Áhugaverðir staðir á svæðinu draga sífellt að sér fleiri ferðamenn. Blaðamenn Víkurfrétta heimsóttu þessa staði í liðinni viku og ræddu við ferðamenn og staðarhaldara. Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir, verkefnastjóri ferðamála hjá Reykjanesbæ, segir að aukning ferðamanna á landinu sé í takt við aukningu á Reykjanesi. Hún segir 30% fleiri erlenda ferðamenn hafa heimsótt upplýsingamiðstöð í Duus húsum í Reykjanesbæ en í fyrra. Heimsóknum Íslendinga hefur hins vegar fjölgað þar um 60%. „Það er almenn tilfinning fólks að umferðin á svæðinu sé að aukast í takt við umferð ferðamanna á Íslandi sem og fyrirspurnir um svæðið,“ segir Hrafnhildur. Bæði hefur gistinóttum og gistirýmum á svæðinu fjölgað auk þess sem dvöl ferðafólks er að leng jast. ●● Íslendingum●fjölgar●um●60%●á●svæðinu● Umferðin●á●Reykjanesi●að●aukast●í●takt●við●straum●ferðamanna●á●Íslandi Hlauparinn Hennig hefur margsinnis komið til Íslands. Hann fær alveg sér- staka tilfinningu í magann þegar hann gengur yfir brúna milli heimsálfa. Maros Tunak áhugaljósmyndari frá Tékk- landi tók eftirminnilegustu myndir Íslands- ferðarinnar á Garðskaga. Sigurður Þor- steinsson, veit- i n g a m a ð u r á Garðskaga, segir söguna og orku frá svæðinu hafa sérstakt aðdrátt- arafl fyrir ferða- menn.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.