Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.08.2016, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 25.08.2016, Blaðsíða 17
17fimmtudagur 25. ágúst 2016 VÍKURFRÉTTIR um hvað sé hægt að skipuleggja héðan, eins og að fara Suður- strandarveginn. En við þurfum að setja meiri fókus á það að skoða hvernig við getum þjónu- stað fólk á meðan það er hérna. Ef fólk hefur nóg að gera hérna og er ánægt þá spyrst það út. Ferðamönnum mun fjölga meira hér á næstunni og erum við að bregðast við því með því að auka við salernisaðstöðu. Grindavík er nú þegar að gera frábæra hluti en við í Garði, Sandgerði og Reykjanesbæ þurfum að standa og vinna betur saman.“ Gullmoli fyrir ferðamenn German Khlopin, tónlistarkenn- ari frá Rússlandi, hefur búið um árabil í Reykjanesbæ. Hann fer reglulega um Reykjanesið og nýtur þess að vera ferðamaður á nýjum heimaslóðum. Hann var við Valahnjúk ásamt Jeka- terinu eiginkonu sinni þegar blaðamenn bar þar að garði. „Mér finnst gaman að koma á þetta svæði vegna hafsins og sólarinnar en líka gaman þegar það er rok og rigning. Þetta eru kjöraðstæður fyrir ljósmyndara að taka flottar myndir frá Íslandi. Ég og konan mín heimsækjum þetta svæði reglulega og tökum myndir. Ég er mjög hrifinn af Reykjanesinu, Garðinum og Bláa Lóninu. Garðskaginn er æðislegur staður til að taka myndir, þar nær maður svo flottum skugga og sérstaklega við sólsetur.“ German hefur búið í nokkrum öðrum löndum og segir bláa himininn það sérstakasta við Ís- land, hvernig hann getur breyst á örskotsstundu og verið mis- munandi á litinn ef maður horfir í mismunandi áttir. „Ferska loftið er líka er eitthvað sem finnst ekki á meginlandi Evrópu. Mér finnst að það ætti að bjóða fleiri ferðir um Reykjanesið og Reykjanesbæ. Þetta er gullmoli sem við getum boðið ferðamönnum, rétt hjá flugvellinum og Bláa lóninu.“ Ferðamönnum líður vel í öruggu umhverfi Þeir sem hafa gert sér ferð út á Garðskaga í sumar hafa eflaust tekið eftir myndarlegri byggingu sem rís í nágrenni við vitana tvo. Þar byggja stórhuga heimamenn glæsilegt hótel með mikil tengsl við náttúruöflin. „Þetta byrjaði sem hugmynd yfir kaffibolla. Við erum búnir að reka gistiheimili í Garð- inum í fjögur ár og verið mikil traffík. Þegar maður talar við fólk kemst maður fljótt að því að því líkar vel að vera hér í sveitinni og upplifa kyrrðina, norðurljósin og nálægðina við dýrin. Við ákváðum því að stækka við okkur,“ segir Gísli Heiðarsson en hann á sjálfur bjálka sumarhús og ákvað því að hafa hótelið þannig. Húsið kemur nánast tilbúið frá finnsku fyrirtæki og tekur svo skamman tíma að setja það saman fyrir vana menn. „Þann 6. júní kom húsið og nokkrir Finnar með. Við settum þetta upp með þeim og tók það okkur fjórar vikur. Það var ótrúlega gaman að setja húsið saman en líka erfitt, það eru spes aðferðir sem not- aðar eru við þetta. Eftir á hyggja var það besta hugmyndin að fá Finnana til okkar til þess að aðstoða við þetta,“ segir Gísli en 24 rúmgóð herbergi verða í hótelinu. „Allir ferðamenn sem ég hef talað við segjast ætla að koma aftur til landsins og skoða meira. Það segir manni mikið. Einnig finnst fólki Ísland öruggt land og líður vel hér. Það andar að sér kalda og ferska loftinu daginn sem það lendir sem hefur örugglega með sér svipaða upplifun og þegar Íslendingar lenda í sólarlöndum og anda að sér heita loftinu þar.“ Við heimamenn finnum fyrir auknum áhuga á Garðinum og mikið líf núna með nýja kaffihúsinu og svo veitingastaðnum sem fer að opna.“ Gísli er þó ekki í vafa um hvað sé best við Garðinn. „Ætli það sé ekki knattspyrnufélagið Víðir,“ segir hann sposkur á svip. eythor@vf.is German Khlopin, tónlistar- kennari frá Rússlandi, hefur búið um árabil í Reykjanesbæ. Hann fer reglulega um Reykjanesið og nýtur þess að vera ferða- maður á nýjum heimaslóðum. Það er margt um að vera á Garðskaga. Nú er þar starfrækt kaffihús og rís hótel innan skamms.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.