Víkurfréttir - 25.08.2016, Síða 18
18 fimmtudagur 25. ágúst 2016VÍKURFRÉTTIR
„Við erum að horfa upp á uppbygg-
ingu næstu þrjú árin sem hefði þurft
að eiga sér stað síðustu þrjú árin ef ég
segi alveg eins og er. Það hefur skort
fjármagn og svo hefur skipulagsvinna
og samráð við landeigendur, sveitar-
félög og ríkisvaldið flækt málin. Ef við
horfum fram á veginn eru skipulags-
málin komin lengra en áður, það er
búið að samþykkja deiliskipulag við
Reykjanesvita og nágrenni. Skipulags-
stofnun hefur staðfest það og á næstu
vikum förum við í jarðvegsvinnu við
bílastæðin. Einnig munum við laga
veginn að Gunnuhveri og fara í fram-
kvæmdir á bílastæðunum við Brim-
ketil,“ segir Eggert Sólberg verkefna-
stjóri Reykjanes Geopark. Að hans
sögn er búinn að vera mjög mikill
straumur um Reykjanesið og mikill
uppgangur á svæðinu. „Við sjáum að
bílastæðin eru alltaf full og staðirnir
með þá innviði sem eru til staðar í
dag, eru ekki að höndla þetta álag. Það
er skýrast við Reykjanesvita og Brim-
ketil. Það hefur verið byggt upp við
Brúna á milli heimsálfa og Gunnuhver
sem hrósað hefur verið fyrir. Þeir sem
stóðu að þeirri uppbyggingu á sínum
tíma eiga hrós skilið fyrir framsýnina.
Við verðum þó að halda áfram að
byggja upp. Svona framkvæmdir kosta
mikinn pening og við höfum leitað í
samkeppnissjóði til þess að fjármagna
uppbyggingu, það hefur gengið vel að
fá það í gegn,“ segir verkefnastjórinn.
„Þeir ferðaþjónustuaðilar og ferða-
menn sem við höfum rætt við hafa
mjög góða sögu að segja af svæðinu.
Þeir staðir sem við fylgjumst með eru
undir miklu álagi og verða það næstu
þrjú árin, sérstaklega við Gunnuhver,
Reykjanesvita, Brúna milli heims-
álfa og Brimketil. Hvað Geoparkinn
varðar, þá verða framkvæmdir fyrir
allt að 100 milljónir á þriggja ára tíma-
bili,“ bætir hann við. Eins og fjallað
er um í Víkurfréttum í dag þá eru sal-
ernismál í ólestri á þessum stöðum
sem Eggert nefnir. En hvað veldur?
„Á pappír virka salernismál eins og
það sé lítið mál að redda því. Hins
vegar þarf að leggja lagnir, samþykkja
skipulag og skipulagsferlið hefur tekið
langan tíma. Það er komin ákveðin
lausn hvað það mál varðar og verður
kynnt á næstu vikum. Það verður byggt
þjónustuhús á Reykjanesi þar sem
m.a. verður salernisaðstaða og annars
konar þjónusta. Við erum að hugsa
þetta í heildarsamhengi, að vegurinn
frá Garði, Sandgerði, Reykjanesbæ og
út á Reykjanes og Bláa lónið sé einn
ferðamannavegur. Vonandi sjá aðilar
tækifæri í því að byggja um þjónustu-
svæði á þessari leið. Á leiðinni eru
margir áhugaverðir staðir eins og
Hafnir, Hafnarberg, Ósabotnar, Brú
milli heimsálfa, Stampagígar, Gunnu-
hver, Reykjanesviti, Brimketill og Bláa
lónið. Á Reykjanesi, við Valahnúka
yrði ferðamannamiðstöð fyrir fólk á
þessari leið og þá getum við mögulega
lengt dvalartíma ferðamanna á svæð-
inu. Ef ferðamaðurinn dvelur lengur á
svæðinu fer hann að kalla eftir aukinni
þjónustu og afþreyingu á svæðinu sem
verður svo að bregðast við.“ Eggert
gerir ráð fyrir því að þeir aðilar sem
ætla sér að byggja upp þjónustumið-
stöðina komi til með að kynna tillögur
sínar á allra næstu vikum. Þeir muni
jafnvel hefja framkvæmdir í haust og
opna næsta sumar.
„Við höfum unnið forgangslista og
sveitarfélögin eru sammála um hvar
eigi að byggja upp. Það hefur verið
gert í gegnum Geoparkinn, Atvinnu-
þróunarfélagið og Markaðsstofuna.
Sveitarfélögin hafa verið að færast nær
hvert öðru hvað þetta varðar, það er
alls enginn hrepparígur eða innbyrðis
skriffinnskustríð á milli sveitarfélag-
anna. Staðið hefur verið vel að hönn-
unarmálum, við erum að vinna með
færum arkitektum og viljum vanda til
verka. Þetta verður mjög flott þegar
þetta verður loksins tilbúið. Undir-
búningsvinnan hefði mátt ganga
hraðar fyrir sig en við höfum þurft að
fara í gegnum ýmsa ferla og takast á
við margt sem við bjuggumst ekki við
að þurfa að gera.“
Eggert áætlar að um 200 þúsund
ferðamenn séu á ferð á svæðinu í ár.
Unnið er að því að mæla umferðina en
hann segir það hvimleitt að þurfa að
notast við gamlar tölur.
Doktorsnemar við Háskóla Íslands
hafa verið að mæla traffík um helstu
ferðamannastaði landsins. „Hér mæla
þeir við Garðskaga- og Reykjanesvita.
Ég hef ekki enn fengið tölur frá þeim
fyrir sumarið en við höfðum áætlað að
það væru að koma um 200.000 ferða-
menn á ári. Það er ákveðinn galli við
ferðaþjónustuna að við erum alltaf að
vinna með eldri tölur og við byggjum
þetta mat á nokurra ára gömlum
tölum sem við fáum frá Vegagerðinni.
Það verður fróðlegt að sjá uppfærðar
tölur.“
Fundarboð
um almannatryggingakerfið og lífeyrissjóðina
Flokkur fólksins boðar til fundar á Hótel Keflavík, Vatnsendavegi
12-14 mánudaginn 29. ágúst kl 17 um samspil tryggingakerfisins við
lífeyrissjóði og þær bætur sem stjórnarflokkarnir hafa lofað að hrinda
fram og áætla nú að gera með að samþykkja breytingar á lögum um
almannatryggingar nr. 100/2007.
Einum fulltrúa, ráðherra eða þingmanni hefur verið boðið að hafa
framsögu frá hvorum stjórnarflokki. Andsvör munu veita Halldór
Gunnarsson, formaður kjararáðs EB í Rangárvallasýslu og Guð-
mundur Ingi Kristinsson formaður Bótar. Auk þess verða umræður og
fyrirspurnir.
Allir áhugasamir hjartanlega velkomnir.
Uppbygging á helstu ferðamannastöðum á Reykjanesi er þremur árum á eftir áætlun að sögn verkefnastjóra Reykjanes Geopark.
Skortur á fjármagni er þess valdandi auk þess sem flækja í skipulagsvinnu og samskiptum við landeigendur, sveitarfélög og ríkis-
valdið hefur tafið fyrir. Til stendur að byggja þjónustuhús við Reykjanesvita sem mun leysa flest þessi vandamál.
Þremur árum á eftir áætlun
●● Engin●salerni●á●helstu●ferðamannastöðum●á●Reykjanesi● ●Eru●ekki●að●höndla●
álagið● Þjónustumiðstöð●við●Reykjanesvita●vonandi●tekin●í●gagnið●næsta●sumar
„Þeir staðir sem við
fylgjumst með eru
undir miklu álagi
og verða það næstu
þrjú árin, sérstak-
lega við Gunnu-
hver, Reykjanes-
vita, Brúna milli
heimsálfa og Brim-
ketil,“ segir Eggert
Sólberg verkefna-
stjóri Reykjanes
Geopark.