Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.08.2016, Page 22

Víkurfréttir - 25.08.2016, Page 22
22 fimmtudagur 25. ágúst 2016VÍKURFRÉTTIR V I Ð E R U M H L U T I A F G Ó Ð U F E R ÐA L AG I 16 -1 62 0 — H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Arnar starfar í öryggisleit á Keflavíkurflugvelli. Á hverri vakt skoðar hann farangur þúsunda farþega og þannig tryggir hann öryggi allra farþega um borð. Þannig er Arnar hluti af góðu ferðalagi farþega á hverjum degi. Sigrún er á leið í frí til Frakklands að hitta vini sína. Hún hlóð spjaldtölvuna sína og skoðaði í búðir og naut lífsins á meðan hún beið eftir fluginu sínu. Hjá Isavia starfar samhentur hópur starfsmanna. Markmið okkar er að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljóna farþega sem fara um flugvelli og flugstjórnarsvæði okkar árlega. Okkar hlutverk er að tryggja öryggi þeirra allra og gera för þeirra sem ánægjulegasta. Við erum að vaxa og þurfum að fjölga í liðinu okkar til að bregðast við sífelldri fjölgun farþega. Stefna okkar er að bjóða upp á gott og fjöl- skylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og við leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrirtækisins. Kynntu þér störfin sem standa til boða hjá Isavia og vertu með okkur í því að vera hluti af góðu ferðalagi. isavia.is/atvinna facebook.com/isaviastorf Baráttan var æsispennandi um 1. sætið á Ís- landsmóti Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra (FÁÍA) í pútti 60 ára og eldri sem fram fór í Reykjanesbæ fimmtudaginn 18. ágúst. Fjórir keppendur voru þar jafnir í karlaflokki á 66 höggum og réðust úrslit í bráðabana. Eftir bráða- banann lá fyrir að heimamaðurinn Aðalbergur Þórarinsson hafði tryggt sér fyrsta sætið, Haf- steinn Guðnason annað sætið og Ingimundur Ingimundarson það þriðja. Í kvennaflokki var það heimakonan Eydís Eyjólfsdóttir í fyrsta sæti, Álfheiður Einarsdóttir í öðru sæti en Jytta Juul í því þriðja. Metþátttaka var á Íslandsmótinu, enda blíð- skaparveður. Til leiks voru skráðir 94 keppendur frá ellefu félögum og komu sumir langt að á þetta skemmtilega og spennandi mót. Allar félags- miðstöðvar eða aðrir staðir um allt land þar sem aldraðir æfa pútt gátu sent keppendur eða lið á mótið. Flestir keppenda eru gamlar kempur úr ungmennafélagshreyfingunni. Keppendur voru á ýmsum aldri og var sá elsti 95 ára gamall. Mótið var keppni á milli einstaklinga, karla og kvenna, en einnig var boðið upp á liða- keppni og voru fjórir í hverju liði. Sveit Pútt- klúbbs Suðurnesja sigraði í sveitakeppni á 199 höggum, og voru átta höggum á undan næstu sveit. Sveitina skipa Aðalbergur Þórarinsson, Hafsteinn Guðnason, Hákon Þorvaldsson og Guðbrandur Valtýsson. Púttklúbbur Suðurnesja átti veg og vanda að mótshaldinu í samstarfi við FÁÍA. Úrslit réðust í spennandi bráðabana á Íslandsmóti í pútti ●● Fjömennasta●mótið●sem●hefur●verið●haldið●á●landsvísu

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.