Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.08.2016, Page 25

Víkurfréttir - 25.08.2016, Page 25
25fimmtudagur 25. ágúst 2016 VÍKURFRÉTTIR Jónína segir það hafa verið skemmti- lega tilbreytingu og að ekki hafi skemmt fyrir að Kolbrún sé heimsins besti kokkur og með góða nærveru. „Ég er kannski aðeins karlmannlegri en hún en við eigum handavinnuna sameiginlega. Það gafst þó lítill tími í handavinnu hjá okkur en við gátum spjallað um hana þegar við hittumst í mat.“ Jónína segir sjómennsku ekki eiga við alla, hvort sem um konur eða karla sé að ræða, og að gerðar séu jafn miklar kröfur til líkamlegs styrks hjá kynjunum. Svaðilför um sjóræningjaslóðir Á flutningaskipum Eimskips hefur Jónína siglt um heimsins höf, til að mynda til Nýfundnalands, Kanada, Bandaríkjanna og til ýmissa landa í Evrópu. Fyrr í sumar fór hún í ferð til Manilla á Filippseyjum en þangað var verið að selja eitt skipa Eimskips, Selfoss. Leiðin lá meðal annars um svæði í nágrenni Sómalíu þar sem sjó- ræningjar hafa látið til skarar skríða. Á þeim slóðum voru vopnaðir verðir um borð í Selfossi og allar aðgöngu- leiðir girtar af með gaddavír. Jónína segir sjóræningjana reyna að líta út eins og fiskimenn og að líklega hafi þau séð til þeirra. Ráðist var á skip á þessum slóðum sólarhring áður og eftir að Selfoss sigldi þar um. „Sjó- ræningjarnir eru með allan útbúnað til að klifra upp í skipin. Þar taka þeir skipverja í gíslingu og krefjast lausnar- gjalds af útgerðunum,“ útskýrir Jónína sem var með hníf á sér alla ferðina. Til allrar hamingju þá réðust sjóræningjar ekki á Selfoss. Á leiðinni var komið við í Egyptalandi og sagði lögregla við áhöfnina að Jónína væri í mikilli hættu þar því hún væri kona, henni gæti verið rænt. „Skipverjarnir fóru að skellihlæja og sögðu að þetta yrði líka- lega eins og í Kardimommubænum, að þeir myndu bara skila mér aftur,“ segir Jónína og hlær. Hún segir ferðina hafa verið skemmti- lega en líka tekið á líkamlega og and- lega. „Það er ekki fyrir alla að halda svona langa ferð út enda reynir þetta töluvert á, sérstaklega þegar farið er yfir hættusvæði.“ Hitinn á Rauða- hafi, Indlandshafi og Kínahafi var líka mikill, eða allt upp í 51 gráðu og missti Jónína sex kíló í ferðinni vegna hitans. Missti puttann vegna eitrunar á sjónum Áður en Jónína byrjaði að vinna á flutningaskipum hjá Eimskip var hún á fiskveiðum og þá aðallega á línu- bátum. Í einum túrnum fékk hún lítið sár á löngutöng vinstri handar. Sárið gréri ekki og í það kom eitrun sem svo barst um allan líkamann. Eftir það var puttinn lamaður og var svo fjarlægður því hann olli Jónínu óþægindum. Ljóst var að eitrunin gæti komið aftur upp ef Jónína myndi halda áfram á fiskveiðum og því ákvað hún að færa sig yfir á flutningaskipin. Hún segir starfið mjög fjölbreytt og skemmtilegt en að það geti að sama skapi stundum verið erfitt. „Maður öðlast mikla reynslu á sjónum og er alltaf að sjá eitthvað nýtt. Svo er allra veðra von. Til dæmis fór skipið nánast á hlið um síðustu jól. Þá vorum við á leiðinni til Bandaríkjanna og veðrið var svakalegt alla leiðina. Ég viðurkenni að á átt- unda degi var ég orðinn svolítið þreytt á að sjá ekki til lands. Það var mikil ísing en þetta hafðist allt hjá okkur.“ Fyllist hugarró á sjónum Ferðirnar geta tekið fimm til tíu vikur og stundum er Jónína á sjó yfir jól og páska. Hún segir að fjarvistir frá fjöl- skyldunni venjist. „Ég reyni að stilla hugann þannig að ég er bara á sjónum þangað til ég kem í land. Ég hugsa auðvitað mikið heim til fólksins míns en ekki þannig að ég telji niður dagana þangað til ég kem í land. Er þetta ekki kallað að lifa í núinu?“ segir Jónína og brosir. Hún segir það eiga mjög vel við sig að vera á sjónum enda hafi hún aldrei verið sjóveik. „Þetta er virkilega skemmtilegt starf enda félagsskapur- inn góður og góður andi um borð. Við getum fíflast með næstum því allt og ég kann vel við það. Helst vil ég vera á sjónum það sem eftir er.“ Jónína fyllist hugarró þegar hún er nálægt sjónum, sama þó að starfið geti verið líkamlega erfitt þá skipti það engu því sjórinn veiti andlega hvíld. Jónína býr við Vallargötu í Sandgerði, stutt frá sjónum. „Ég myndi þó vilja búa nær sjónum en ég geri og helst af öllu hafa hann alltaf fyrir augunum.“ dagnyhulda@vf.is Jónína missti puttan vegna sýkingar þegar hún var á fiskveiðum. Eftir það fór hún að sigla með flutningaskipum. Helst vil ég vera á sjónum það sem eftir er LAGNAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA ÓSKAR EFTIR STARFSMÖNNUM Vegna góðrar verkefnastöðu þurfum við að bæta í hóp flottra starfsmanna okkar.  Við leitum af öflugum einstaklingum sem treysta sér til að gera það sem þarf til þess að ná árangri í krefjandi umhverfi.  Lagnaþjónusta Suðurnesja er stærsta pípulagningarfyrirtækið á Suðurnesjum með starfstöðvar bæði í Grin- davík og Reykjanesbæ. Samhennt fyrirtæki sem tileinkar sér stundvísi,samviskusemi og fagleg vinnubrögð. ALMENN PÍPULAGNINGARVINNA Við leitum að einstakling vönum pípulögnum,meis- tara,sveini eða verkamanni vönum byggingarvinnu. Þurfa að vera sjálfstæðir,þjónustuliprir og vera tilbúnir að tileinka sér nýjungar. NEMAR Hefur þú áhuga á því að læra pípulagnir? Við erum að leita af einstaklingum sem hafa áhuga á því að læra pípulagnir og komast á samning. Umsóknir skal senda á lagnaths@simnet.is

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.