Víkurfréttir - 25.08.2016, Síða 26
26 fimmtudagur 25. ágúst 2016VÍKURFRÉTTIR
Leikur, söngur, sjálfsstyrking
hópefli, glens og gaman
Skráning fer fram á www.gargandisnilld.is
Takmarkaður fjöldi þátttakenda á hvert námskeið
Aldursskiptir hópar
Kennt er 1x í viku, hver tími er 90 mínútur,
í 7 vikna lotu á miðvikudögum í Frumleikhúsinu
Námskeiðið hefst 7. september
Leiðbeinendur:
Guðný Kristjánsdóttir og Halla Karen Guðjónsdóttir
í samstarfi við Leikfélag Keflavíkur
Verð 15.000 kr.
Nánari upplýsingar í síma 8691006/6903952
Gargandi gleði í
Frumleikhúsinu
Leiklistarnámskeið í samstarfi við Leikfélag Keflavíkur
Framundan er prófkjör Sjálfstæðis-
flokksins í Suðurkjördæmi sem fram
fer 10.september. Ragnheiður Elín
Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, hefur verið oddviti flokksins í
gegnum tvennar kosningar. Á þeim
tíma hefur staða flokksins í
kjördæminu styrkst. Ragn-
heiður hefur boðið fram
krafta sína til að leiða flokk-
inn í kjördæminu í þriðja
sinn og er mikilvægt að Sjálf-
stæðismenn standi saman og
veiti henni afgerandi kosn-
ingu í prófkjörinu til að leiða
flokkinn áfram.
Þrátt fyrir að Ragnheiður sé
lang yngsti frambjóðandinn
sem hefur boðið sig fram
til að leiða listann er hún
reynslumest þeirra allra.
Ragnheiður hefur setið 9 ár á þingi en
aðeins verið ráðherra síðustu 3 árin.
Áður en hún tók sæti á alþingi var
hún aðstoðarmaður fjármálaráðherra,
utanríkisráðherra og síðan forsætis-
ráðherra, samtals í 9 ár, þannig að í
raun hefur hún reynslu af störfum
ríkisstjórnar og þings síðustu 18 ár.
Fáir hafa jafn víðtæka reynslu. Slík
reynsla er þó afar mikilvæg og vegur
þungt þegar horft er til þeirra ein-
staklinga sem gætu sest í ráðherrastól
að loknum kosningum, ef flokkurinn
verður í stöðu til þess eftir 29.október.
Sjálfstæðisflokkurinn verður jafn-
framt að horfa til þess að tryggja sem
jafnasta stöðu kvenna og karla í fram-
boði. Af sex ráðherrum flokksins eru
tvær konur sem báðar bjóðast til að
leiða framboðslista í næstu kosn-
ingum. Við þurfum að veita þeim
brautargengi til þess. Athyglisvert er
að heyra andstæðinga Sjálfstæðis-
flokksins reyna að úthrópa
kvenráðherrum flokksins, í
þeirri von að þær verði felldar
í næsta prófkjöri. Þessir sömu
aðilar yrðu fyrstir til þess að
hrópa að konur ættu litla von
um framgang innan flokksins
ef svo færi. Sjálfstæðismenn
mega ekki láta úrtölur og
neikvæðni stuðningsmanna
annarra flokka hafa áhrif á
val sitt.
Ragnheiður er glæsileg kona.
Hún hefur verið fyrirmynd
fjölmargra ungra kvenna sem vilja
hasla sér völl í forystu, hvort sem er í
atvinnulífinu eða stjórnmálum. Hún
hefur, sem ráðherra atvinnumála,
verið hvetjandi og stutt dyggilega við
fjölmarga frumkvöðla sem á síðustu
árum hafa reynt að hasla sér völl við
nýsköpun, framleiðslu og þróun. Sjálf
þekki ég persónulega nokkra sem hafa
ákveðið að berjast áfram, vinna meira
og þrauka lengur vegna hvatningar frá
Ragnheiði og uppskorið árangur og
betri tíð í kjölfarið.
Ég hvet alla Sjálfstæðismenn í Suður-
kjördæmi til þess að tryggja Ragnheiði
1. sætið í prófkjörinu 10.september.
Ragnheiður Elín í 1. sæti
Jóna Hrefna
Bergsteinsdóttir
LESANDI VIKUNNAR
Hvaða bók ertu að lesa núna?
Ég var að ljúka við Endurkomuna eftir Ólaf
Jóhann Ólafsson og bókin er snilld! En
núna er ég að lesa tvær bækur, spennu-
söguna 3 sekúndur eftir höfundana
Röslund & Helström og bókina
Viðrini veit ég mig vera - Megas og
dauðasyndirnar eftir Óttar Guð-
mundsson.
Hver er þín eftirlætis bók?
Góði dátinn Svejk. Aðalpersónan
er svo skemmtileg og hann hefur svo
sérstaka sýn á lífið. Það er líka mjög
áhugavert hvernig sögunni framvindur.
Hver er eftirlætis höfundurinn þinn?
Pablo Neruda, Isabel Allende, Steinn Steinarr (ég
hvet fólk að kíkja á safnið um hann, Steinshús) og Jónína
Leosdóttir sem ég uppgötvaði því miður allt of seint, hún
er frábær.
Hvernig bækur lestu helst?
Ég les eiginlega allt; skáldsögur, ljóðabækur, fræðibækur,
spennusögur og ævintýri. Ég les síst ævisögur, það þarf að
vera eitthvað alveg sérstakt til að ég nenni að lesa þær.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig?
Ferðabókin Kjölfar kríunnar eftir hjónin
Unni Jökulsdóttur og Þorbjörn Magnús-
son. Einnig nefni ég ljóðabálkinn
Cartas de amor eftir Pablo Neruda.
Mér þykir samt erfitt að tilgreina
einhverjar ákveðnar bækur. Það er
auðvitað fullt af bókum sem ég hef
lesið sem hafa haft einhvers konar
áhrif á mig eða vakið mig til um-
hugsunar, jafnvel þó að maður átti
sig ekki sérstaklega á því.
Hvaða bók ættu allir að lesa?
Ég held að allir hefðu gott af því að
gleyma sér aðeins í heimi Harry Potter.
Það er erfitt annað en að hafa gaman af
þessum bókaflokki, óháð aldri lesenda.
Hvar finnst þér best að lesa?
Heima!
Hvaða bækur standa upp úr sem þú vilt mæla með?
Endurkoman eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, Kirkja hafsins
eftir Ildefonso Falcones, Eyjan undir hafinu eftir Isabel Al-
lende, Konan í blokkinni eftir Jónínu Leósdóttur og Eragon
bókaflokkurinn.
Uppgötvaði rithöfundinn
Jónínu Leósdóttur allt of seint
Ottó Þórðarson lögreglumaður er Lesandi vikunnar hjá Bókasafni Reykjanesbæjar
TÖLVUNNI SNJALLSÍMANUM
SPJALDTÖLVUNNI
VF.IS
Í NÝJUM FÖTUM
FYLGSTU
MEÐ Í...