Víkurfréttir - 25.08.2016, Page 29
29fimmtudagur 25. ágúst 2016 VÍKURFRÉTTIR
ÞJÓNUSTUFULLTRÚI
Í BÍLALEIGU Í KEFLAVÍK
Thrifty Car Rental, bílaleiga Brimborgar,
leitar að röskum og jákvæðum starfsmanni
í starf þjónustufulltrúa á starfsstöðvar í
Keflavík. Skemmtilegt og krefjandi starf
í líflegu umhverfi.
Stutt lýsing á starfi:
• Afhending bíla til erlendra sem innlendra
viðskiptavina og móttaka við leiguskil
• Upplýsingagjöf og sala þjónustu
• Skráning bókana
• Skutl viðskiptavina til og frá starfstöð
Hæfniskröfur:
• Stúdentspróf og/eða reynsla af
sambærilegu starfi
• Hæfni í tölvunotkun
• Gilt bílpróf og vera jafnvíg(ur) á
beinskiptan og sjálfskiptan bíl
• Framúrskarandi þjónustulund
• Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
Unnið er á vöktum 06:00-18:00 og
frá 18:00-06:00 (5/4).
Nánari upplýsingar um starfið má finna
á www.brimborg.is (laus störf).
Umsóknarfrestur er til 4. september 2016
SÆKTU UM NÚNA
Þjónustufulltrúi_Bílaleiga__KEF_Víkurfréttir_99x200_20160823.indd 1 23.8.2016 13:09:26
VILTU VERA TÚLKUR?
Túlka- og þýðingaþjónustan Interlingual óskar eftir samfélagstúlkum til að vera á
skrá. Gerð er krafa um góð tök á íslensku og a.m.k. einu erlendu tungumáli. Ekki
skiptir máli hvort viðkomandi hafi íslensku eða erlent tungumál að móðurmáli.
Sérstaklega er leitað eftir fólki sem búsett er á Suðurnesjum.
Reynsla er mikill kostur, en ekki skilyrði.
Frekari upplýsingar eru veittar í síma 774 7500.
Einnig er hægt að senda fyrirspurn
á netfangið interlingual@interlingual.is
Nafn og hvenær varstu við nám í FS?
Ég lauk stúdentsprófi af Viðskipta-
fræðibraut FS jólin 1985 og hóf svo
nám við Háskóla Íslands og lauk
Cand. Oecon gráðu í viðskiptafræðum
1991. Á síðasta ári lauk ég síðan sér-
stöku AMP stjórnenda námi frá IESE
viðskiptaháskólanum í Barcelona.
Hvað hefurðu verið að gera síðan þú
útskrifaðist úr FS?
Ég hóf störf fyrir Íslandsbanka strax
eftir útskrift og hef komið að ýmsu
innan bankans á þessum tíma, starfað
almennt að viðskipta- og lánastjórnun,
var útibússtjóri útibúsins hér í Reykja-
nesbæ í 8 ár eða frá árinu 1999-2007,
en eftir það varð ég framkvæmdastjóri
útibúasviðs bankans og tók síðan við
árið 2008 sem framkvæmdastjóri við-
skiptabankasviðs Íslandsbanka.
Hvað stendur upp úr þegar
þú horfir til baka?
Árin mín í Fjölbrautaskóla Suðurnesja
voru bæði skemmtileg ár og eftir-
minnileg, hæfileg blanda af öguðu
námi, menningu, fjöri og fíflagangi,
en fyrst og síðast undirbúningi undir
lífsins alvöru. Ég var eins og margir
mjög virk í félagslífi og sat í nem-
endastjórn. Góður skóli þarf að hafa
gott félagslíf og fjölbreytt, sérstaklega
mikilvægt á menntaskólaárunum.
Viltu deila með okkur eftirminni-
legum minningum úr gamla skól-
anum þínum?
Það sem var allra eftirminnilegast í
mínum huga þessi ár í FS voru kennar-
arnir. Ég vil meina að á þessum árum
hafi verið einstaklega sterkur kenn-
arahópur, fjölbreyttur og hvetjandi.
Tímarnir í Njálssögu hjá Jóni Böðv-
arssyni skólameistara sem er maður
sem maður gleymir aldrei, eða stærð-
fræðitímarnir hjá Gísla Torfa, en þó
sérstaklega skrautskrifaðar umsagnir
hans á próf og verkefni og hafði þann-
ig áhrif á mann að maður vildi drífa
sig í næsta verkefni og fá fleiri um-
sagnir. Hjálmar Árna, Björn Örvar,
Rósa, Unnur Þorsteins, Ægir Sigurðs,
Maja Loebell o.fl. allt frábærir kenn-
arar sem undirbjuggu nemendur sína
vel fyrir lífsins göngu.
Hvernig fannst þér FS búa þig
undir það nám sem þú fórst í?
Ég hef ávalt verið mjög stoltur FS-
ingur og þreytist aldrei á að segja frá
þessum frábæru árum mínum í skól-
anum. Ekki var ég vör við það ég eða
skólafélagar mínir sem fórum áfram
í framhaldsnám værum ver undir-
búnari, ef svo var þá var það unnið
upp með dugnaði og krafti.
Eitthvað sem stendur upp úr þegar
þú horfir til baka?
Get ekki látið það vera að minnast
þess að eitt af því skemmtilega sem
við gerðum þarna fyrir rétt rúmum 30
árum, var að gefa út NFS skólabókina.
Það er ekki ósjaldan sem maður flettir
í þessum tveimur bókum sem voru
gefnar út á árunum 1982-1985. Þarna
eru myndir af öllum skólafélögunum,
myndir úr félagslífi og dagsins önn
á þessum árum í skólanum. Hjálpar
manni að rifja upp og muna árin í
FS eða eins og sagt er í fyrsta for-
mála bókarinnar: „Það er vonandi að
skóladagbókin eigi eftir að ylja vamb-
miklum og rasssíðum gamalmennum,
þegar sest er að áliðnu ævikvöldi við
arinn minninganna og litið um öxl“,
svo sannarlega orð með sönnu. Þarna
var skólinn bara um 10 ára, nú er hann
40 ára og ég 30 árum síðar, er svo
þakklát að geta flett upp í minning-
unum frá þessum árum. Óska Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja til hamingju
með árin 40 og þakka jafnframt fyrir
mig.
Uppáhalds náttúruperla
á Suðurnesjum?
Svarið er einfalt í mínum huga, það
er Garðskaginn, algjör perla og í sér-
stöku uppáhaldi hjá minni föðurfjöl-
skyldu og ljóst að Garðskaginn er og
mun draga enn frekar til sín, jafnt Ís-
lendinga sem ferðamenn.
ELDRI FS-INGUR
■ Í haust mun Fjölbrautaskóli Suðurnesja fagna 40 ára afmæli sínu og til
stendur að halda uppá daginn 24. september næstkomandi. Fjölbrauta-
skóli Suðurnesja, eða FS, hefur í gegnum árin boðið uppá fjölbreyttar
námslínur og því alið af sér einstaklinga sem sinna hinum ýmsu störfum
atvinnulífsins, bæði hérlendis og erlendis. Því er vel við hæfi að leita
uppi gamla FS-inga og forvitnast um hvað á daga þeirra hefur drifið.
Sumir þeirra luku stúdensprófi frá skólanum, aðrir luku iðnmenntun
en enn aðrir komu við í skemmri tíma. Fram að afmælinu ætlum við að
leita uppi gamla FS-inga.
Þreysti ekki á að segja frá frábærum árum í FS
Una Steinsdóttir,
40
ÁRA
Óskast
70 ára kona bráðvantar íbúð ekki
seinna en strax. Er reglusöm og skil-
vísum greiðsum heitið.
Upplýsingar 8618311.
Verið velkomin
á samkomu
alla sunnudaga kl. 11.00
Hvítasunnu-
kirkjan í Keflavík,
Hafnargötu 84
Bílaviðgerðir
Partasala
Kaupum bilaða
og tjónaða bíla
Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
SMÁAUGLÝSINGAR
ATVINNA
Blaðberi óskast til að bera út
Morgunblaðið í Innri-Njarðvík og Ytri Njarðvík.
Upplýsingar gefur Kristrún í síma 862 0382.
■ Sveitarfélaginu Vogum hefur borist nokkrar ábendingar og kvartanir
vegna ónæðis af flugumferð og var fjallað um málið á síðasta fundi bæjarráðs
sem fram fór í gær, miðvikudag. Sveitarstjórninni hefur einnig borist afrit frá
einum íbúa af bréfi hans til Ísavia ohf., um neikvæð áhrif flugumferðar í þétt-
býli sveitarfélagsins, þar sem bréfritari vonast til að tekið verði undir erindið
og því fylgt eftir við rétt stjórnvöld.
Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að erindið, ábendingarnar og kvartanirnar
hafi verið lagðar fram. Bæjarráð tekur undir kvartanir íbúa sveitarfélagsins, og
beinir því til Isavia ohf. að flugumferð um Keflavíkurflugvöll verði eftir föngum
beint á þær flugbrautir vallarins sem valda íbúum sveitarfélagsins minnstu
ónæði, sérstaklega að næturlagi.
Íbúar í Vogum kvarta vegna
hávaða frá flugumferð
SJÓNVARP
V ÍKURFRÉTTA
NÝR ÞÁTTUR
Í HVERRI
VIKU INNÁ
WWW.VF.IS/VEFTV
SJÁÐ’ANN Í
HÁSKERPU Í TÖLVUNNI,
SPJALDTÖLVUNNI
EÐA SÍMANUM ÞÍNUM!