Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.08.2016, Qupperneq 31

Víkurfréttir - 25.08.2016, Qupperneq 31
31fimmtudagur 25. ágúst 2016 VÍKURFRÉTTIR FÓTBOLTASNILLINGUR VIKUNNAR Aldur/félag? 11 ára og spila með Keflavík. Hvað hefur þú æft fótbolta lengi? Ég hef æft í tvö ár. Hvaða stöðu spilar þú? Ég er framherji. Hvert er markmið þitt í fótbolta? Að komast í meistaraflokk í Keflavík og spila með landsliðinu. Hversu oft æfir þú á viku? Ég æfi fjórum sinnum á viku á sumrin og þrisvar sinnum á viku á veturna. Hver er þinn eftirlætis fótboltamaður/kona? Uppáhaldsfótboltamaðurinn minn er Ronaldo. Áttu þér einhverja fyrirmynd í boltanum? Kolbeinn Sigþórsson og Gylfi Sigurðs- son. Hefurðu farið á fótboltaleik erlendis? Nei ekki enn en stefni á að sjá Arsenal næsta sumar. Hversu oft getur þú haldið á lofti? 33. Hvaða erlenda félag heldur þú upp á? Barcelona og Arsenal Ísak Þór Place er fótboltasnillingur vikunnar RONALDO ER Í UPPÁHALDI Til fundar við forystumann Páll Magnússon býður sig fram til forystu á lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í prófkjöri 10. september 2016. Hann boðar til fundar í Hljómahöllinni fimmtudaginn 25. ágúst kl. 20.00. Fundurinn er opinn og allir velkomnir. ■ Kraftlyftingafólkið í Massa í Reykjanesbæ fær hrós frá fulltrúa evrópska kraftlyftingasambandsins og varaforseta alþjóða kraftlyftingasambandsins vegna Evrópumeistaramótsins í bekkpressu, sem fram fór í íþróttahúsinu í Njarð- vík um helgina. Í lokahófinu talaði fulltrúinn um það að nýir staðlar hefðu verið settir í mótsumgjörðinni. „Keppendur, þjálfarar, dómarar og embættisfólk víðsvegar frá Evrópu hrósaði Massafólki fyrir vel unnin störf og frábært mót í alla staði,“ skrifar Sturla Ólafsson á fésbókarsíðu Massa þar sem hann kemur þökkum til heimamanna eftir að kraft- lyftingamótinu lauk. Massafólki hrósað fyrir móts- umgjörð á EM í bekkpressu Þrír Suðurnesjamenn í hópi Heimis ■ Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu hefur tilkynnt um fyrsta leikmannahóp sinn sem mætir Úkraínu í Kiev þann 5. september, en leikurinn er fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM. Suðurnesjamennirnir Arnór Ingvi Traustason, Alfreð Finnbogason og Ingvar Jónsson eru allir hópnum. Allir voru þeir hluti af EM hóp Íslands sem fór til Frakklands undir stjórn Lars Lågerback og Heimis. Tveir Suðurnesjamenn eru í hóp Íslenska U-21 árs landsliðsins í knatt spyrnu karla sem leik ur tvo mik il væga leiki í undan keppni EM 2017 í byrj un sept em ber. Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson sem leikur með Gautaborg er í hópnum og sömuleiðis Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson sem leikur með Álasund í Noregi.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.