Víkurfréttir - 15.03.2007, Side 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 11. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR
Þeir sem vilja hætta að reykja, nota munntóbak
og minnka eða hætta notkun
nikótínlyfja, geta nú leitað til
lyfjaverslunar Lyf og heilsu
sem nýverið hóf að bjóða
upp á sérhæfða, einstaklings-
bundna ráðgjöf og eftirfylgni.
Markmið Lyf og heilsu með
þessari þjónustu er að auka lífs-
gæði landsmanna og taka þátt
í forvarnarstarfi. Tóbaksnotkun
er ein alvarlegasta ógn nútímans
við heilbrigði einstaklinga en að
meðaltali deyr einn Íslendingur
á dag af völdum reykinga.
Að sögn Ásgeirs Ásgeirssonar,
lyfjafræðings hjá Lyf og heilsu í
Reykjanesbæ byggist ráðgjöfin
á einstaklingsviðtölum með ráð-
gjöf og fræðslu þar sem fjallað
er m.a. um áhrif tóbaks á lík-
amann og hvaða ráð hægt er
að nota til að ná árangri í reyk-
bindindi.
Nikótínlyf duga verr
ein og sér
„Nikótínlyf gera vissulega
gagn, en það hefur sýnt sig að
þau ein og sér gagnast að tak-
mörkuðu leyti. Það eru innan
við 5% líkur á að þetta takist
ef fólk ætlar að gera þetta með
nikótínlyfjum eingöngu. Það
þarf meira að koma til.
Það hefur sýnt sig að um leið og
viðkomandi sækir sér stuðning
og fræðslu aukast líkurnar á að
þetta takist upp í 40%. En ník-
ótínlyfin geta vissulega reynst
vel á meðan verið að að kom-
ast yfir erfiðasta hjallann,” segir
Ásgeir.
Hálfkák dugar ekki
Það er ýmislegt annað sem taka
verður með í reikninginn þegar
fólk ætlar að hætta að reykja og
eitt af því er vaninn. Reykinga-
maðurinn hefur komið sér upp
ýmsum venjum og athöfnum
sem tengjast því að kveikja sér
í sígarrettu. Þessar venjur og at-
hafnir þarf því að skoða með
öðru hugarfari, en hugarfarið er
einmitt lykilinn að því að fólki
takist að hætta. Ásgeir segir að
ef árangur eigi að nást þurfi að
taka einlæga ákvörðun um að
hætta. Þar dugi ekkert hálfkák,
s.s að ætla bara að reyka við
hátíðleg tækifæri, reykja bara
þegar farið er út að skemmta
sér og annað í þeim dúr. Annað
hvort er að hætta eða ekki.
„Það hefur komið fyrir að ég
hef sent fólk heim og sagt því að
koma aftur þegar það er tilbúið
til að hætta. Á hinn bóginn hvet
ég fólk til að gefast ekki upp
þó það falli, því hver reyklaus
dagur skiptir nefnilega máli,”
segir Ásgeir.
Líka fyrir þá sem vilja minnka
notkun nikótínlyfja
Athygli vekur að námskeiðið er
líka fyrir þá sem vilja minnka
eða hætta notkun nikótinlyfja
en aðspurður segir Ásgeir mörg
dæmi um það að fólk sé að nota
þau löngu eftir að drepið var
í síðustu sígarettunni. Notkun
nikótínlyfja er fyrst og fremst
hugsuð sem hjálpartæki á
meðan verið að komast yfir erf-
iðasta hjallann en dæmi eru um
að fólk verði háð þeim. Dæmi
eru um að fólk segist ekki þora
að hætta notkun þeirra af ótta
við þyngdaraukningu. Hugsan-
leg þyngdaraukning er einmitt
nokkuð sem margur reykinga-
maðrinn notar sem réttlætingu
fyrir því að hætta ekki að reykja.
Óttinn við þyngdina
„Það hægist á efnaskiptum
um 10% sem hljómar kannski
ekki að vera mikið en við erum
að tala um 1-2 kíló á ári. Við
förum yfir þetta í ráðgjöfinni,
fjöllum um hollt mataræði og
gildi hreyfingar. Til að koma
í veg fyrir þyngdaraukningu
þarf að skera aðeins niður orku-
inntökuna, þ.e. að fækka hita-
einingum. Ef við miðum við
fimmtugan reykingamann sem
situr við skrifborð allan daginn,
þá brennir hann um 2500 hita-
einingum á dag. Hann hefur
kannski komist upp með að inn-
byrða 2700 hitaeiningar á dag
út af reykingunum. Hann þarf
því að að fara niður í 2400 hita-
einingar á dag til að hafa þetta
í lagi. Það er þó ekkert stórátak,
við erum kannski ekki tala um
nema tvær brauðsneiðar á dag,”
segir Ásgeir.
Þeir sem vilja nýta sér ráð-
gjöfina hjá Lyf og heilsu geta
pantað tíma í síma 421 3200.
Ásgeir Ásgeirsson og
Ásta Stefánsdóttir í
Lyf og heilsu hjálpa
reykingafólki á Suður-
nesjum að sigrast á
nikótínfíkninni.
VF-mynd: elg
Fólk aðstoðað til að hætta reykingum
Lyf og heilsa býður upp á nýja þjónustu:
ELLERT GRÉTARSSON
VEFGALLERY
www.eldhorn.is/elg