Víkurfréttir - 09.08.2007, Blaðsíða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 32. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR
MANNLÍF
ÍSLENSK KARLMENNI!
Nokkrir fílelfdir lögreglumenn af Suðurnesjum, þeir Jóhann
Bragi, Jón Þór, Daði Heiðar og Harald
Gunnar, skelltu sér í sjósund í höfninni
í Vogum nú fyrir helgi. Ekki var um
að ræða sérstakt manndómspróf hjá
lögreglunni né heldur að þeir hefðu
tapað veðmáli heldur var þetta meira
til gamans gert og til að skerpa örlítið á
karlmennskunni.
Einnig var ti lgangurinn sá að fá
tilfinningu fyrir sjósundi því það getur
komið fyrir að lögreglumenn þurfi að
synda á eftir fólki á haf út eins og gerðist í
Keflavíkurhöfn fyrir nokkru.
Þekkt er að fólki stundi sjósund sér til
heilsubótar og er mis stórtækt í þeim
efnum, sumir láta sér nægja að svamla
um í smástund við fjöruborðið á meðan
aðrir reyna við meiri áskoranir eins og
Ermasundið en uppskera ekki alltaf
árangur af puðinu, sem kunnugt er.
Margir, sem leið áttu um Keflavíkurhöfn
f y rir helgi , ráku upp
stór augu því öllum að
óvörum var greinilega
búið að opna nýja sjoppu
í skipaafgreiðsluskúrnum
á stóru bryggjunni. Svo var
að sjá að þarna væri heitasta
sjoppan í bænum ef marka
má mannfjöldann sem naut
blíðviðrisins á bryggjunni.
Þegar betur var að gáð var þó
hvorki hægt að kaupa ís né
pylsur og alls ekki lottómiða
því allt var þetta í plati. Fólkið
á bryggjunni voru leikarar
og kvikmyndagerðarfólk
en bryggjunni og skúrnum
h a f ð i v e r i ð b r e y t t í
„sett” í nýrri stuttmynd
kvikmyndagerðarmannsins
Rúnars Rúnarssonar.
Ný sjoppa
við höfnina?
VF-myndir: elg.