Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.08.2007, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 09.08.2007, Blaðsíða 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 32. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Á árinu opnaði nýtt hótel hér í Reykjanesbæ, Hótel Keilir. Það er á besta stað í bænum og í herbergjunum er útsýni annað hvort á mannlífið við Hafnargötuna eða glæsilegt útsýni yfir sjóinn og upplýst bergið. Þorsteinn Lár markaðsstjóri Hótel Keilis segir viðtökurnar hafa verið frábærar síðan hót- elið opnaði formlega 10. maí s.l. Það er alltaf eitthvað af gestum og það kemur fyrir að allt er uppbókað. Gestirnir hafa verið mjög ánægðir eins og sést best á gestabók sem haldin er á hótel- inu. Þar lofa gestir hótelið mjög og orðsporið hefur ferðast víðar því reglulega koma gestir sem heyrt hafa af hótelinu gegnum vini og kunningja sem áttu þar ánægjulega dvöl. Í sumar hefur meginþorri gesta verið erlendir ferðamenn og einnig er nokkuð um að flug- áhafnir gisti á hótelinu milli vakta. Einnig er nokkuð af ís- lenskum gestum og þeir sem hafa gist á öðrum hótelum bæj- arins segja að gott sé að fá nýtt hótel í bæjarfélagið því það auki á fjölbreytnina og gefi fleiri val- möguleika. Keilir auglýsir á net- inu og í blöðum vítt og breytt um landið og eins og áður segir hjálpar mikið hversu ánægt fólk er með þjónustuna. Gott orð- spor breiðist út og gestum fer fjölgandi. Hótel Keilir Þeir feðgar Ragnar Skúlason og Þorsteinn Lár opnuðu Hótel Keili á vordögum. Árni Sigfússon klippti á borðann við það tilefni. VF-mynd: elg FRÉTTASÍMINN SÓLARHRINGSVAKT 898 2222

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.