Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.01.2007, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 25.01.2007, Blaðsíða 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 4. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Áratugur liðinn frá stórbrunanum í Járn og skip: Í of litlum stígvélum við störf í stórbruna Á árinu sem við vorum að kveðja voru liðin 10 ár frá brunanum mikla í Járn og skip. Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, var í eldlínunni í orðsins fyllstu, þá nýtekinn við starfinu. Þetta umfangsmikla slökkvistarf tók um 40 klukkt- ustundir. Nýr slökkviliðsstjóri fær eldskírn „29. júní 1996 er mjög eftir- minnilegur dagur í mínum huga. Ég, ásamt fjölskyldu minni, eign- konu og þrem börnum vorum nýflutt aftur heim í húsið okkar við Háseylu að námi loknu frá Bandaríkunum. Þetta var á laugardagsmorgni og ég var að mála herbergi sonar míns. Ég var að horfa af annarri hæðinni yfir Keflavík þegar ég sá skyndi- lega mikinn, svartan reyk sem steig upp frá þaki Kaupfélags- ins. Ég fór strax á staðinn en stuttu síðar kom útkallið. Það var mjög sérstök tilfinning að standa allt í einu í miðri hring- iðunni og stjórna verkefni af þessari stærðargráðu þar sem tugir slökkviliðsmanna ásamt lögreglu og björgunnarsveitar- mönnum voru saman komnir til- búnir í þetta erfiða og hættulega verkefni sem átti eftir að standa yfir í tæpar 40 klukkustundir. Í upphafi þurfti að taka margar víðtækar ákvarðanir, ekki bara sem viðkomu slökkvistarfinu á brunastað, heldur einnig hvað varðar allt umhverfið í nágrenn- inu. Ég kallaði eftir aðstoð allra slökkviliðanna á Suðurnesjum sem og aðstoð frá Björgunasveit- inni Suðurnes; allt tiltækt við- bragðslið var fengið til aðstoðar. Í of litlum stígvélum „Það var mik ið um að vera þennan dag, forsetakosningar stóðu yfir og við þurftum m.a. að loka og rýma kosningaskrif- stofu Ólafs Ragnars sem þá var á Glóðinni, þarna í nágrenninu. Við fyrirskipuðum rýmingu á íbúðarhúsum og að öllum gluggum og hurðum á íbúðum og húsum í nærliggjandi götum yrði lokað. Að auki þurftum við að láta loka loftræstikerfinu á Sjúkrahúsinu, þannig að þetta voru mjög víðtækar aðgerðir“, segir Sigmundur þegar hann rifjar upp daginn þegar Járn og Skip varð eldhafinu að bráð. Sigmundur var það nýbyrjaður í starfi að hann var ekki enn búnn að fá sinn eigin eldvarnar- galla og því greip hann það sem hendi var næst og brá sér m.a. í stígvél forvera síns. „Eftir þessa 40 tíma törn sem slökkvistarfið stóð yfir var varla skinntutla eftir á fótum mér því stígvélin pössuðu engan veginn. Eftir þetta situr það í mér að ég mun aldrei fá mér þýsk leðurstígvél í vinnuna“, segir Sigmundur og brosir Skelfilegar aðstæður „Svo undarlega sem það kann að hljóma, þá gekk slökkvistarfið mjög vel þó allt hafi brunnið til kaldra kola“, svarar Sigmundur aðspurður um það hvort honum finnist þeir í slökkviliðinu hafa komist vel frá þessu, svona eftir á að hyggja. „Bruna varn ir í þessu húsi voru mjög slæmar en að vísu björguðum við þessu pakkhúsi og eitthvað af vörum tókst að bera þangað yfir. Við hefðum mátt byrja á því fyrr, þá hefði tek ist að bjarga meiru af vörulagernum, það er helst það sem mátti teljast ámælisvert í okkar störfum þarna. Annars voru allar aðstæður mjög viðsjár- verðar, eldurinn byrjaði í 900 rúmmetra timburstæðu sem varð alelda á svipstunu og náði í plasteinangrun sem mjög fljótt logaði milli bita í öllu þakinu, amk. voru 6-8 slökkviliðsmenn upp á þaki að rífa upp þakplötur - Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri, rifjar upp hvers vegna hann komst á forsíðu Víkurfrétta sumarið 1996. VIÐTAL OG MYND: ELLERT GRÉTARSSON FRÉTTASÍMINN SÓLARHRINGSVAKT 898 2222

x

Víkurfréttir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0333
Tungumál:
Árgangar:
45
Fjöldi tölublaða/hefta:
2155
Gefið út:
1980-í dag
Myndað til:
06.11.2024
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Sigurjón Vikarsson (1980-1982)
Emil Páll Jónsson (1983-2002)
Páll Ketilsson (1983-í dag)
Lýsing:
Vikulegt fréttablað sem er dreift ókeypis inn á öll heimili á Suðurnesjum.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (25.01.2007)
https://timarit.is/issue/396262

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (25.01.2007)

Aðgerðir: