Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.01.2007, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 25.01.2007, Blaðsíða 25
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 25. JANÚAR 2007 25STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Leikarar takast á ! (spurt og svarað) Anna Þóra Þórhallsdóttir og Hjalti Steinar Guð- mundsson takast á í skemmti- legum leik þar sem þau svara spurningum hvort um annað. Þau eru vinir í Leikfélagi Kefla- víkur, en þar eru þau að taka þátt í uppsetningu á revíu. Lýstu andstæðingnum í stuttu máli. Anna Þóra: Fyrir mér er Hjalti heitasti piparsveinninn í Kefla- vík um þessar mundir. Hjalti: Anna er sæta klikkaða gellan, sem er ekki svo sæt. Hver er uppáhaldsleikari and- stæðingsins? Anna Þóra: Hann heldur mikið upp á mig (Önnu) og Eggert Þorleifs. (Rétt svar: Christian Bale) Hjalti: Hún fílar mig og Brad Pitt því við erum svo líkir. (Rétt svar: Helga Braga og Ingvar E. Sigurðsson.) Hvað var andstæðingurinn gam- all þegar hann steig fyrst á svið og hvert var hlutverkið? Anna Þóra: Sé Hjalta fyrir mér sem doktor Saxa í Heilsubælinu. (Rétt svar: Átta ára og lék engil.) Hjalti: Hún var fjórtán ára og lék skessuna í leikritinu Skess- urnar þrjár. (Rétt svar: Lék unga stúlku í Máttarstólpum þjóðfélagsins í uppsetningu Huldu Ólafs.) Hvað er það fyrsta sem anstæð- ingurinn gerir á morgnana? Anna Þóra: Byrjar á því að færa elskulegri mömmu sinni morgunverð í rúmið. (Rétt svar: Magaæfingar) Hjalti: Nuddar á sér augun og hugsar um mig..;) (Rétt svar: “Snoozar“ klukkuna nokkru sinnum) Hver er uppáhaldsfrasi andstæð- ingsins? Anna Þóra: “Nobody puts baby in the corner“ úr Dirty dancing. (Rétt svar: “Þú ert klikkuð!“) Hjalti: “Þú ert æði! (Rétt svar: „mæjónesan orðin gul og Bára lögst í bleyti“) Hvaða lag lýsir andstæðingnum best? Anna Þóra: Roy Rogers með Ladda. (Rétt svar: Ég elska alla) Hjalti: I am not that innocent með Britney Spears. (Rétt svar: Sexy back með Justin Timberlake) Næsta blað 1. febrúar 2007 Auglýsingasíminn er 421 0000

x

Víkurfréttir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0333
Tungumál:
Árgangar:
45
Fjöldi tölublaða/hefta:
2155
Gefið út:
1980-í dag
Myndað til:
06.11.2024
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Sigurjón Vikarsson (1980-1982)
Emil Páll Jónsson (1983-2002)
Páll Ketilsson (1983-í dag)
Lýsing:
Vikulegt fréttablað sem er dreift ókeypis inn á öll heimili á Suðurnesjum.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (25.01.2007)
https://timarit.is/issue/396262

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (25.01.2007)

Aðgerðir: